Atvinna og húsnæði á silfurfati
Fyrir nokkrum dögum síðan rakst ég á áhugaverða atvinnuauglýsingu í netheimum. Lítill einkarekinn leikskóli með tveimur starfsmönnum vantaði liðsauka. Leikskólinn er í Garðabæ og er rekinn í sérinnréttuðu tvíbílishúsi og er fyrir litla krakka á damömmu aldri. Furðulegt, fannst mér þetta heillandi? Þar sem ég er í raun í atvinnuleit, kannandi hina og þessa möguleika og efast einhverra hluta vegna alltaf um það að ég fái góða og skemmtilega vinnu á Akureyri ákvað ég að senda fyrirspurn um þetta. Byrjaði á að kynna sjálfan mig og segja hvað reynslu ég hafði af vinnu með börnum. Að ég væri eiginlega á leið heim til Akureyrar í haust en væri alveg til í að skoða aðra möguleika ef ég finndi skemmtilega vinnu og góðan stað til að búa á. Hafði þetta ekki margar línur en svo virðist sem þetta hafi hljómað ágætlega.
Ég fékk svo svar til baka þar sem konan sagði að henni litist mjög vel á þetta og langaði mikið til að fá mig í vinnu enda virkaði ég nú frekar aktív og dugleg. Hehe. Mátti endilega koma í viðtal um leið og ég kæmi heim og byrja 1. september ef okkur litist báðum vel á. Einnig gat ég fengið að búa í einu herberginu á leikskólanum. Frítt húsnæði og hefði 90 fm hús út af fyrir mig þegar ekki væru krakkar á staðnum. Þetta fannst mér heillandi. Kona að ráða í vinnu og bíður manni húsnæði þegar maður nefnir að maður þyrfti stað til að búa á. Ég velti þessu mikið fyrir mér. Fram og til baka, aftur á bak og áfram.
Er ég tilbúin til þess vera lengur í burtu frá Akureyri? Langar mig að búa í borginni? Ég ákvað að lokum að mig langaði heim til Akureyrar þó það sé eitthvað við þetta sem togar í mig. Þar sem ég á fjölskyldu og yndislegt herbergi. Mig langar til þess að búa með öllum hlutunum mínum. Öllu fallega dótinu mínu. Mér finnst eins og ég sé skildug til þess að fara heim núna. Hvað myndi Agnar sega ef ég kæmi bara ekkert aftur? Fannst eins og ég væri að bregðast ef ég færi eitthvað annað. Eftir mikla umhugsun vildi ég ekki halda þessari vingarnlegu konu í óvissu ennþá þar sem ég vil að hún fái góða starfsmanneskju á leikskólann sinn. Að lokum sendi ég henni í gærkvöldi að því miður gengi þetta ekki upp. En mér hafi litist mjög vel á þetta og langaði til að koma. En svona er lífið, maður getur ekki gert allt. Vonaði að hún finndi góða stelpu á leikskólann sinn.
Í dag var ég búin að fá meil frá henni. Það var svona: Æjæj!!! Var svo að vona að þú kæmir til okkar, því að það er sko greinilegt að þú hefur mikinn áhuga á börnum og ert örugglega hörkudugleg:o) Við bóndinn vorum einmitt að tala um þig í dag að ef þú hefðir komið þá vorum við að spá í hvort þú hefðir frekar viljað leigja tæplega 30 fm bílskúr á kannski ca. 30.000.-, heldur en vera í einu herberginu, því það getur verið gott að komast út af vinnustaðnum þegar maður er búinn að vinna:o) Annar bílskúrinn hjá okkur er nefnilega innréttaður sem íbúð.
Takk samt innilega fyrir auðsýndan áhuga og gangi þér rosa vel með allt sem þú ferð að gera!!! :o)
Þegar ég las þetta langaði mig eiginlega að snúa ákvörðun minni við, mæta á staðinn og flytja í bílskúrinn. Svona fólk langar mig að vinna fyrir. Þá sem vilja allt gera fyrir þá sem þau þekkja ekki neitt. Þá sem óska manni góðs gengis í öllu sem maður kemur til með að taka sér fyrir hendur. Í rauninni fékk ég á nokkrum dögum spennandi vinnu og húsnæði fært til mín á silfurfati. En ég neitaði. Draumavinnunni. Svolítið mikið líkt mér að vilja vinna á svona litlum stað fyrir litla krakka. Sé ennþá svolíð eftir þessu. Finnst eins og kannski hafi þetta verið mikið tækifæri sem ég var að glata. Kannski var þetta bænasvarið mitt. En ég fór ekki rétt með það. Ég sé eftir því að hafa kastað þessu í burtu og það er mikil löngun eftir þessu starfi. En þegar ólíkar tilfinningar og langanir eiga í hlut, þá verður maður að taka ákvörðun. En svona er lífið. Ef ég flyt suður núna, þá myndi ég kveðja heimili foreldranna alveg. Því ég vil núna búa með öllu dótinu mínu. Það er svo stórt skref. Finnst eins ég ég bergðist, foreldrunum, bræðrunum. Það er eitthvað sem togar í mig. Fjölskyldan sem ég hef ekki búið hjá síðan í maí í fyrra.
Hvað tekur við? Ég vona innilega að ég finni aftur eitthvað sem heillar mig jafn mikið og þetta. Hvers vegna þarf þetta að vera svona erfitt? Hví getur ekki ræst úr þessu og ég fundið eitthvað sem mér líkar á Akureyri? Hvað vill Guð? Hvar er sterka svarið sem ég bíð eftir? Langar mig örugglega heim til Akureyrar? Ég kem alltaf til með að vera Akureyringur og búa þar í framtíðinni. En er ég tilbúin til þess núna?
Mig langar að gera eitthvað gott. Þar sem er tekið eftir starfinu mínu og ég get gefið mikið af mér um leið og ég fæ mikið til baka.
En svona er lífið.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær
hjálp veitt á þessum degi .
Vertu nú yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Góða nótt góða fólk....
Valborg Rut
Ég fékk svo svar til baka þar sem konan sagði að henni litist mjög vel á þetta og langaði mikið til að fá mig í vinnu enda virkaði ég nú frekar aktív og dugleg. Hehe. Mátti endilega koma í viðtal um leið og ég kæmi heim og byrja 1. september ef okkur litist báðum vel á. Einnig gat ég fengið að búa í einu herberginu á leikskólanum. Frítt húsnæði og hefði 90 fm hús út af fyrir mig þegar ekki væru krakkar á staðnum. Þetta fannst mér heillandi. Kona að ráða í vinnu og bíður manni húsnæði þegar maður nefnir að maður þyrfti stað til að búa á. Ég velti þessu mikið fyrir mér. Fram og til baka, aftur á bak og áfram.
Er ég tilbúin til þess vera lengur í burtu frá Akureyri? Langar mig að búa í borginni? Ég ákvað að lokum að mig langaði heim til Akureyrar þó það sé eitthvað við þetta sem togar í mig. Þar sem ég á fjölskyldu og yndislegt herbergi. Mig langar til þess að búa með öllum hlutunum mínum. Öllu fallega dótinu mínu. Mér finnst eins og ég sé skildug til þess að fara heim núna. Hvað myndi Agnar sega ef ég kæmi bara ekkert aftur? Fannst eins og ég væri að bregðast ef ég færi eitthvað annað. Eftir mikla umhugsun vildi ég ekki halda þessari vingarnlegu konu í óvissu ennþá þar sem ég vil að hún fái góða starfsmanneskju á leikskólann sinn. Að lokum sendi ég henni í gærkvöldi að því miður gengi þetta ekki upp. En mér hafi litist mjög vel á þetta og langaði til að koma. En svona er lífið, maður getur ekki gert allt. Vonaði að hún finndi góða stelpu á leikskólann sinn.
Í dag var ég búin að fá meil frá henni. Það var svona: Æjæj!!! Var svo að vona að þú kæmir til okkar, því að það er sko greinilegt að þú hefur mikinn áhuga á börnum og ert örugglega hörkudugleg:o) Við bóndinn vorum einmitt að tala um þig í dag að ef þú hefðir komið þá vorum við að spá í hvort þú hefðir frekar viljað leigja tæplega 30 fm bílskúr á kannski ca. 30.000.-, heldur en vera í einu herberginu, því það getur verið gott að komast út af vinnustaðnum þegar maður er búinn að vinna:o) Annar bílskúrinn hjá okkur er nefnilega innréttaður sem íbúð.
Takk samt innilega fyrir auðsýndan áhuga og gangi þér rosa vel með allt sem þú ferð að gera!!! :o)
Þegar ég las þetta langaði mig eiginlega að snúa ákvörðun minni við, mæta á staðinn og flytja í bílskúrinn. Svona fólk langar mig að vinna fyrir. Þá sem vilja allt gera fyrir þá sem þau þekkja ekki neitt. Þá sem óska manni góðs gengis í öllu sem maður kemur til með að taka sér fyrir hendur. Í rauninni fékk ég á nokkrum dögum spennandi vinnu og húsnæði fært til mín á silfurfati. En ég neitaði. Draumavinnunni. Svolítið mikið líkt mér að vilja vinna á svona litlum stað fyrir litla krakka. Sé ennþá svolíð eftir þessu. Finnst eins og kannski hafi þetta verið mikið tækifæri sem ég var að glata. Kannski var þetta bænasvarið mitt. En ég fór ekki rétt með það. Ég sé eftir því að hafa kastað þessu í burtu og það er mikil löngun eftir þessu starfi. En þegar ólíkar tilfinningar og langanir eiga í hlut, þá verður maður að taka ákvörðun. En svona er lífið. Ef ég flyt suður núna, þá myndi ég kveðja heimili foreldranna alveg. Því ég vil núna búa með öllu dótinu mínu. Það er svo stórt skref. Finnst eins ég ég bergðist, foreldrunum, bræðrunum. Það er eitthvað sem togar í mig. Fjölskyldan sem ég hef ekki búið hjá síðan í maí í fyrra.
Hvað tekur við? Ég vona innilega að ég finni aftur eitthvað sem heillar mig jafn mikið og þetta. Hvers vegna þarf þetta að vera svona erfitt? Hví getur ekki ræst úr þessu og ég fundið eitthvað sem mér líkar á Akureyri? Hvað vill Guð? Hvar er sterka svarið sem ég bíð eftir? Langar mig örugglega heim til Akureyrar? Ég kem alltaf til með að vera Akureyringur og búa þar í framtíðinni. En er ég tilbúin til þess núna?
Mig langar að gera eitthvað gott. Þar sem er tekið eftir starfinu mínu og ég get gefið mikið af mér um leið og ég fæ mikið til baka.
En svona er lífið.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær
hjálp veitt á þessum degi .
Vertu nú yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Góða nótt góða fólk....
Valborg Rut
1 Comments:
Já, - þetta hljómaði nú svolítið spennandi - sérstaklega þetta með bílskúrinn ;-) ----- ég mundi líka eftir að konan með enskuskólann (kvöldskólann) býr líka í Garðabæ - en þú finnur þá bara eitthvað annað ;-)
Nú erum við öll búin að halda með Stian á hestamótinu - og finnst þeir ferlega flottir - best hvað honum finnst vænt um hestinn sinn !!
Hann sagði líka flott lokáorð á mótinu sem er nú ágætt fyrir þig að hafa í huga líka. Hann sagði: "Ég vil segja við alla að þeir eigi að setja sér markmið og gefast aldrei upp". Enda hafði honum víst ekki gengið vel á síðustu tveimur heimsmeistaramótum - en hann sagðist bara halda áfram að vinna og gefast ekki upp fyrr en hann næði árangri.
Nú eru gömlu hjónin lögð af stað í Landrover og gönguskóm með fulla ferðatösku af skyri - og ég keyri piltana í afmæli til Elísu kl. 5.
Bless.
Helga.
By Nafnlaus, at 8:38 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home