Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, júlí 13, 2007

Þolraunir og ákvarðanir

Ég á það til að vera ofvirk. Ég á það líka til að nenna ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. En sem betur fer er ég nokkuð atorkusöm manneksja og finnst lang skemmtilegast þegar ég hef nóg að gera. Jú vitanlega er alltaf gott að frá frí inná milli en það er annað mál. Orka kvöldsins fór í hreyfingu. Mikið er ég stolt af mér að vera loksins að bæta þetta þol mitt. Ekki að það hafi angrað mig eitthvað, enda var það afar sjaldan notað. Nema jú í endalausum gönguferðum með barnavagna upp og niður brekkur í þessu au-pair starfi mínu síðan í september. En ég er nú alveg á því að margir eru þeir sem eru í miklu verra formi en ég hef nokkurntíman verið. Ég verð enga stund að ná þessu upp. Kannski ég fari að lyft líka, þá verð ég nú rosa ánægð eftir einhverja mánuði ;) hehe. En ég borða nú bara ennþá nammið mitt, brauð og aðra óhollustu og þannig verður það áfram! Ætlunin er ekki að bæta neitt né laga nema þolið ;) Hver veit nema ég taki þátt í fitnessinu um næstu páska!! Nei ok djók.... hehe.

Ég þoli ekki ákvarðanir. En mest af öllu finnst mér erfitt að hafa hlutina óskipulagða eða eiga eftir að taka ákvarðanir. Svo líklega er best að drífa í þessu. Hvað í ósköpunum á ég að gera í haust? Ég er með hugmyndir, margar, ólíkar, smá framboð af vinnu, en þarf að geta pússlað þessu. Skrítið pússl. Ekki eins auðvelt og þessi í kassanum með mörgu kubbunum. Miklu flóknara en það. Þess má þó geta að ég hef ekki eina einustu þolinmæði í svoleiðis pússl.

Nú fer klukkan að nálgast miðnætti og ég ætla að finna ögn að borða. Hvernig stenndur á því að bloggin manns eru innihaldsríkari á veturnar? Jú og virðast nú eitthvað skemmtilegri. Bæði að skrifa þau og lesa. En hvað með það.

Kveðja heim á besta landið..... Valborg Rut

6 Comments:

  • Hæ krúsin mín.
    Við loks komin heim eftir frábæra viku á suðurlandinu !!
    Nú er klukkan að verða miðnætti og ég var að enda við að ganga frá öllu dótinu okkar eftir ferðina og svo er ég líka búin að taka til dótið fyrir ferðina sem verður á morgun. Við Agnar förum á fótbolta mót á Ólafsfjörð og verðum fram á sunnudag. Pabbi stoppaði heima í 30 mín. og fór svo aftur upp í Landann. Er farinn að veiða í Blöndu með Úlla múrara. Hann kemur heim seint á morgun.
    Nóg að gera hjá okkur.
    Væri nú gott að við heyrðum hvor í annarri á sunnudagskvöld þegar við verðum komin heim.
    Þar sem að ég gleymdi símanum mínum í bílnum hjá pabba þá verð ég með símann hans Baldur um helgina...svo góður að lána mér hann.
    Kveðja frá okkur hér heima.
    Hafðu það sem best.
    Það er rétt hjá þér að tíminn líður allt af hratt og sumarið verður búið áður en við vitum af því og þess vegna skulum við reyna að njóta hvers dags.
    Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:44 e.h.  

  • Greinilega nóg að gera hjá ykkur þarna heima, skemmtið ykkur vel á fótboltamótinu og pabbi í ánni... ;)
    Og þar sem tíminn líður þarf að panta flug fyrir foreldra prinsessunnar í heimsókn til mín :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:19 f.h.  

  • Blessuð gamla frænka!!!!

    Hvað á að gera í vetur, það var verið að auglýsa eftir f+ólki í mötuneyti álversins á Reyðarfirði: aðstoðarfólki við matseld og framreiðslu og svo starfsfólk í eldhús. GÓÐ LAUN.
    Svo vantar aðstoðarmanneskju á dýraspítalann i Lögmannshlíð.
    Bara svona hugmynd en það er auðvitað allt gott að fretta af okkur eftir frábæra sumarfríið,
    kveðja frá okkur
    Stebba.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:43 f.h.  

  • ´Hæ !
    Ég öfunda þig af allri þessari hreyfingu - kannski verð ég skárri til gangs þegar ég byrja í sumarfríinu sem verður vonandi frekar fljótlega... ;-)
    Í dag var alveg tveggja tíma dagskrá í sjónvarpinu - bein útsending frá hestamótinu í Svarfaðardal.
    Nú skín sólin en hiti er ekki nema um 10 stig.
    Förum líklegast í sveitina á morgun.
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:57 f.h.  

  • Haha já kannski ég skelli mér til Reyðarfjarðar! Ja eða á dýraspítalann, svo þegar kæmi vængbrotinn eða dauður fugl myndi ég fríka út! Ja eða að eitthvað dýr þyrfti að deyja, úffa me!!

    Kannski ég verði að finna á netinu útsendingu af hestamótinu, sjá dalinn minn í upprifjun!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:19 e.h.  

  • Hæ, ég heiti Mary Michael, ég er frá Waterton Lakes National Park Canada. Orðin geta ekki útskýrt hversu spennt ég er fyrir endurreisn hinnar brotnu hjónabands og nú er maðurinn minn alveg aftur eftir að hafa yfirgefið mig og börnin okkar fyrir aðra konu. Við höfum verið gift fyrir siven ár og í tengslum við hjónaband okkar höfum við haft röð af átökum sem héldu áfram þar til að lokum fór hann með börnunum okkar og flutti til Melbourne til að vera með annarri konu. Slökkt á öllum snertingum, sem gerir samskipti ógilt. Ég fann að líf mitt var lokið og börnin mín héldu að þeir myndu aldrei sjá föður sinn aftur. Ég reyndi aðeins að vera sterk fyrir börnin mín, en ég gat ekki stjórnað þeim sársauka sem kvíðaði hjarta mitt, ég var neytt af sorg og sársauka vegna þess að ég elskaði hann mjög. Á hverjum degi og nótt hugsa ég um hann og ég myndi alltaf líkja honum við að koma aftur með mér, ég var bókstaflega að fara brjálaður og þurfti guðlega íhlutun, þannig að ég sagði öllum vandamáli mínum til vinar af mér sem einu sinni hafði svipaða áskoranir. Hún kallaði mig á mjög öfluga mann sem heitir DoctorIgbinovia. Hún sagði að hann væri eini ástæðan fyrir hamingju sem hún var að njóta þessa dags. Drigbinovia getur hjálpað til við að bregðast við brotnum samböndum og sagði að það væri þess vegna sem ég fann að ég þurfti að setja hann á réttarhöld. Ég hafði samband við hann á netfanginu addersdoctorigbinovia93@gmail.com hans og hann gaf mér leiðbeiningar um hvað ég á að gera og svo gerði ég, þá gerði hann ástfanginn fyrir mig. Að minnsta kosti óvart eftir þrjár vikur kallaði maðurinn minn á mig og sagði mér að hann saknaði okkur eins mikið og börnin, ég var svo undrandi, hjarta mitt var fyllt af gleði og spennu og ég byrjaði að skína tárin mín. Hann baðst afsökunar fyrir mistök sín og baðst afsökunar fyrir sársauka sem hann valdi mér og börnum. Það er hvernig hann kom aftur til okkar með mikilli ást og gleði og frá þeim degi var hjónabandið okkar nú sterkari en áður. Þökk sé Drigbinovia er hann mjög öflugur og ég ákvað að deila sögu mínum fyrir sakir þessara kvenna og karla sem upplifað það sem gerðist. Ég vil að þú vitir að það er lausn. Drigbinovia er lausnin, sannur og öflugur spellcaster sem bað fyrir að lifa í langan tíma til að hjálpa konum og börnum á sínum tíma í sársauka. Og það hefur einnig galdra til að lækna hiv, krabbamein osfrv.

    By Blogger Mizi Margueron, at 3:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home