Fíflin í Fíflabæ
Leiðin liggur í dalinn góða. Svarfaðardalurinn bíður mín, laugaselið okkar og hestarnir. Hluta af deginum mun ég eyða á einum af mínum uppáhaldsstöðum. Þangað til elsku besta Helga mín kemur í bæjinn. Þá mun ég snúa til Akureyrar og knúsa hana að mér. Þykir mér ekki ólíktlegt að sest verði að í Sunnuhlíðinni þá daga, þar sem einu sinni var sameiginlegt "heimili" okkar. Já ómældum mínóntum, klukkutímum og dögum höfum við eytt á þeim góða stað.
Þetta eru síðustu frídagarnir mínir. Á miðvikudaginn kem ég til með að byrja í nýju vinnunni minni. Hlakka mikið til að byrja á Hólmasól og kynnast stefnu hjallaleikskólanna. Full af bjartsýni tekst ég á við ný verkefni og ætla mér að standa mig vel.
Akureyrarvaka var í gær. Mér leist stór vel á að breyta Akureyrarbæ í Fíflabæ. Já því ekki það. Þetta skemmtiatriði var stórkostlegt og þvílíkt hugmyndaflug. Keyrandi bátur, furðufugl sem tilkynnti að bæjarstjórnin hafi sagt af sér og hann yrði hinn nýji bæjarstjóri. Breytti merki bæjarins, hinum fúla og grimmdarlega erni í blómlega fífla. Já fíflin í Fíflabæ myndu nú nokkuð standa undir nafni, eða hvað? Fljúgandi hjólhýsi með konu með þrifnaðaræði innanborðs, æðisleg flugeldasýning og meira til. Ég missti af ómenningu unga fólksins þar sem ég ákvað að vera gömul og halda heim á leið með eldra fólkinu. Ágætt það.
Foreldar mínir eiga 18 ára brúðkaupsafmæli í dag. Vá, 18 ár! Lætur þetta í ljós að þau séu að verða gömul? Eða segir kannski að þau voru alls ekki svo gömul þegar þau giftu sig. Aðeins tvö ár í 20 árin. Frábært, en vá hvað tíminn virðist líða hratt. Reyndar man ég lítið eftir brúðkaupinu þeirra en var nú lítil stelpuskotta að trítla þarna í kringum þau í bleika kjólnum mínum á þessum degi. Fyrir nokkrum árum mátaði ég brúðarkjól móður minnar (þegar ég var með sítt hár, fyrir fermingu) og viti menn hann var bara rétt aðeins of stór. Líklega smellpassar hann núna, væri gaman að tékka á þessu uppá gamanið. En ég get nú samt þrátt fyrir allt fullyrt það að í þessum kjól gifti ég mig ekki. Þó hann þyki mjög flottur, eða hafi þótt og verið nýjasta tíska á þessum tíma er þetta ekki alveg ég. En gaman að vita af honum hérna uppí skáp ;) hehe.
En nú þarf ég að grípa til hestafötin og þjóta í dalinn......
Hafið það gott um víða veröld, njótið þess að vera til og passið uppá ykkur sjálf.....
Valborg Rut
Þetta eru síðustu frídagarnir mínir. Á miðvikudaginn kem ég til með að byrja í nýju vinnunni minni. Hlakka mikið til að byrja á Hólmasól og kynnast stefnu hjallaleikskólanna. Full af bjartsýni tekst ég á við ný verkefni og ætla mér að standa mig vel.
Akureyrarvaka var í gær. Mér leist stór vel á að breyta Akureyrarbæ í Fíflabæ. Já því ekki það. Þetta skemmtiatriði var stórkostlegt og þvílíkt hugmyndaflug. Keyrandi bátur, furðufugl sem tilkynnti að bæjarstjórnin hafi sagt af sér og hann yrði hinn nýji bæjarstjóri. Breytti merki bæjarins, hinum fúla og grimmdarlega erni í blómlega fífla. Já fíflin í Fíflabæ myndu nú nokkuð standa undir nafni, eða hvað? Fljúgandi hjólhýsi með konu með þrifnaðaræði innanborðs, æðisleg flugeldasýning og meira til. Ég missti af ómenningu unga fólksins þar sem ég ákvað að vera gömul og halda heim á leið með eldra fólkinu. Ágætt það.
Foreldar mínir eiga 18 ára brúðkaupsafmæli í dag. Vá, 18 ár! Lætur þetta í ljós að þau séu að verða gömul? Eða segir kannski að þau voru alls ekki svo gömul þegar þau giftu sig. Aðeins tvö ár í 20 árin. Frábært, en vá hvað tíminn virðist líða hratt. Reyndar man ég lítið eftir brúðkaupinu þeirra en var nú lítil stelpuskotta að trítla þarna í kringum þau í bleika kjólnum mínum á þessum degi. Fyrir nokkrum árum mátaði ég brúðarkjól móður minnar (þegar ég var með sítt hár, fyrir fermingu) og viti menn hann var bara rétt aðeins of stór. Líklega smellpassar hann núna, væri gaman að tékka á þessu uppá gamanið. En ég get nú samt þrátt fyrir allt fullyrt það að í þessum kjól gifti ég mig ekki. Þó hann þyki mjög flottur, eða hafi þótt og verið nýjasta tíska á þessum tíma er þetta ekki alveg ég. En gaman að vita af honum hérna uppí skáp ;) hehe.
En nú þarf ég að grípa til hestafötin og þjóta í dalinn......
Hafið það gott um víða veröld, njótið þess að vera til og passið uppá ykkur sjálf.....
Valborg Rut
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home