Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, júní 14, 2007

Skrif úr sveitinni

Ég get allt og ég er allt. Ég er au-pair stelpa og þessa dagana gegni ég hlutverki bæði móður og föður. Ég fer út að leika, elda matinn, laga til, stundum skemmtileg, stundum leiðinleg, hátta, baða og klæði, þvæ þvott, kaupi inn og held lífinu og heimilinu gangandi. Ég get allt og ég reyni að vera allt. En vitanlega kem ég ekki í staðinn fyrir rétta foreldra. En geri mitt besta í að vinna hlutverk þeirra sem staðgengill.

Ég er ofdrekuð au-pair stelpa. Fæ næstum allt sem ég vil. Núna mun það vera heimsins mesta boð fyrir óhöfuðborgarvæna mig sem þekkir varla nokkurn mann þar um slóðir. Nú er búið að redda fyrir mig skutli frá borginni og í Vatnaskóg á mánudaginn. Amman kemur til bjargar og ætlar að taka við ofdekrinu. Æðislega takk fyrir þetta ef þú kíkir hérna inn ;)

Deginum fer að ljúka, börnin sofnuð og ég sest niður með tölvuna inní stofu með nammi í skál. Skrítið, ég með nammi. En ég hef komist að því að ég er líklega er ég háð súkkulaði. Í það minnst ef ég fæ hausverk þarf ég bara að hugsa til þess að eflaust hafi ég ekki borðað súkkulaði í tvo daga. Þá fæ ég mér súkkulaði og hausverkurinn hverfur. Vanabindandi ósiður sem ég ætti að venja mig af. En svo vill nú til að mun auðveldara er að segja það en framkvæma og standast. Stundum langar mig ekki einu sinni í nammi en ég fæ mér það samt. Það er einfaldlega meira freistandi að ná í súkkulaði en epli. Þennan viljastyrk hef ég ekki en jú hann er kannski og viljinn er en ég fer samt í öfuga átt. Því miður, súkkulaði verður það þangað til það verður tekið af markaðnum. Því er nú ver og miður.

En sá tími er kominn að ég held áfram stutta leið í gegnum netheiminn og bið að heilsa á besta landið.....

Valborg Rut sem getur allt nema sumt.

2 Comments:

  • Efast ekki um að þú stendur þig vel sem staðgengill bæði föður og móður....þér er allavega vel treyst fyrir börnum og heimili.

    En það er nú ekkert smá góð amma sem ætlar að bjarga þér í Vatnaskóg.....hún hefur kannski bara gaman að því að hitta Þessa dekurrófu sem hefur verið að knúsa ömmubörnin hennra allan þennan tíma ;-)

    En héðan er bara allt gott....og við sjáumst svo bara rétt bráðum...

    Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:26 f.h.  

  • Hæ !
    Ég er sammála þér í því að þú sért smá ofdekruð - en þú ert nú dugleg garmurinn, svo þú átt stundum inni smá dekur;-)
    Það er gaman að vera svona allt - alla vega þegar það gengur vel, eins og það virðist gera hjá ykkur.
    Bless í bili.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home