Rúllubaggar :)
Þegar ég lýt út um gluggann sé ég grænt og yndislegt sveitatún. Við enda þess eru rúllubaggar pakkaðir í hvítt plast. Grasið frá fyrsta slætti er komið í rúllur. Frá því ég sá þessa sjón fyrst hefur mig langað mikið að hlaupa niður túnið á tásunum og faðma rúllurnar. Hoppa svo á rúllunum og hlaupa fram og til baka á hvíta plastinu. Það var svo gaman að vera í feluleik í rúllunum þegar maður var lítill í sveitinni. Rúllurnar á teimur til þremur hæðum og það mynduðust litlar rifur á milli þar sem hægt var að fela sig. En maður varð að passa að detta ekki niður í ærslalátunum. En þetta var svo gaman. En ekki mjög vinsæll leikur hjá þeim sem þurfa að gera við götin ef eitthvað raskast. Mikið væri ég til í að gera þetta aftur. Líklega neyðist ég þó til að láta það ógert.
Það þarf líklega ekki að taka það fram að það er ausandi rigning. Maður verður svo tómur í svona veðri. Er virkilega komin með löngun til að skrifa eitthvað gáfulegt. En það kemur bara ekkert þegar veðrið er ekki að gera sig og maður hangir inni mest allan daginn. Talandi um að láta utanað komandi hluti stjórna sér. En svoleiðis er það nú bara. Og líklega er það einfaldlega þannig að hugurinn er virkari á veturnar. Líklega þarf hann líka að fá sumarfrí. Mikið yrði hann allavega þreyttur án þess.
Gerðu þér grein fyrir að ytra líf þitt og lifnaðarhættir eru endurspeglun á innra lífi þínu. Þegar friður er innra með þér geislar þú af friði út á við. Þegar hjarta þitt er barmafullt af kærleika, getur þú ekki komist hjá því að endurspegla og geisla þeim kærleika umhverfist þig. Þú getur ekki falið það sem er djúpt innra með þér því ytra ástand þitt er spegill af innra lífi þínu.
Bestustu kveðjur heim í góða veðrið :)
Valborg Rut
POQbum .com Graphics
Hver veit nema ég yrði svona í ræktinni..... hehe ;)
Það þarf líklega ekki að taka það fram að það er ausandi rigning. Maður verður svo tómur í svona veðri. Er virkilega komin með löngun til að skrifa eitthvað gáfulegt. En það kemur bara ekkert þegar veðrið er ekki að gera sig og maður hangir inni mest allan daginn. Talandi um að láta utanað komandi hluti stjórna sér. En svoleiðis er það nú bara. Og líklega er það einfaldlega þannig að hugurinn er virkari á veturnar. Líklega þarf hann líka að fá sumarfrí. Mikið yrði hann allavega þreyttur án þess.
Gerðu þér grein fyrir að ytra líf þitt og lifnaðarhættir eru endurspeglun á innra lífi þínu. Þegar friður er innra með þér geislar þú af friði út á við. Þegar hjarta þitt er barmafullt af kærleika, getur þú ekki komist hjá því að endurspegla og geisla þeim kærleika umhverfist þig. Þú getur ekki falið það sem er djúpt innra með þér því ytra ástand þitt er spegill af innra lífi þínu.
Bestustu kveðjur heim í góða veðrið :)
Valborg Rut
POQbum .com Graphics
Hver veit nema ég yrði svona í ræktinni..... hehe ;)
2 Comments:
Ég sé þig í anda hlaupandi á tásunum í ausandi rigningu innan um baggarúllurnar og helst á handahlaupi líka.
En hér eru 8° heiðskírt, klukkan er að verða 12 á miðnætti og fjölskyldan þín er stödd uppi á Húsavíkurfjalli í glampandi birtu og fegurð.
Afi var að tala við mömmu þína áðan og þá voru þau að koma úr Ásbyrgi á heimleið.
Stebba labbaði yfir Vaðlaheiði í dag með Hrafnhildi og var alsæl.
Nú er gamlafólkið að fara í háttinn
Knús frá ömmu.
By Nafnlaus, at 4:54 e.h.
Rosalega er þessi fjölskylda mín ferðaglöð, þau eru aldrei á heima! En það er nú svosem fínt að nota fríið sitt vel :)
Verst að ég hef aldrei á ævinni getað farið í handahlaup. Og líklega er ég orðin of gömul til að læra það núna, æ æ, hehe ;)
By Nafnlaus, at 6:17 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home