Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, júlí 30, 2007

Ári eldri :-)

Hann er oftast hljóðlátur og lætur ekki mikið fyrir sér fara. Hann er mikill Queen aðdáandi og ófá skiptin sem tónlistin úr stofunni heyrist langt út á götu. Hann syngur með af öllum krafti og lifir sig inn í líf þessara merku manna. Fjölskyldubíllinn ber þess merki að öll erum við alin upp við Queen tónlist og oftast er það sú eina sanna tónlist sem ómar úr græjunum í bílnum og rúðurnar í afturgluggunum eru alsettar merki góðrar hljómsveitar. Til að fullkomna allt á svo dóttir hans sama afmælisdag og söngvari hljómsveitarinnar.

Hann er dugnaðarforkur þó þyki hann eflaust svifaseinn við heimilisstörfin. Segist bara vera sannur karlmaður, enda hafi hann tvær góðar eldabuskur á heimilinu og ekki þurfi hann að kaupa uppþvottavél því hann eigi eina svo ansi góða (mamma). Hann hefur sagt mér frá því ég man eftir mér að Landroverbílar séu flottir bílar. Og þess vegna trúi ég því og hef vott af sömu dellu og faðir minn þó ég vilji nú alls ekki hvað sem er enda dóttirin smekkmanneskja. Hann liggur og sínir mér nýjustu snjósleðablöðin og fræðir mig um kraftmiklar vélar eða getu hvers og eins tæki. Hvað það væri geggjað að geta átt einn glænýjan úr kassanum. Dóttirin bara játar og sýnir þessu áhuga þó hún viti í raun ekkert í sinn haus um svona mál. En víst væri dóttirin meira en til í að eiga eitt stikki svona flott tæki.

Dóttirin spyr hann stundum hvort hann ætli virkilega að fara í "þessari" peysu. En að sama skapi spyr hann stundum dótturina hvort hún geti ekki farið í einhverju öðru. Get ég farið svona? Algeng setning á heimilinu frá öllum aðilum. Nema náttúrlega bræðrunum sem er nett sama í hverju þeir eru þó helst bara sömu hversdagsfötunum alla daga. Hann segir ekki mikið og þegar forvitin dóttirin reynir að komast til botns í einhverju virðist hann helst til of fámáll. Hann smellir fingrum á báðum höndum þegar dóttirin fer með í byko því hann veit að henni finnst þetta óþarfi þó hún hafi vanist þessu í gegnum tíðina eftir margar bykoferðirnar. Hann hristir hausinn yfir uppátækjasemi dótturinnar og vonar innilega að hún komi ekki með enn eina tillöguna um breytingar á herberginu eða íbúðinni. Dóttirin varð afar glöð þegar faðirinn fór á hestbak og sýndi hestamennskunni áhuga. Faðirinn vill ekki fá kanínu á heimilið og sagði hart nei þegar dóttirin bað um páfagauk. Samþykki fyrir báðu fékkst þó á endanum enda dóttirin ofdekruð frekjudós inná milli. Þess má þó geta að faðirinn var sá eini sem sýndi páfagauknum áhuga en dvaldi hann aðeins á heimilinu í tvær vikur. Gullfiskarnir hafa þó alltaf fengið samþykki og hlakka ég til að setja nýja fiskategund í stofudjásnið í ágúst :)



En.... elsku besti pabbi, til hamingju með afmælið í dag :)

Knús og kossar heim á klakann, Valborg Rut.

8 Comments:

  • Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku besta dóttir. Hvað ert þú að "sletta nösum út á flatann" með því að segja að ég sé seinn í heimilisverkunum, nýbúinn að ryksuga alla íbúðina enda eru föstu þurfalingarnir að koma í partý núna á eftir, mamma þín sá að vísu um allt annað.
    Ég er ánægður með hvað þú virðist þekkja mig vel. Kannski færðu lánaðan Landann og einn disk með Queen þegar þú kemur heim þér virðist ekkert leiðast að rúnta um á honum heldur.
    Sé þig eftir 14 daga. Bless litla krútt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:48 f.h.  

  • Hehehe já svona getur verið duglegur þegar föstu þurfalingarnir (þvílíkt orðalag, hehe) mæta á svæðið ;)
    Já það er eins gott að ég fái enn lánaðan bílinn, enda erum við fínustu vinir og ekki er nú leiðinlegt að rúnta á honum heldur ;)
    Bara tvær vikur!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:11 e.h.  

  • Hæ !
    Ég er bara að senda kveðju frá föstum þurfalingi - eða þannig. - Í gær var öðruvísi afmæli - 6 tegundir af ís - mjög rökrétt þar sem afmælisbarnið er "ísdrengur"
    bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:42 f.h.  

  • Hæ !
    Bara að láta þig vita að við erum búnar að skrifa bréf á norsku til Jette og Jens í Lillehammar til að athuga hvort það sé laust herbergi hjá þeim 17.-19. ágúst.
    Vonum að þau svari fljótlega - annars þurfum við að skrifa einhverjum öðrum ;-)
    Med venlige hilsner.
    Helga og mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:32 f.h.  

  • Rosalega eruði efnileg, bréf á norsku! Úffame þó ég geti nú orðið talað smá er ég nú algjörlega óskrifandi! En bíddu, 17. - 19. ágúst, ætluðum við ekki að vera bara eina nótt í Lillehammer og hina í Osló???

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:31 e.h.  

  • ó jú það er víst rétt....frá 17. - 18. ágúst vantar okkur gistingu.
    Kv. mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:34 e.h.  

  • Styttist í heimkomu ekki satt? segðu mér frá því hvernig eða hvort eitthvað plan sé komið á það:)

    By Blogger Sólveig, at 4:55 f.h.  

  • Heyrðu jú komið plan á heimkomu, mæti á klakann sunnudaginn 19. ágúst ;) Annað er nú ekki ákveðið, og hvað þá hvað mig langar að gera eftir að ég kem heim! Þurfum nú að farað heyrast fljótlega :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home