Merkis dagur
Fyrir akkurat 13 árum í dag var ég send til Stebbu frænku í pössun. Tilefnið var að 7 árunum mínum sem einkabarn foreldra minna var senn að ljúka. Ég var svo spennt, hlakkaði svo til að sjá barnið sem ég var búin að bíða eftir í marga mánuði. Loksins var það að koma. Síminn hringdi og ég hafði eignast lítinn bróður. Úff hann var svo sætur. Pínu lítill og ég stoltust í geiminum þegar ég hélt á honum glænýjum klukkutíma gömlum. Með hvítar hitabólur á nefinu og hvíta snuddan virtist svo risastór í þessum litla munni. Tíminn leið og barnið var lengi vel í miklu uppáhaldi. Þangað til dótið mitt mátti víkja því barbídúkkur og aðrir smáhlutir voru í stórri hættu ef skæruliðinn birtist. En þrátt fyrir allt hefur hann nú oftast verið góður. Vitanlega höfum við rifist eins og hundur og köttur, öskrað og gargað, ég hent honum á hausnum út úr herberginu mínu, skellt höfum við hurðum, lamið og barið.... en svo var mér hollast að gefast upp og láta hann í friði. Sá dagur kom að litli bróðir minn varð bæði stærri og sterkari en ég svo ég réð víst ekki við hann lengur.
En nú eru merkis tímamót. Litli bróðir minn er alls ekki lítill lengur og ætli það megi ekki telja hann ungling. Enda getur hann gert mann alveg kreisí á gelgjunni en vonum að það gangi fljótt yfir.
En nú eru merkis tímamót. Litli bróðir minn er alls ekki lítill lengur og ætli það megi ekki telja hann ungling. Enda getur hann gert mann alveg kreisí á gelgjunni en vonum að það gangi fljótt yfir.
Elsku Baldur, til hamingju með afmælið í dag :)
6 Comments:
Fallegt blogg fyrir hann Baldur.
Hér er búið að vera fínasta afmæli og dagurinn góður með sól og bláum himni. Eins og þegar hann fæddist þá var sól og 20°.
Já ...ég held að þú hrökkvir smá í kut þegar þú kemur heim.....þú býðst örugglega ekki til að fara í slag við hann....hann stingur þér algjörlega í vasann..... ;-)
PUMA hettupeysan ekkert smá flott sem þú sendir honum og kortið skemmtilegt.
Kveðja mammsa.
By Nafnlaus, at 12:55 e.h.
Til hamingju með litla bróður..hef aldrei upplifað það að eiga lítið systkini, en ég slóst nú bara við eldri bræður mína og segi stolt að stundum réð ég við þá :P hehe
En langaði annars að segja þér af því að þú ert ekki á msn að ég fékk póst áðan með staðfestingu :D:D Er í skýjunum :)
By Nafnlaus, at 3:16 e.h.
Það er frábært :)
By Nafnlaus, at 12:59 f.h.
Til hamingju með bróður þinn Valborg, minn átti líka afmæli í gær. Já, og til hamingju með staðfestinguna Elín! Frábært, en þýðir þetta þá að ég get ekki með nokkru móti fengið þig til þess að vera á Íslandi og búa með mér í Reykjavík?
Núna er það sko ég sem kveð úr sumarbúðunum Valborg og þú átt sko að koma og heimsækja mig. Ég heimsótti þig nú einu sinni. Ég var ekkert smá hissa að þíð Helga væruð að leggja ykkur en núna skil ég það mjög vel!
By Unknown, at 10:16 f.h.
haha alltaf gaman að fá "hamingjuóskir" á annarra manna bloggum :P hehe
By Nafnlaus, at 11:32 f.h.
Hehe takk Abba og til hamingju með bróðir þinn líka, hefur alltaf fundist mjög fyndið að bræður okkar eigi sama afmælisdag og heiti líka það sama! hehe.
Já ég kem pottþétt í heimsókn ef við fáum góðfúslegt leyfi sumarbúðastjóranns... hehe. Já svo nú færðu staðfestingu á því að maður verður þreyttur! Verður bara eins og litlu krakkarnir að leggja sig á daginn!
En er komið netsamband á Vestmannsvatn? Er það eitthvað nýtt?
By Nafnlaus, at 11:36 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home