Hinn mikli örn
Það er greinilega komið sumar í bloggheiminum. Bæði hjá lesendum og bloggurum. Góða veðrið og sumarvinnan dregur okkur til sín og við eyðum ekki jafn mörgum mínótum í tölvuheimi eins og við gerum í snjó og kulda. Ég ætla þó að reyna að halda blogginu gangandi hvort sem einhver gerir sér ferð hingað eða ekki. En ef einhver kemur hér við myndi ég þiggja eins og smá kvitt.
Á laugardaginn var ég í sakleysi mínu úti að labba með Leonu. Ég bara geng þarna þennan eina og sama veg sem við löbbum næstum hvern dag þegar mér verður litið upp í himininn þar sem mikið fuglagarg truflaði mig. Ég hélt ég myndi detta niður dauð mér brá svo mikið. Beint fyrir ofan mig, aðeins örfáum metrum var þessi líka heví stóri örn. Vá. Ég bara starði og fraus, óviss um hvort ég ætti að snúa við og hlaupa til baka eða halda göngunni áfram. Ég ákvað að halda áfram en gat þó ekki hætt að hugsa um þennan ógnvekjandi fugl. Ég meina það er ekki eins og maður mæti erni á hverjum degi!! Ég ímyndaði mér auðvitað að þessi grimmi fugl myndi bara ráðast á mig. Pældi í því hvað ég ætlaði eiginlega að gera ef hann myndi fljúga niður til mín og gera mér eitthvað. En ég komst heim að lokum og vona bara að ég rekist ekki á þessa furðuveru aftur :)
Hver bóndabærinn á eftir öðrum fer nú að taka fram slátturgræjurnar og æða úm hvert túnið á eftir öðru. Túnið fyrir ofan húsið okkar var slegið um helgina og eru nú fyrstu rúllubaggar sumarsins komnir í plast. Mér hefur alltaf þótt slátturtíðin spennandi. Eitthvað svo mikið að gera og virðist vera svo mikil stemming í kring um þetta. Hver veit nema ég læri einhvern daginn að keyra traktor og láti til mín taka í sumarslætti íslenskra sveitabæja. En ætli þetta sé ekki leiðigjarnt til lengdar eins og flest annað. Ég man eftir einu skipti þegar ég var lítil í Svarfaðardal og verið var að heyja. Það var á þeim tíma sem gerðir voru baggar með baggabandi og engu plasti. Baggarnir voru tilbúnir og maður stóð uppá svona litlum pallvörubíl og þeir sem voru niðri hentu böggunum uppá til okkar svo hægt væri að raða þeim. En ætli ég hafi ekki aðalega þvælst fyrir þar sem ég var nú ekki há í loftinu á þessum tíma. En skemmtilegt var þetta :)
Eftir akkurat viku mun ég taka mér smá sumarfrí hér í sveitinni. Mun ég leggja leið mína til Íslands þar sem ég mun heiðra ættingja og vini með nærveru minni í tvær vikur. Er nú farin að hlakka mikið til þó það sé gott að vera hér. En smá frí á besta landinu kemur sér vel. Í gær héldu 15 hestar úr hesthúsinu okkar til Svíþjóðar ásamst Stian og fullt af aðstoðarfólki. Agnes lærir þessa stundina undir síðasta prófið sitt og mun halda til Svíþjóðar ásamt Ísak á miðvikudaginn. Hér verður því fámennt, aðeins ég, Fredrik og Leona. En ættum við að finna okkur eitthvað að bralla þó ekki sé spáð neitt mjög fínu veðri. Ég læt mig svo hverfa um leið og bæði hestar og menn koma í hús á sunnudagsnóttina og held á vit ævintýra á Íslandi. Og já meðan ég man, er einhver góðviljaður suðurlandsbúi sem gæti hugsað sér að sækja mig til Keflavíkur og keyra mig í Vatnaskóg?
Því lífið hefur kennt mér að, lifa bara fyrir það, sem flestir telja orðin ein. Leita hærra, finna svar, losa um allar spurningar, þar leynist sannleikurinn.
Valborg á Íslandi eftir 7 daga :)
Á laugardaginn var ég í sakleysi mínu úti að labba með Leonu. Ég bara geng þarna þennan eina og sama veg sem við löbbum næstum hvern dag þegar mér verður litið upp í himininn þar sem mikið fuglagarg truflaði mig. Ég hélt ég myndi detta niður dauð mér brá svo mikið. Beint fyrir ofan mig, aðeins örfáum metrum var þessi líka heví stóri örn. Vá. Ég bara starði og fraus, óviss um hvort ég ætti að snúa við og hlaupa til baka eða halda göngunni áfram. Ég ákvað að halda áfram en gat þó ekki hætt að hugsa um þennan ógnvekjandi fugl. Ég meina það er ekki eins og maður mæti erni á hverjum degi!! Ég ímyndaði mér auðvitað að þessi grimmi fugl myndi bara ráðast á mig. Pældi í því hvað ég ætlaði eiginlega að gera ef hann myndi fljúga niður til mín og gera mér eitthvað. En ég komst heim að lokum og vona bara að ég rekist ekki á þessa furðuveru aftur :)
Hver bóndabærinn á eftir öðrum fer nú að taka fram slátturgræjurnar og æða úm hvert túnið á eftir öðru. Túnið fyrir ofan húsið okkar var slegið um helgina og eru nú fyrstu rúllubaggar sumarsins komnir í plast. Mér hefur alltaf þótt slátturtíðin spennandi. Eitthvað svo mikið að gera og virðist vera svo mikil stemming í kring um þetta. Hver veit nema ég læri einhvern daginn að keyra traktor og láti til mín taka í sumarslætti íslenskra sveitabæja. En ætli þetta sé ekki leiðigjarnt til lengdar eins og flest annað. Ég man eftir einu skipti þegar ég var lítil í Svarfaðardal og verið var að heyja. Það var á þeim tíma sem gerðir voru baggar með baggabandi og engu plasti. Baggarnir voru tilbúnir og maður stóð uppá svona litlum pallvörubíl og þeir sem voru niðri hentu böggunum uppá til okkar svo hægt væri að raða þeim. En ætli ég hafi ekki aðalega þvælst fyrir þar sem ég var nú ekki há í loftinu á þessum tíma. En skemmtilegt var þetta :)
Eftir akkurat viku mun ég taka mér smá sumarfrí hér í sveitinni. Mun ég leggja leið mína til Íslands þar sem ég mun heiðra ættingja og vini með nærveru minni í tvær vikur. Er nú farin að hlakka mikið til þó það sé gott að vera hér. En smá frí á besta landinu kemur sér vel. Í gær héldu 15 hestar úr hesthúsinu okkar til Svíþjóðar ásamst Stian og fullt af aðstoðarfólki. Agnes lærir þessa stundina undir síðasta prófið sitt og mun halda til Svíþjóðar ásamt Ísak á miðvikudaginn. Hér verður því fámennt, aðeins ég, Fredrik og Leona. En ættum við að finna okkur eitthvað að bralla þó ekki sé spáð neitt mjög fínu veðri. Ég læt mig svo hverfa um leið og bæði hestar og menn koma í hús á sunnudagsnóttina og held á vit ævintýra á Íslandi. Og já meðan ég man, er einhver góðviljaður suðurlandsbúi sem gæti hugsað sér að sækja mig til Keflavíkur og keyra mig í Vatnaskóg?
Því lífið hefur kennt mér að, lifa bara fyrir það, sem flestir telja orðin ein. Leita hærra, finna svar, losa um allar spurningar, þar leynist sannleikurinn.
Valborg á Íslandi eftir 7 daga :)
6 Comments:
Hæ skvís.
Bara að kvitta aðeins fyrir mig !
Það verður gaman að sjá þig eftir eina viku ;-)....en þú verður að muna að koma með góða veðrið með þér....
Knús ...mamma.
By Nafnlaus, at 2:51 f.h.
Blessuð,
Gott að örninn át þig ekki,
það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, hlakka til að sjá þig á Íslandinu og komdu heim með alla þessa sól og þetta góða veður
Kv. Stebba
By Nafnlaus, at 4:58 f.h.
Já það var óskandi en því miður hefur sólin horfið og nú er bara kuldi, rok og rigning!! Einhver annar hefur verið á undan mér að taka skólina með og fór greinilega ekki með hana til Íslands!
By Nafnlaus, at 11:09 f.h.
Hæ Vabbý, skrabbý !
Þar sem ég er veðurviti læt ég þig vita að nú eru hér heilar 8 gráður og þoka. ekki mjög spennandi - en svo sem allt í lagi,þegar maður er hvort sem er að vinna allan daginn.
- Annars sjáumst við bara bráðlega.
Bless.
Helga.
By Nafnlaus, at 11:18 f.h.
hæ sæta..
bara láta þig vita að ég commentaði commenti til þín á mína síðu;) Svo þú lesir það nú pottþétt:)
Langaði líka bara láta vita að ég er á lífi þrátt fyrir allt;D
By Sólveig, at 5:44 f.h.
Takk Sólveig :)
By Nafnlaus, at 6:41 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home