Akureyri
Ég er komin til Akureyrar. Það er skrítið. Veit ekki alveg hvort tilfinningin sé góð eða full af söknuði frá Noregi. Auðvitað er gott að koma heim. En ég á líka heima annarsstaðar. Erfitt að útskýra þetta og kannski erfitt að fatta það líka. En svona er þetta. Ólíkar tilfinningar. Fínt að koma hingað, en langar líka að fara aftur. Á erfitt með að halda aftur af tárunum þegar ég hugsa heim til Noregs. En núna er ég á Íslandi og ætla að reyna að njóta þess. Það tekur bara smá tíma að venjast þessari breytingu.
Ég veit ekki hvað tekur við næstu daga. Ég þarf að taka herbergið mitt algjörlega í gegn. Taka úr skúffum dót sem aldrei er notað. Gefa föt sem aldrei eru notuð. Reyna að koma öllu dótinu mínu fyrir og gera herbergið að heimili. Það er reyndar fínt núna, en dótið mitt fyllir bara stofuna í staðinn. Ferðatöskurnar blýþungar á stofugólfinu, opnar og búið að róta eftir hinum og þessum hlutum. Mín bíður mikið verkefni.
Ég er hálf ringluð á þessu öllu saman. Langar eiginlega bara eitthvað lengst út í sveit þar sem eru ekki þessi læti og hamagangur. Kannski ég ákveði að fara í fjallgöngu á morgun. Hver veit hvar uppátækjasama ég endar. Þarf að passa að gera ekki útaf við foreldrana. Held nú samt að ég verði búin að því áður en langt um líður. Ég á það til að vera atorkusöm manneskja. Vil drífa í hlutunum og finnst minnsta málið að mála smávegis eða þeysast um og koma hlutunum í lag. En stundum þyki ég full fljótlát og fljúgandi hugmyndir skjótast á milli orða.
Eflaust fækkar bloggunum hér eitthvað. Veit þó að hér koma til með að detta inn þónokkrar línur af og til. Gaman að segja frá því að síðan ég fór til Danmergur í september í fyrra og þangað til ég skrifaði lokabloggið frá Noregi lentu hér hvorki meira né minna en 240 blogg! Nokkuð góður árangur finnst mér :)
Læt þetta nóg í bili, hlakka til að sjá ykkur öll....
Valborg
Ég veit ekki hvað tekur við næstu daga. Ég þarf að taka herbergið mitt algjörlega í gegn. Taka úr skúffum dót sem aldrei er notað. Gefa föt sem aldrei eru notuð. Reyna að koma öllu dótinu mínu fyrir og gera herbergið að heimili. Það er reyndar fínt núna, en dótið mitt fyllir bara stofuna í staðinn. Ferðatöskurnar blýþungar á stofugólfinu, opnar og búið að róta eftir hinum og þessum hlutum. Mín bíður mikið verkefni.
Ég er hálf ringluð á þessu öllu saman. Langar eiginlega bara eitthvað lengst út í sveit þar sem eru ekki þessi læti og hamagangur. Kannski ég ákveði að fara í fjallgöngu á morgun. Hver veit hvar uppátækjasama ég endar. Þarf að passa að gera ekki útaf við foreldrana. Held nú samt að ég verði búin að því áður en langt um líður. Ég á það til að vera atorkusöm manneskja. Vil drífa í hlutunum og finnst minnsta málið að mála smávegis eða þeysast um og koma hlutunum í lag. En stundum þyki ég full fljótlát og fljúgandi hugmyndir skjótast á milli orða.
Eflaust fækkar bloggunum hér eitthvað. Veit þó að hér koma til með að detta inn þónokkrar línur af og til. Gaman að segja frá því að síðan ég fór til Danmergur í september í fyrra og þangað til ég skrifaði lokabloggið frá Noregi lentu hér hvorki meira né minna en 240 blogg! Nokkuð góður árangur finnst mér :)
Læt þetta nóg í bili, hlakka til að sjá ykkur öll....
Valborg
5 Comments:
Hæ !
Velkomin heim til okkar - það hefur verið mjög gaman að lesa öll bloggin þín og að fylgjast með þér takast á við eitthvað svona nýtt og spennandi eins og að búa í nýju landi!
Ég hugsa að mér finnist Akureyrar-bloggin ekki jafn spennandi - og þú leggur kannski land - og höf undir fót seinna - og þá verður gaman að fylgjast með því hvað þú upplifir.
en nú er það bara að njóta lífsins í faðmi fjölskyldunnar þangað til þú ákveður næstu skref ;-)
H .
By Nafnlaus, at 3:47 f.h.
VELKOMIN HEIM!:D Hlakka ótrúlega mikið til að sjá þig:) - Láttu mig vita hvenær þú hefur tíma fyrir hitting... gera eitthvað sniðugt:)
By Sólveig, at 6:04 f.h.
Takk takk takk :)
Sólveig: Ég heyri í þér fljótlega! Bara um leið og síminn virkar!
By Nafnlaus, at 3:56 e.h.
Hæ Valborg, eigum við ekki að hittast einhvern tímann? Hvað er síminn hjá þér?
Kveðja Hrefna:)
By Unknown, at 4:17 f.h.
Jú endilega!!! Vá hvað er langt síðan ég hef séð þig, 866-7476, virkar vonandi fljótlega, tíndi íslenska símakortinu en þetta nýja átti að farað virka í gær en virkar ekki enn! Annars reyni ég að grafa upp númerið þitt og bjalla í þig :) Hvenær ferðu út?
By Nafnlaus, at 5:00 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home