Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, júlí 21, 2007

Jazzfestival

Í gær lögðum við leið okkar á jazzhátíð sem stendur yfir í Molde alla vikuna. Gaman að sjá þessa umtöluðu hátíð og margt að skoða. Heilu göturnar voru lokaðar, sölubásar og allskyns tónlistaratrið um allan miðbæjinn. Þarna gengum við um í mannþvögunni, stoppuðum öðru hverju og hlýddum á góða tóna. Reyndar er jazz sem slíkur alls ekki í uppáhaldi og finnst mér það nú frekar furðuleg tónlist öðru hvoru. En margt var mun betra en annað. Finnst nú reyndar indjánatónlistin standa uppúr og minnir mig alltaf svolítið á bæjarlabbið í Danmörku með stelpunum fyrir jólin. Kíkum svo í tivolí, sem reyndist þó frekar mikið minna en búist var við. Engu að síður gátu sumir tapað sér í tækjunum og prófað hinar ólíkustu þrautir. Ég er þó á því að flest af þessum þrautum og rugli sé bara peningaplokk. Ójá, það var ekki sénst að hægt væri að vinna eitthvað með því að kasta litlum hringjum á glerflöskur. Já, stórir og smáir í hópnum hentu ekki nema 300 hringjum og ekki einn einast lenti á réttum stað. Furðulegt. Ég held mig þó alltaf með báða fætur á jörðinni í svona skemmtun og hætti mér ekki í eitt einasta tæki eins og fyrri daginn. Finnst samt alltaf fínt að horfa bara á hina öskra og skemmta sér. Öll eru þessi tæki best í fjarlægð finnst mér og heilla ekki á nokkurn hátt. Já já ég má vel vera jarðbundin með eindæmum.

Það kom loksins sól í dag. Jibbý!! Henni var fagnað og farið út í sólbað og trampolínið fékk þónokkurn slatta af hoppum í dag. Freknurnar létu sjá sig og er ekki frá því að ég hafi fengið smá lit. Sólin á þó ekki að vera lengi, rigningin lætur sjá sig fljótlega aftur. En elsku besta sól, þú mátt endilega skína vel á okkur þangað til í lok ágúst ;)

Vá það er svo stutt þangað til lok ágúst er. Tvær vikur í heimsmeistaramót, þrjár vikur í mömmu og pabba og minna en mánuður þangað til ég flyt til Íslands. Það er alveg stórfurðulegt að sé að koma að þessu. Er búin að búa ég í 6 mánuði. Skrítið. Enn skrítnara er að ég hef ekki búið heima síðan í maí í fyrra nema viku og viku því ég er alltaf á flakki. Hvað ætli ég endist lengi næst?

Bestu kveðjur, Valborg - loksins í sólinni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home