Því er lokið.
Öll börn gera fæðingu sína að goðsögn. Það er öllum mönnum sammerkt. Viltu þekkja einhvern? Hjarta hans, huga og sál? Biddu hann að segja þér frá því þegar hann fæddist. Það sem þú færð að heyra verður ekki sannleikurinn, það verður saga. Og ekkert segir eins margt um manninn og sögur. (Vida Winter)
Rétt í þessu var ég að ljúka lestri Þrettándu sögunnar. Hvað getur maður sagt annað en... Vá. Þetta er ótrúleg bók. Bók sem hrífur mann með sér og maður gleymir sér algjörlega. Lifir sig inní bókina og drekkir sér í heimi persónanna. Svo raunverulegt, akkurat eins og ég vil hafa það. Um tíma datt ég reyndar aðeins út svo mikill er söguþráðurinn. Smá stund skildi ég minna en ekki neitt en eftir andartak fékk ég þetta allt til að skiljast. Mikil hugun í þessari bók. Maður getur að minnsta kosti ekki verið sofandi við lesturinn því maður verður að grípa vel við öllu. 423 blaðsíðurnar sem ég hef lesið síðustu daga hafa því allt ekki í sér eftirsjá. Og endirinn. Hann er æðislegur. Ekki upplífgandi, en svo vel skrifaður og framsettur. Eins og bókin í heild reyndar. Frábær bók sem ég vona að sem flestir komi til með að lesa til að njóta þessara æðislegu frásagnarlistar.
Njótið lífsins, munið að allir hlutir hafa tilgang og ekki gleyma því að allir skipta jafn miklu máli.
Bestustu kveðjur af NM..... Valborg Rut
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home