Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, júní 07, 2007

Lifnaðarhættir

Fylgdu þeim lifnaðarháttum sem gera þig sterkan og færan um að meta líf þitt og bæta það.

Sólin heldur áfram að skína og lífið er yndislegt. Hvers vegna að finnast eitthvað annað? Við lifum jú aðeins einu sinni og ættum ekki að þurfa að eyða lífinu í annað en eitthvað gott. Ég ætla að lifa lífinu mínu ánægð og sátt við allt og alla. Það vil ég afmarka að sé stærsti partur þess þegar ég lít til baka, þann tíma sem ég held í það mikla ferðalag til himnaríkis. Ég vil að mín verði minnst sem manneskju sem gerði eitthvað gott. Ég vil að fólki detti í hug glaðlynd stelpa sem var ánægð með lífið sitt. Ég vil ekki að þegar minnst verði á mig detti fólki í hug vandamál, letidýr, óheiðarleiki, óstundvísi, blótsyrði eða aðrir gallar. Ég vona að mér takist að gera eitthvað gott í þessum heimi. Það þurfta ekki allir að taka eftir því. Bara að þeir sem oftast eru í kringum mig sjái að ég er eitthvað. En mestu máli skipti þó að maður sé ánægður sjálfur.

Stundum rekst ég á fólk sem ég einfaldlega get ekki þolað. Það gerum við öll. Það getur ekki öllum komið vel saman, við erum einfaldlega ekki öll að leita eftir því sama í fari fólks og hvert og eitt erum við jafn ólíkir persónuleikar og við erum mörg. En þó mér líki ekki vel við alla eða eigi það til að vera alveg að missa mig við einhvern sem fer í taugarnar á mér reynir ég að halda aftur af mér. Okkur þarf nefnilega ekki að líka vel við alla en eigum að koma vel fram við alla. Ég vona að mér takist það.

Við veljum okkur lifnaðarhætti. Við veljum það hvernig lífi við viljum lifa. Veljum okkur áhugamál, veljum okkur vini, ráðum því sjálf hvernig við hugum um heilsu okkar og líkama, ráðum því sjálf hvernig við komum fram við aðra og hvernig við mótum okkur sem meðlim samfélagssins. En við getum ekki ráðið öllu. Sumt verðum við einfaldlega að sætta okkur við og taka með jafnaðargeði. Sumt hefur nefnilega verið fyrirfram ákveðið. Við höfum kosti og við höfum galla.

Mitt aðal markmið er að finna lifnaðarhætti sem gefur mér það sem setningin segir. Fylgdu þeim lifnaðarháttum sem gera þig sterkan og færan um að meta líf þitt og bæta það. Segir þetta ekki allt sem þarf?

Lífið kemur aldrei aftur, það er einmitt þetta sem gerir lífið svo unaðslegt. (Emily Dickinson 1830-1886)

Valborg Rut.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home