Breytingar
Þegar ég loks kom mér í gang í morgun vissi ég ekkert hvað í ósköpunum ég ætti að gera næst. Hér er allt út um allt. Búið er að yfirfara hverja einustu skúffu, hverja einustu hillu og fataskápa í þessu herbergi. En svo skemmtilega vill til að þegar maður er að laga til virðist maður frekar vera að drasla til. Og þannig er það einmitt hér. Allt óþarfa dót og föt sem aldrei er notað er farið úr herberginu, sumt gefið, öðru hent. En svo er sumt sem maður getur ekki látið frá sér en hefur samt ekki stað fyrir. Það ásamt allskyns fleiri hlutum sem á eftir að ganga frá liggur hér á víð og dreif. Tvær mállingarprufur eru komnar á vegginn. Var staðráðin í að mála ólífugrænt eða brúnt. Nú finnst mér báðir litirnir vonlaustir og ætla á morgun að finna eitthvað ljóst með brúnum keim ekki brúnt en ekki hvítt. Gólfið er aðalvandamálið. Þetta hrikalega skemmda parkett verður ekki lengur í þessu herbergi. Verður hent út á næstu dögum. En hvað kemur í þess stað? Ég tékkaði á verði á nýju parketi. Þegar það var komið á litla 12 fermetra herbergið mitt kostaði það 75 þúsund!!! Er ekki allt í lagi?? Þessu tími ég nú alls ekki. Svo jæja, ég ríf bara hitt af og hef það sem er undir. Hvað það er kemur bara í ljós síðar. Ji minn. Ég verð að finna góða lausn á þessu.
Ég hef samt komist að því að það er lítið mál að byrja. Tæta upp úr skúffum og henda og henda. Þegar líða fer á daginn og dagarnir verða orðnir fleiri við sömu seinlegu verkefnin minnkar áhuginn og maður vildi að maður hefði aldrei byrjað. Ég var þetta líka áköf í byrjun, ætlaði bara að drífa í þessu.... en nú sé ég að þetta gerist ekki eins hratt og ég ætlaði mér. Skrítið, ég sem er svona einn tveir og nú manneska. En ég gefst ekki upp. Herbergið verður klárað, 14 dagar til stefnu. Þegar þeim er lokið, þá á ég afmæli. Líklega betra að hafa ekki allt á hvolfi hérna þá. Já ég er alveg að verða gömul. Ég væri til í svona 5 ár 19-20 ára. Þá hefði ég tíma til að leika mér og gera allt annað sem ég vildi áður en ég byrja að eldast meira. En það er líka jákvætt.
En hér væri góður leikur að farað sofa svo ég geti vaknað full af orku í fyrramálið til að drífa í öllu því sem þarf að gera hérna.
Góða nótt fallega fólk.... Valborg Rut
Ég hef samt komist að því að það er lítið mál að byrja. Tæta upp úr skúffum og henda og henda. Þegar líða fer á daginn og dagarnir verða orðnir fleiri við sömu seinlegu verkefnin minnkar áhuginn og maður vildi að maður hefði aldrei byrjað. Ég var þetta líka áköf í byrjun, ætlaði bara að drífa í þessu.... en nú sé ég að þetta gerist ekki eins hratt og ég ætlaði mér. Skrítið, ég sem er svona einn tveir og nú manneska. En ég gefst ekki upp. Herbergið verður klárað, 14 dagar til stefnu. Þegar þeim er lokið, þá á ég afmæli. Líklega betra að hafa ekki allt á hvolfi hérna þá. Já ég er alveg að verða gömul. Ég væri til í svona 5 ár 19-20 ára. Þá hefði ég tíma til að leika mér og gera allt annað sem ég vildi áður en ég byrja að eldast meira. En það er líka jákvætt.
En hér væri góður leikur að farað sofa svo ég geti vaknað full af orku í fyrramálið til að drífa í öllu því sem þarf að gera hérna.
Góða nótt fallega fólk.... Valborg Rut
2 Comments:
Hæ hæ Valborg
Velkomin heim til Akureyrar. Alltaf sami krafturinn í þér. Vona að þú finnir góða lausn á gólfefninu, þetta er svakalegt verð fyrir parket á svona lítinn flöt! Á ekki einhver afgang sem þú getur fengið fyrir lítið?
Hafðu það gott!
Bestu kveðjur af brekkunni
Arna
By Nafnlaus, at 12:03 e.h.
Takk takk :) Held ég sé búin að finna lausn á vandanum, líklega verð ég að sætta mig við plastparket þangað til ég verð rík ;)
Sé ykkur vonandi flótlega :)
By Nafnlaus, at 4:25 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home