Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, júlí 22, 2007

Hugmyndir

Ég er með hugmynd. Hún er ennþá leyndarmál. En gæti átt eftir að verða að veruleika. Einhverntíman. Kannski. Kannski ekki. Ég er alltaf með hugmyndir. Hef aldrei átt í erfiðleikum með að ímynda mér hluti eða sjá þá fyrir mér. Þar af leiðandi fæ ég ógrinni hugmynda. Mis framkvæmanlegar. Myndu þó eflaust allar ganga ef ég léti verða af því að framkvæma þær. En allt krefst mikils tíma og þess að maður gefi sig allan í verkefnið. Hef ágætlega trú á sjálfri mér í mörg verkefni sem mér dettur í hug. En hvað segir hitt fólkið? Eflaust fengi ég að heyra eitthvað mjög misjafnar skoðanir á hugmyndum mínum og margir hverjir yrðu eflaust hneikslaðir. Hvað getur hún svosem gert? Ómenntuð stelpuskjáta sem hefur fátt annað gert en að passa börn og leika sér. Jú dugleg er hún, en hvernig á hún að geta gert eitthvað af viti? Jú kæra fólk, ég get ýmislegt get ég sagt ykkur. Miklu meira en þið haldið. Ég er eitthvað. Loksins. Ég er bara eins og ég á að vera. Ekkert meira, ekkert minna. Bara ég eins og ég er. Hef kosti og galla eins og allir aðrir en hef ákveðið að nota kostina meira en gallana. Hver veit nema ég geti gert heilan helling og fullt af góðum hlutum. Já, jafnvel þó svo ég sé hér um bil ómenntuð stelpuskjáta.

Hugsanir
Stundum er maður svo út úr heiminum.
Eins og við séum bara alls ekki hér.
Hugurinn kominn á flug á ný
og ekkert við því að gera.
Hugsanir og ímyndun,
stórar sem smáar.
Lífið í öðru ljósi.
Hvert eigum við að líta?
Hvað eigum við að gera?
Það er svo margt sem er svo afskaplega óskiljanlegt fyrir lítið sandkorn eins og mig.
En með hjálp þess stóra og mikla getum við kannski á endanum látið gott af okkur leiða.
(samið fyrir löngu)

Ég vildi óska þess að ég gæti sýnt ykkur út um gluggann minn. Útsýnið er ótrúlegt. Himininn og kvöldsólin er það fallegasta í heimi. Vildi að ég gæti sent ykkur brot af því sem ég fæ að sjá á næstum hverju kvöldi. Á verulega eftir að sakna þess að sjá ekki eitthvað þessu líkt út um gluggann minn heima. Þar sér maður bara næsta hús. Litir himinsins eru æðislegir. En ég hlakka samt líka til að horfa á norðurljósin og stjörnurnar á Íslandi.

Elskið ykkur sjálf og lifið hvern dag með bros í hjarta.

Amen.

3 Comments:

  • Þú ert frábær og þú ert frábær eins og þú ert. Þú ert einmitt þú sjálf og þannig á það að vera.

    Um miðjan ágúst getur þú sýnt mér út um gluggann þinn --- það verður gaman --- ég hlakka til !!

    Ætlum að vera heima í dag....Agnar skilur ekki þessi látlausu ferðalög lengur og vill bara komast í fótboltann sinn í dag og vera í rólegheitum !! Enda er pabbi að steypa í dag og mér veitir ekki af því að laga aðeins til í kring um okkur hér heima.

    Það er gott að þú átt þér margar hugmyndir en svo er bara að vita hverjar eru framkvæmanlegar og hverjar ekki. Passaður bara að tína þeim ekki !! Um að gera að leyfa huganum að reika og láta sér detta ýmislegt í hug þó svo að stundum verði ég hálf kvíðin...hvað skyldi henni hafa dottið í hug núna....hehe

    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:58 f.h.  

  • Hehe já hvað skyldi mér hafa dottið í hug núna... held það sé betra að ég segi ekkert.... hehe.

    Já um miðjan ágúst fáiði að sjá út um gluggann minn, það eru bara 21 dagur þangað til þið komið ;)

    Finnst nú ekki skrítið að þeir bræður verði þreyttir á þessu, enda skil ég ekkert í þessari skyndilegu ofur ferðagleði! Þó þetta sé nú voða gaman og væri alveg til í að vera með!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:43 f.h.  

  • Sá sem lesir þetta vitnisburð í dag ætti að fagna með mér og fjölskyldunni minni vegna þess að það byrjaði allt sem brandari fyrir sumt fólk og aðrir sögðu að það væri ómögulegt. Mitt nafn er Michael og ég bý í Chicago. Ég er hamingjusamlega giftur með tveimur börnum og yndislegu konu. Eitthvað hræðilegt varð fyrir fjölskyldu minni, ég missti vinnuna mína og konan mín fór úr húsinu mínu vegna þess að ég gat ekki séð um mig og fjölskyldan þarf. af henni og börnum mínum á því augnabliki. Ég náði í níu ár, engin kona til að styðja mig til að sjá um börnin. ég reyni að senda prófskírteini til konu minnar en hún lokar mér frá að tala við hana. Ég reyni að tala við vin sinn og fjölskyldumeistara sína en stela vita gæti hjálpað mér og ég hef sent umsókn seint til svo margra fyrirtækja en stela þeir hringdu ekki í mig , þar til trúverðugur dagur kom sem ég mun aldrei gleyma í lífi mínu.Þegar ég kynntist gamla vini mínum sem ég útskýrði alla erfiðleika mína við og hann sagði mér frá góðu manni sem hjálpar honum að fá gott starf í Coca Cola fyrirtæki og og hann sagði mér að hann sé spellcaster en ég er manneskja sem aldrei trúir á spellcaster en ég ákvað að reyna hann og Drigbinovia kenndi mér og sýndi mér hvað ég á að gera í þessum sjö daga hádegisverðs. leiðbeiningar og gera það sem hann bað mig um að gera vel.Drigbinovia viss um að allt fór vel og kona mín myndi sjá mig aftur eftir Drigbonovia yndislegt starf. Konan mín hringdi í mig með ókenndu númeri og afsökunar og sagði mér að hann sakni mig mjög og börnin mín og konan mín komu heim. Í dag er ég framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í landinu. Ég ráðleggi þér ef þú átt í vandræðum með að senda tölvupóst á þetta netfang: doctorigbinovia93@gmail.com og þú munt fá sem bestan árangur. Taktu hlutina sem sjálfsögðu og það verður tekið frá þér. Ég óska ​​þér alls hins besta.

    By Blogger Mizi Margueron, at 3:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home