Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Spáð með stjörnum

Þetta segja stjörnurnar í dag:

Ein stærsta vöggugjöf þín er óbugandi kraftur og léttlynd bjarsýni sem mótar örlög þín án efa alla ævi. Hugaðu vel að jákvæðum eiginleikum þínum. Vald einkennir stjörnu þína á þessum árstíma. En vald er hæfileikinn til að valda breytingum eða hrindra þær. Þú ert fær um að koma í kring miklum breytingum hjá fólki sem þú umgengst og reyndar á öllu sem þú kemst í kynni við. Þú hefur án efa ríka þörf fyrir að vera ein(n) og svo fyrir vald þessa dagana.

Er ekki bara svolítið til í þessu? Eitt sem hefur náð að fanga athygli mína á þessari stjörnuspásíðu þar sem ég kíki á stjörnuspánna mína næstum á hverjum degi að þetta passar stundum óhugnarlega vel. Alltaf er verið að tala um einhvern bilandi dugnað, framkvæmdarsemi eða óbugandi kraft. Hef nú kannski ekki tekið eftir því en jú ætli það sé ekki mikið til í þessu og kannski er ég bara svona afskaplega áhrifamikil. Hehe.

Hér eru nokkrir partar út stjörnuspánni minni síðustu mánuði, safnaði þessu saman þónokkurn tíma til að tékka á niðurstöðum sem gætu verið sameiginlegar.

Þú hefur gáfurnar til að verða það sem þú þráir. Þú ert sjálfstæð/ur mjög og kannt illa við að utanaðkomandi manneskjur reyni að hafa áhrif á framgöngu mála. ...... Styrkur þinn er óbilandi og ekki síður öflugur og þú ert fær í flestan sjó ef þú aðeins leyfir þér að efla tilfinningar þínar og takast á við það sem býr innra með þér og þráir að komast út. ....... þú nýtur þess að fara með völd og ganga þann veg sem þú ein/n velur. Stjarna þín sýnir þig hér þar sem hugarorka þín er mikil og sérhver hugsun þín getur orðið að veruleika en einnig kemur fram að þú ættir að finna metnaði þínum og skipulagsgáfu útrás þessa dagana ...... löghlýðin/n með eindæmum ..... Þú ert fær um að leiðbeina öðrum samkvæmt eigin sannfæringu og kennir náunganum að leita svara við spurningum tilverunnar en átt það til að gleyma að hlusta á eigið hjarta ....... Eiginleikar þínir eru góðir og þú ættir umfram allt að efla þá til góðverka í framtíðinni ....... . Þú getur verið virk/ur og tekið frumkvæði, sagt álit þitt og gefið mikið af þér. Efldu sjálfsmat þitt og nýttu betur kosti þína. ......

Ég get nú varla verið annað en sátt við þessi orð og viðurkenni að ég tek staðfastlega mark á þeim.

En læt þetta nægja í bili og þakka lesturinn ef þið nenntuð að lesa þessa vitleysu ;)

Bestu kveðjur heim á besta landið, í besta bæjinn, besta dalinn og besta staðinn :)

Valborg Rut

4 Comments:

  • Flott stjörnuspá.Reyndu að nýta þér hana og fara eftir henni ef hægt er.
    Engin nennir að bogga nema ég.Veðrið er gott og allir hafa mikið að gera í innistörfum á milli sólbaða .Góða nótt.
    amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:47 e.h.  

  • Jú ég kíki líka í heimsókn.
    En nú erum við að taka okkur til í annað ferðalag og ætlum að fara eitthvert austur. Kannski lendum við bara í Herðubreiðalindum ...hver veit. Komum til baka á laugardag held ég.
    Hafðu það sem allra best.
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:09 f.h.  

  • Þið eruð rosaleg í ferðalögunum, en mig langar nú samt líka í Herðubreiðalindir... man ekki eftir að hafa komið þangað, en verður víst að bíða betri tíma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:41 f.h.  

  • Hæ !
    Ég er ekkert í ferðalögunum. Í dag er ég búin að taka inn heila 10 rabbarbaraleggi og brytja þá smátt og skipta í poka þannig að einn poki passi í pai - sem amma og mamma þín kunna auðvitað að gera. Kannski læri ég það seinna!
    Í dag er uppáhaldsveðrið mitt - skýjað og hiti 19°
    - Ég var að lesa um hvað ferðamenn ættu að skoða í Álasundi - ég verð að lesa það niður í mömmu þína áður en hún fer, svo að þið skoðið eitthvað flott + auðvitað Geirangursfjörðinn.
    Þar er svo brattlent að börnin á einum bænum voru alltaf bundin þegar þau fóru út, svo að þau hröpuðu ekki beint út í sjó - en það býr nú enginn á þeim bæ lengur - beint á móti honum er frægur foss sem heitir Sjö systur - líklega af því að hann fellur í sjó mjóum bunum hlið við hlið. Vonandi sjáið þið þetta allt saman berum augum ;-)
    Bless í bili.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home