Úff
Hvað er að frétta úr sveitinni? Ja ætli það sé ekki ælupesti sem hæst ber að nefna. Sem betur fer hef ég sloppið enn og vona svo innilega að ég fái þetta ekki! Við Leona Dís vöktum semsagt í nánast alla nótt, hún ælandi og ég í því að þrífa, baða, skipta á rúmum og reyna að sofa smá á milli athafna. Fórum svo niður hálf sex í morgun og þar hélt gamanið áfram. Ég á heiður skilið fyrir þennan sólarhring enda búið að vera brjálað að gera. Og ég afar stolt af mér að vera ekki búin að æla sjálf ennþá eftir að hafa þurft að þrífa þetta allt saman. Verst fannst mér þegar ég var að setja öll ælufötin, 5 náttföt, endalaust magn af rúmfötum, sængum og koddum og endalausar tuskur og handklæði í þvottavélina. Er þó ekki búin að ná að þvo þetta allt svo forstofugólfið er vel sett stútfullt af þvotti. Já vonum að það komi ekki margir í heimsókn. Líklega ekki hætta á því, hver vill svosem mæta þegar hann gæti farið heim veikur? Ja ekki myndi ég bjóða mig fram. En við lifum og það er að rætast úr deginu, litla skvísin að hressast og Fredrik fékk að fara til frænku sinnar að leika sér í allan dag sem var frábært. Já lífið er svo sannarlega yndislegt. Hehe.
Á mánudaginn koma mamma og pabbi. Skrítið að það sé alltí einu svona stutt þangað til. Er held ég ekki alveg að ná því ennþá. Á sunnudaginn eftir viku verð ég á Íslandi. Ævintýrinu er að ljúka. Starfi mínu sem au-pair stelpa ásamt því að vera húsmóðir og mamma í forföllum er að ljúka. Það er alveg stórskrítið. Hvað tekur við? Jú, eitt er víst að það verður Ísland í bili allavega. Vonast til að geta verið í fríi í nokkra daga, andað án hindrana að mér norðlenska loftinu og notið þess að vera til. Svo hefst atvinnuleitin. En ég er komin með ógeð af þeirri hugsun. Fleiri fréttir síðar, þvottavélin bíður fyrir myrkur því þá þori ég ekki út.... ;)
Hafið það gott, vonandi laus við veikindi og ælupesti....
Valborg Rut á Íslandi eftir alltof fáa daga.
Á mánudaginn koma mamma og pabbi. Skrítið að það sé alltí einu svona stutt þangað til. Er held ég ekki alveg að ná því ennþá. Á sunnudaginn eftir viku verð ég á Íslandi. Ævintýrinu er að ljúka. Starfi mínu sem au-pair stelpa ásamt því að vera húsmóðir og mamma í forföllum er að ljúka. Það er alveg stórskrítið. Hvað tekur við? Jú, eitt er víst að það verður Ísland í bili allavega. Vonast til að geta verið í fríi í nokkra daga, andað án hindrana að mér norðlenska loftinu og notið þess að vera til. Svo hefst atvinnuleitin. En ég er komin með ógeð af þeirri hugsun. Fleiri fréttir síðar, þvottavélin bíður fyrir myrkur því þá þori ég ekki út.... ;)
Hafið það gott, vonandi laus við veikindi og ælupesti....
Valborg Rut á Íslandi eftir alltof fáa daga.
3 Comments:
Hvað sem þér finnst þá er nú gaman að fá þig til landsins ;)
By Nafnlaus, at 4:29 e.h.
Æ takk fyrir það ;)
By Nafnlaus, at 1:59 f.h.
Gott að vera búin með ælupestina hjá Leónu.Við sáum Stian og Jarl í sjónvarpinu. Hlökkum til að sjá þig.
*****amma
By Nafnlaus, at 5:34 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home