Ferðaþrá :)
Þá er það ákveðið. Planið er til og ég er næstum komin á flug, byrjuð að pakka og lögð af stað í enn eitt ferðalagið. Hvað er skemmtilegra en að nýta tímann á meðan maður er ungur og einstakur (ekki með kærasta í eftirdragi) í að ferðast og læra helling um lífið og heiminn annarsstar í veröldinni?
Já ég er komin á þá skoðun að fara í enskuskóla í Englandi í mars eða apríl. Hugsanlegt að Oxford yrði fyrir valinu þó mér finnist margir staðir koma til greina. Vancouver í Kanada finnst mér líka spennandi. Finnst reyndar eins og ég komi til með að henda peninunum út um gluggann. Rándýrt dæmi sem ég hef í raun ekki efni á þar sem ég vil geyma peningana mína í eitthvað gáfulegra. Margir myndu þó segja að þetta væri gáfulegt og alls ekki sóun á peningum. Ég meina, enska er nú bara eitthvað sem hvert normal mannsbarn á að geta lært án travala. En ég er greinilega ekki eitt af þeim jafn glatað og það nú er. Þessum hæfileika er afar ójafnt skipt á meðal manna. Svo ef ég ætla mér einhverntíman að læra þetta mál sem virðist augljóslega vera algjört möst til að komast eitthvað áfram í þessu skrítna lífi, eiga möguleika á að gera eitthvað af viti eða fara í skóla verður maður víst að harka af sér og læra þetta fjarndans mál og eyða í það meiri hluta peningaeigu sinnar.
En þegar ég mun loksins verða vonandi talandi skiljanlega ensku væri gaman að kíkja á aðrar slóðir. Sjálfboðaliðastarf í Suður-Afríku heillar mikið þessa stundina. Vinna á barnaspítölum, heimilum fyrir munaðarlaus börn eða leikskólum. Ójá þetta er spennandi. Eitthvað sem mig langar að gera og maður lærir án efa mikið af.
Væri æðislegt að geta tekið sér þetta fyrir hendur í svona mars, apríl og maí á næsta ári. EN.... það stóra EN. Mig vantar pening. Þetta kostar alveg milljón trilljón peninga. Ég þoli ekki hvað allt kostar mikið. Það snýst allt um peninga. Ef þú átt ekki peninga geturu ekki gert neitt og ekki lifað. Og ef þú talar ekki ensku getur heldur ekki gert neitt og ekki lært neitt. Vá hvað þetta er glatað. En ég get nú samt margt þó ég tali ekki þetta vonlausa tungumál allra manna. Peningar eru ekki allt og það er enska ekki heldur. Ég hef næstum allt nema þetta tvennt.
Svo væri stuð að fara í interrail-ferðalag. Væri gaman að koma til margra landa og skoða allt það merkilegasta og flottasta í ólíkum löndum. Langar mikið að skoða heiminn betur og sjá hvað hann er stór og hvað hann hefur uppá að bjóða. Að ferðast í góðra vina hópi, drulluskítugur, með bakpokann einann.... frábært. En ælti ég gæti það??? Aðeins ein leið til að komast að því ;) Þó ég hafi fulla trú á mér í slíku ferðalagi ef á myndi reyna :)
Já svona eru draumarnir og óhætt að segja að ferðalöngun sé til staðar og ógrinni hugmynda eins og svo oft áður. Mamma sagði nú bara: Oh Valborg, gat það verið að þú kæmir með eitthvað svona!!! Híhí.... ég er svo yndisleg ;) Ekki alveg allir sammála þessum hugmyndum.... jú enskuskólinn fékk auðvitað samþykki en Afríka fékk það nú ekki í fyrstu atrenu. En hvað verður mun tíminn að leiða í ljós :)
Læt þetta vera nóg í bili og fer út að hreyfa mig......... :)
Knús á klakann og víðar.....
Valborg í leit að reynslu og dásemdum heimsins :)
Já ég er komin á þá skoðun að fara í enskuskóla í Englandi í mars eða apríl. Hugsanlegt að Oxford yrði fyrir valinu þó mér finnist margir staðir koma til greina. Vancouver í Kanada finnst mér líka spennandi. Finnst reyndar eins og ég komi til með að henda peninunum út um gluggann. Rándýrt dæmi sem ég hef í raun ekki efni á þar sem ég vil geyma peningana mína í eitthvað gáfulegra. Margir myndu þó segja að þetta væri gáfulegt og alls ekki sóun á peningum. Ég meina, enska er nú bara eitthvað sem hvert normal mannsbarn á að geta lært án travala. En ég er greinilega ekki eitt af þeim jafn glatað og það nú er. Þessum hæfileika er afar ójafnt skipt á meðal manna. Svo ef ég ætla mér einhverntíman að læra þetta mál sem virðist augljóslega vera algjört möst til að komast eitthvað áfram í þessu skrítna lífi, eiga möguleika á að gera eitthvað af viti eða fara í skóla verður maður víst að harka af sér og læra þetta fjarndans mál og eyða í það meiri hluta peningaeigu sinnar.
En þegar ég mun loksins verða vonandi talandi skiljanlega ensku væri gaman að kíkja á aðrar slóðir. Sjálfboðaliðastarf í Suður-Afríku heillar mikið þessa stundina. Vinna á barnaspítölum, heimilum fyrir munaðarlaus börn eða leikskólum. Ójá þetta er spennandi. Eitthvað sem mig langar að gera og maður lærir án efa mikið af.
Væri æðislegt að geta tekið sér þetta fyrir hendur í svona mars, apríl og maí á næsta ári. EN.... það stóra EN. Mig vantar pening. Þetta kostar alveg milljón trilljón peninga. Ég þoli ekki hvað allt kostar mikið. Það snýst allt um peninga. Ef þú átt ekki peninga geturu ekki gert neitt og ekki lifað. Og ef þú talar ekki ensku getur heldur ekki gert neitt og ekki lært neitt. Vá hvað þetta er glatað. En ég get nú samt margt þó ég tali ekki þetta vonlausa tungumál allra manna. Peningar eru ekki allt og það er enska ekki heldur. Ég hef næstum allt nema þetta tvennt.
Svo væri stuð að fara í interrail-ferðalag. Væri gaman að koma til margra landa og skoða allt það merkilegasta og flottasta í ólíkum löndum. Langar mikið að skoða heiminn betur og sjá hvað hann er stór og hvað hann hefur uppá að bjóða. Að ferðast í góðra vina hópi, drulluskítugur, með bakpokann einann.... frábært. En ælti ég gæti það??? Aðeins ein leið til að komast að því ;) Þó ég hafi fulla trú á mér í slíku ferðalagi ef á myndi reyna :)
Já svona eru draumarnir og óhætt að segja að ferðalöngun sé til staðar og ógrinni hugmynda eins og svo oft áður. Mamma sagði nú bara: Oh Valborg, gat það verið að þú kæmir með eitthvað svona!!! Híhí.... ég er svo yndisleg ;) Ekki alveg allir sammála þessum hugmyndum.... jú enskuskólinn fékk auðvitað samþykki en Afríka fékk það nú ekki í fyrstu atrenu. En hvað verður mun tíminn að leiða í ljós :)
Læt þetta vera nóg í bili og fer út að hreyfa mig......... :)
Knús á klakann og víðar.....
Valborg í leit að reynslu og dásemdum heimsins :)
7 Comments:
ÓMÆJGOT! VAlborg!!! Ég held það sé ekki alveg í lagi... hvernig í fjandanum gat þig langað nákvæmlega það sama og mig langar? Liggur við akkúratt sama augnablik og ég hugsa um það kemur þú líka með það:D Vá.. við erum skrítnar;)
En Afríka hefur verið draumur hja´mér í mööööörg ár:D - Mamma er alltaf að ýta á mig með að fara í ensku skóla... en ég hef aldrei gefið því neinn séns, þar sem ég myndi ekki fýla að fara ein! En ég þyrfti svo sannarlega á því að halda:p
Interrail væri líka geggjað, úff.. ég hef oft hugsað um hvaða lönd ég gæti farið til ef ég færi í interrail,,, og einu sinni skipulögðum ég og þá verandi vinkona mín eitt slíkt:-D
Mig vanntar semsagt það nákvæmlega sama og þér... enska og peningar!
En ótrúlegustu hlutir virðast vera hægt að gera með litla peninga;)
Btw,, mamma sagði líka við mig ,,Þú ferð bara til Afríku þegar þú verður eldri" heheh.. ég held ég geti ekki beðið:p híhíhhí
By Sólveig, at 1:01 e.h.
Sólveig... við förum bara saman til Afríku!!! Finnur allt um þetta á www.exit.is ;)
Og takk fyrir frábært komment þú miklu snillingur!!!
Veit ekki hvernig í ósköpunum við gátum orðið svona líkar... ji þetta fer nú bara að verða skrítið!
By Nafnlaus, at 1:49 e.h.
Blessuð kæra vina!
Langt síðan ég hef kommentað...hef verið dáldið utan þjónustusvæðis í Vatnaskógi síðustu daga.
Ég er á leiðinni til Svartfjallalands með þér fljótlega! OK? 20 afmælisplanið manstu, gelluferð á áhugaverðan stað! :)
By Nafnlaus, at 5:00 e.h.
Svartfjallaland?? Já já ekki málið elskan mín! Hvar í heiminum er það nú annars? 20 ára afmælisplanið verður á sínum stað... útlönd eða ísland, fer eftir efnahagi! hehe.
By Nafnlaus, at 12:12 f.h.
Við erum heima nú um stund en förum sennilega fljótt í Selið aftur.
Margt gott í síðasta bloggi hjá þér
en ég er gömul og alltaf hrædd að senda börnin mín til Afríku.
Vona að sólin skíni á þig núna og í framtíðinni.
Knús frá ömmu og afa.
By Nafnlaus, at 6:22 f.h.
Farðu nú að byrja að skrifa barnabók eða eitthvað annað.
By Nafnlaus, at 6:24 f.h.
Hehe já kannski ég leggist í barnabókaskrifin við tækifæri ;) Einhvernsstar á ég nú byrjun á sögu en hún var nú ekki orðin neitt voða löng, spurning um að finna hana og leyfa skáldandanum að finna sig á ný, hehe.
By Nafnlaus, at 3:02 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home