Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, júní 16, 2007

Slúðurheimurinn

Við Leona Dís eigum okkur sérstakt áhugamál. Í dag höfum við örugglega skoðað Hér og nú blaðið 10 sinnum. Litla skvísan ætlar greinilega að verða slúðurdrottning og kemur hlaupandi með blaðið hvað eftir annað og vill endilega kynnast fólkinu betur. Í dag hef ég því sagt henni smávegis um Jennifer Aniston, Prad Pitt, Paris Hilton, Britney Spears, Sonju drottningu og Vendelu Kirsebom. Kannski ég tileinki slúðurheiminum skrif mín í þetta skiptið.

Paris Hilton: Hvað er eiginlega að því furðuverki? Ég verð að viðurkenna að mér finnst lúmskt gaman að fylgjast með þessari gellu og öllum þeim heimskupörum sem hún finnur uppá. Þetta með fangelsið finnst mér nú alveg met og fáránlegt að hún eigi að komast upp með að sleppa þarna út útaf einhverju væli. Hún hefði eflaust átt að hugsa sig betur um áður en hún framkvæmdi alla þá hluti sem urðu til þess að hún var sett bak við lás og slá. Það þýðir ekkert að kvarta, maður verður að taka afleiðingum gjörða sinna. Alveg sama hversu mikið hún og mamma hennar ætla að grenja. Hún á víst að vera eitthvað veik, ekki nóg og sterk andlega til að vera þarna inni, grenjar bara, borðar ekkert og þorir ekki á klósettið. Æi kommon.

Hvað er að gerast með ungt frægt fólk í heiminum? Paris Hilton, Britney og Lindsay Lohan eru allar orðnar klikkaðar. Búnar að klúðra lífinu sínu á margan hátt. En hvað varð til þess? Allar eiga þær það sameiginlegt að vera óábyrgar fyrir lífi sínu og lifa óheilbrigðum lífsstíl. Þær eru ekki alveg að gera sér grein fyrir því að þær eru eflaust fyrirmyndir margra. Þó þær verði þreyttar á frægðinni, er samt ekki málið að reyna að vera góð fyrirmynd?

Þó ég sé ekki fræg og þekki í raun alls ekki svo marga þá lifi ég samt ekki óheilbrigði á götunni. Ég veit t.d. að það þekkja mig mörg börn úr kirkjustarfi og öðru. Ég myndi ekki gera sjálfri mér það að ganga um miðbæjinn á Akureyri með bjór eða vínflösku við hendina t.d. á menningarnótt, 17. júní eða versló. Því fleiri en maður heldur vita hver maður er og fylgjast með. Ég myndi ekki vilja að þetta væri það sem fyrirmyndin mín legði fyrir sig. Ég vil ekki að þau börn sem ég vinn með sjái óheilbrigða lífið mitt eða það slæma í fari mínu. Maður verður að læra að haga sér með tilliti til annarra. En það þarf þó varla að taka það fram að ég drekk náttúrlega ekki. Var bara tekið sem dæmi. Þessu þurfa þær aðeins að pæla í. Jú vissulega er þeim líklega alveg sama um þetta allt en þær verða samt að gera sér grein fyrir því hversu óheilbrigt þetta er og að líf eins og þær lifa núna er ekkert sem fólki er bjóðandi að horfa á. Hvað gerir maður þegar fyrirmyndin bregst? Hvað gera allir þeir sem litu upp til þeirra? Ég vona að þeir fylgi ekki á eftir og geri sér grein fyrir því að fyrirmyndin hefur brugðist og finni sér heilbrigðari fyrirmynd.

Það sem þessar þrjár umtöluðu manneskjur ættu að gera er að taka sig til og slútta þessu líferni. Draga sig úr sviðsljósinu, hjálpa hvor annarri að komast í átt að betra lífi. Þær þurfa augljóslega allar mikla hjálp með lífið sitt og ættu án efa að finna hana. Ekki eins og þær hafi ekki efni á því. Ef þær ætla að lifa áfram held ég að þær verði að taka sig á. Mig langar í það minnst ekki að heyra frá þeim aftur fyrr en það gerist eitthvað jákvætt í fari þeirra. Því lengi hefur það verið þannig að öll umfjöllun um þær er neikvæð.

En yfir að öðru.

Það er ótrúlegt hvað nýji kærasti Jennifer Aniston er ótrúlega líkur hennar fyrrverandi Brad Pitt. Vó, við erum að tala um að þeir eru næstum því alveg eins! Hvernig er hægt að finna bara annan nákvæmlega eins? Það er í það minnst augljóst hvað útlit það er sem heillar hana. Ég vona bara að þeir séu ekki alveg eins inní líka því eins og við vitum hélt hitt sambandið ekki.... hehe.

Sonja drottning hefur á gamalsaldri misst mörg kíló. Ótrúlegt að 69 ára kona nenni ennþá að vera í megrun. Fyrirgefið en er það markmið okkar að vera í eilífðarmegrun? Allt okkar líf? Vissulega lítur hún vel út, því er ekki hægt að neita. Ég vona að ég verði svona flott þegar ég verð gömul. En eitt er víst að ég verð ekki eilífðarmegrunarfíkill. Það gerir manni ekki gott, hvorki líkamlega né andlega. Vona að fólk fari að átta sig á því.

Vendela Kirsebom er norskt súpermódel sem reyndar hefur lagt ferilinn næstum á hilluna en er enn vel sýnileg og gerir allskyns góða hluti. Það er gaman að fylgjast með henni því hún hefur alltaf jákvæða umfjöllun. Er ekki í þessum heimskupara bransa heldur lifir lífinu heilbrigðu og jákvæðu. Manni finnst miklu skemmtilegar að lesa um svoleiðis. Hvers vegna er ekki sett meira af því góða? Hún á allavega hrós skilið fyrir að vera alltaf hún sjálf og lifa eins lífi sem margir góðir þættir eru til í. Kannski aðdáendur stelpnanna með heimskupörin ættu frekar að kynna sér lífsstíl Vendelu.

Vona að þið vitið núna huga minn um slúðurheiminn.......... hehe.

Kveð í bili, Valborg á besta landinu á mánudaginn :)

2 Comments:

  • Glæsilegt slúðurblogg! Nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég er alveg útúr heiminum hvað slúðrið varðar þessa dagana. Í hálfgerðri fjölmiðlaeinangrun hér í skóginum, nema að ég rétt kíki í tölvuna inn á milli. :)
    Hey ég verð að fara að sjá þennan nýja kærasta Jennifer Aniston, finnst slúðrið um hana og Brad Pitt og Angelinu Jolie áhugavert. ;)
    Hlakka ótrúlega til að fá þig til Íslands!! Sjáumst gella! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:00 e.h.  

  • Hæ, hó, jibbíjei, það er kominn 17. júní.....
    Til hamingju með daginn,
    Hér er blanka logn, smá þoka sem er að fara og verður áreiðanlega súperveður í allan dag og þannig var það líka í gærog vonandi næstu daga.
    Er að sjálfsögðu í vinnunni, Unnur líka en Haukur kom einhverntíman seint í nótt úr sinni vinnu.
    Allt gott að frétta frá okkur eins og vanalega, Unnur fer til Vínar næsta sunnudag og verður í viku, vonandi gengur henni vel ´i prófunum þar, hun þarf að taka tvö bókleg og svo verklegt.
    Sjáumst á landinu góða
    S.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home