Við getum aðeins breytt einni manneskju í heiminum - það erum við sjálf.
Ligg hér í rúminu mínu heima í besta herberginu. Alltaf jafn gott að koma heim í herbergið sitt. Finnst það samt hálfs skrítið núna. Ekki alveg eins og vanalega. Uppáhalds hlutirnir mínir eru í Noregi og aðrir hlutir hafa af einhverjum ástæðum fengið samastað í herberginu þar til ég kem aftur heim. En þegar ég kem nú aftur verður nú öllu umturnað. Þegar ég ligg samt hérna í miðju þessa alls, horfi á herbergið mitt í heild sinni með öllu þeim húsgögnum og magni af dóti og hlutum sem því fylgir bíður það sennilega ekki uppá marga breytingarmöguleika. Ég sem hafði stóra hluti í hyggju verð að öllum líkindum að fresta þeim þangað til ég fæ mitt eigið heimili.
Í gær kannaði ég fasteignamarkaðinn. Þar sem ég er nú að verða stór og afskaplega sjálfstæð prinsessa langar mig að eiga mitt eigið heimili. Ég vinn bara í lottó ja eða þeir sem eiga nóg geta gefið mér smá. En allavega komst ég að ýmsum hlutum. Ég komst að því að lítil 3 herbergja blokkaríbúð kostar að meðaltali 12-13 milljónir. Vá. En 4 herbergja einbílishús með bílskúr á Dalvík kostar rúmar 10 milljónir. Enda heillaðist ég af þessu húsi og talaði ekki um annað í gær en þetta hrikalega litla sæta gamla hús. Rosalega væri nú gaman að geta keypt sér hús. Hef því komist að niðurstöðu um að líklega sé ég betur sett á Dalvík en Akureyri þar sem íbúðarverð þar er töluvert lærra. En ég á nú enn eftir að safna fyrir þessu. En þó ætla ég að leggja leið mína til Dalvíkur um helgina og kíkja aðeins á þetta hús. Langar svoooooo mikið í svona fullkomið mitt heimili.
Dagurinn fór að mestu leiti í að uppfæra útlitið. Var orðið heldur léleg umgjörð eftir mánuðina í Noregi. En nú er ég búin að gera það sem ég get, klipping, strípur, litun og plokkun. Á enn eftir að nenna að fara í bæjinn og leita að nýjum gallabuxum. Því eins og daglegir lesendur vita eru hinar einu sönnu gallabuxur að gefa upp öndina. Vonandi að ég finni mér nokkrar flíkur eða svo.
Á morgun mun ég halda á vit ævintýra á Vestmannsvatni. Hlakka mikið til. Í fyrramálið verður svo eflaust kíkt í garðinn góða með Sólveigu. Fór einmitt í gærkvöldi með Sólveigu og Maríu á rúntinn, Eyjafjarðarhringinn og fleira. Hörku stuð eins og við mátti búast :) Takk fyrir kvöldið stelpur!
Jæja, mamma mín er víst búin að gera ljómandi góðan fiskrétt handa mér svo ég er farin í eldhúsið.....
Valborg Rut
Í gær kannaði ég fasteignamarkaðinn. Þar sem ég er nú að verða stór og afskaplega sjálfstæð prinsessa langar mig að eiga mitt eigið heimili. Ég vinn bara í lottó ja eða þeir sem eiga nóg geta gefið mér smá. En allavega komst ég að ýmsum hlutum. Ég komst að því að lítil 3 herbergja blokkaríbúð kostar að meðaltali 12-13 milljónir. Vá. En 4 herbergja einbílishús með bílskúr á Dalvík kostar rúmar 10 milljónir. Enda heillaðist ég af þessu húsi og talaði ekki um annað í gær en þetta hrikalega litla sæta gamla hús. Rosalega væri nú gaman að geta keypt sér hús. Hef því komist að niðurstöðu um að líklega sé ég betur sett á Dalvík en Akureyri þar sem íbúðarverð þar er töluvert lærra. En ég á nú enn eftir að safna fyrir þessu. En þó ætla ég að leggja leið mína til Dalvíkur um helgina og kíkja aðeins á þetta hús. Langar svoooooo mikið í svona fullkomið mitt heimili.
Dagurinn fór að mestu leiti í að uppfæra útlitið. Var orðið heldur léleg umgjörð eftir mánuðina í Noregi. En nú er ég búin að gera það sem ég get, klipping, strípur, litun og plokkun. Á enn eftir að nenna að fara í bæjinn og leita að nýjum gallabuxum. Því eins og daglegir lesendur vita eru hinar einu sönnu gallabuxur að gefa upp öndina. Vonandi að ég finni mér nokkrar flíkur eða svo.
Á morgun mun ég halda á vit ævintýra á Vestmannsvatni. Hlakka mikið til. Í fyrramálið verður svo eflaust kíkt í garðinn góða með Sólveigu. Fór einmitt í gærkvöldi með Sólveigu og Maríu á rúntinn, Eyjafjarðarhringinn og fleira. Hörku stuð eins og við mátti búast :) Takk fyrir kvöldið stelpur!
Jæja, mamma mín er víst búin að gera ljómandi góðan fiskrétt handa mér svo ég er farin í eldhúsið.....
Valborg Rut
3 Comments:
Ég er viss um að þó þú kaupir ekki flotta íbúð strax þá verður heimilið þitt án efa fullkomið. :)
Gaman að heyra að þú ert að skemmta þér á Akureyri, ég er núna að skoða fataskápinn minn til að finna í hverju ég eigi að vera í kvöld í Vatnaskógi, langar að líta vel út á veislukvöldi! :)
Gangi þér vel í gallabuxnaleiðangrinum!
Kveðja Helga.
By Nafnlaus, at 5:56 f.h.
TAkk fyrir rúntin líka;) OG morguninn;D GEggjaðar myndir líka sem við tókum... sendi þér þær við tækifæri!:)
By Sólveig, at 1:36 e.h.
Helga: Hehe takk, já já einhvernd daginn verður þetta fullkomið ;) Skemmtu þér vel á veislukvöldi ;)
Sólveig: Takk sömuleiðis! Þetta var geggjað! Hlakka til að fá myndirnar :)
By Nafnlaus, at 2:19 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home