Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Að veikum mætti

Af veikum mætti ég um strengi strýk,
en sterk er óskin mín, og vonin rík.
Að þú komir til mín, að ég finni þig,
að ást þín vilji snerta mig.
Greinaskil
Viltu vekja sönginn minn?
Vefja mér í faðminn þinn?
Því mín nótt er löng og þetta lag er bænin mín.
Viltu snerta andlit mittef ég hvísla nafnið þitt?
Verður þú hjá mér, ef ég er særð og þarfnast þín?
Greinaskil
Ég leita orða þeirra er allt fær tjáð,
sem óska ég um kærleik, frið og náð.
Að þú komir til mín, að ég finni þig,
að ást þín vilji snerta mig.
Textinn er fundinn. Var búin að gleyma því hvað hann er innihaldsríkur og segir í raun mikið. Takk Helga mín ;)
Greinaskil
Ég sat með tölvuna í fanginu, pikkaði hvert orðið á eftir öðru þegar ég stóð upp og náði í nammikassann minn. Settist og lét fara vel um mig, maulaði á súkkulaði og vafraði um netheima. Þangað til eldingu skaut niður í huga mér. Hvað er ég að gera? Ekki neitt. Bara sitja hér og láta mér leiðast og borða nammi í iðjuleysi mínu. Lagði frá mér tölvuna, setti nammið í skápinn og fór fram. Fimmtán gráður úti og pínu rigning. Gekk inní herbergið, fann til passlega ósamstæð íþróttaföt, tók hárið frá andlitinu og fór út. Í öskrandi grænu peysunni minni varð ég skyndilega hrædd. Hvað ef ég vek athyggli arnarins? Gerði allt sem ég gat til að gleyma þessari hugdettu. Staðföst á því að ég ætlaði hér eftir með síma meðferðis. Gekk áfram, hinn eina sanna veg. Upp brekkuna og útaf malbikinu. Hljóp þangað til ég gat ekki meir. Mikið var þetta vont. Ég hélt ég myndi deyja úr þreytu. Fór að Kormeset eins og svo oft áður, gangandi hratt eða skokkandi. Á bakaleiðinni þeyttist ég áfram eins hratt og ég gat þónokkra metra. Orkan var að renna út. Ef ég vildi komast á leiðarenda var mér hollast að ofgera mér ekki. En það er yndislegt að hreyfa sig. Aleinn með sjó, fjöllum, trjám, fuglum og skordýrum. Kvöld í iðjuleysi endaði með krafti og dugnað. Ég hrósa sjálfri mér fyrir stórgott framtak. Ætla mér að setja þennan þátt inní rútínu lífsins.
Greinaskil
Elskið allt og alla og ekki gleyma ykkur sjálfum.....
Greinaskil
Valborg Rut í rigningu í Norge - sem hrósar fyrirsögninni fyrir að virka á ný en greinaskilin hurfu!

7 Comments:

  • Vá maður (kona) ekki er ég svo dugleg að fara út að hlaupa..ekki það að ég hafi margar stundir þar sem ég sit aðgerðarlaus, en jæja...

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:40 f.h.  

  • Þetta kemur allt þegar þú kemur hingað, það sér mann nefnilega enginn þegar maður hleypur og það hefur hvetjandi áhrif! hehehe ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:38 f.h.  

  • já þú þarft sko endilega að fræða mig um þessa leið sem þú ferð ;) kannski maður testi þetta ;) Ætla nú samt ekki að vera of vongóð :P

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:54 e.h.  

  • Valborg mín nú erum við afi og Helga komin heim úr fríinu á Minni Borgum
    allt gekk vel og var gaman en það vantaði fjóra í hópinn þig ,Unni og Siggana tvo.
    Veðrið var yndislega allan tímann,mikið skoðað í héraðinu, og mikið borðað og haft það gott.
    þau sem eftir eru koma heim á morgun . Þá koma þau með bíl sem afi keypti í Rvík Fallega þriggja ára Suzuki grand blá grá að lit.
    Afi tekur við:með besta þakklæti fyrir þinn hluta 'i afmælisgjöfinni sem var myndavel stafræn og flottur steinkarl.
    Amma aftur:Afi var sæll með gjafirnar Á öðru kortinu stóð
    "Sé hjarta þitt trútt og viljirðu vel er veröldin björt og fögur. Okkar bestu hamingjuóskir í tilefni þessa stóra dags,megi sólin skína á alla æfidaga þína.
    þín Gagga Helga Stebba Svava og allar tegundir af öðrum börnum.
    Á hinu stóð Elsku pabbi. Bestu hamingjuóskir með öll 75 árin .Börnin þín öll stór og smá.
    Afi þakkar fyrir afmæliskveðjuna á blogginu.
    Vonandi fer sólin að skína á þig
    líka hafðu það gott
    Amma+afi

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:21 e.h.  

  • Elín: Hehe ég held ég þurfi ekkert að fræða þig... það er bara ein leið!! hehehe. Mæli með þessu, sniðugt í stundum of miklum rólegheitum ;)

    Amma og afi: Frábært að fá svona mikið af fréttum. Til hamingju með nýja bílinn! Vonandi kemst ég með í fjöslkylduferð á næsta ári, vonlaust að allar þessar tegundir af börnum komist aldrei með ;)En það er svona að vera ungur og duglegur! Við erum svo vinnusöm! Bestu kveðjur til ykkar beggja... :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:14 f.h.  

  • Hæ !
    Ég er komin aftur í vinnuna mína smá stund í dag - allt í lagi - bara súld og 10 gráður úti. - Siggi átti líka afmæli 10. júlí eins og Sólveig - við vorum ekki heima - og hann að undirbúa hestamót sem er núna í "Svarfaðardali".
    Rosa flott veður á Suðurlandinu - stundum óþarflega heitt - svona 25 stig - og sól.
    Jæja, bið bara að heilsa þér í bili.
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:44 f.h.  

  • Og á ekki að kíkja í Svarfaðardalinn á hestamótið? Ég gerði góðfúslega tilraun til að senda Sigga sms og óska honum til hamingju með daginn, en tók svo eftir því að það sendist ekki!

    Svo legg ég til að skólastjórinn fari í sumarfrí fljótlega.... ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home