Góðan daginn!
Hinar einu sönnu "við" settumst að á gamla "heimilinu" okkar tvo daga. Ljúft var að setjast að í sunnuhlíðinni aftur og vorum við fljótar að leggja undir okkur hlíðina og láta fara vel um okkur. Góðir dagar með góðum og skemmtilegum uppátækjum. Í gær var síðasti frídagurinn minn. Við skvísurnar vöknuðum hressar og kátar, fluttum útúr sunnuhlíðinni og héldum á vit nýrra ávintýra. Mývatnssveitin var skoðuð, gengið um í Dimmuborgum og við Höfða og verið til í frábæru veðri. Ekki gátum við látið jarðböðin fram hjá okkur fara og sulluðum þar í dágóðan tíma, söfnuðum nýjum freknum og flatmöguðum í sólinni. Nú er Helga strokin af norðurlandinu enn og aftur.
Í dag var fyrsti vinnudagurinn minn á Hólmasól. Lýst mjög vel á svona við fyrstu kynni og fá þau stóran plús fyrir góðar móttökur á nýju fólki. Það er alltaf líf og fjör á leikskólunum svo engum ætti að leiðast. Verður gaman að komast betur inní þetta og kynnast krökkunum og fólkinu betur.
En nú þarf ég að þjóta..... mætingarskylda í afmæli kallar.... ;)
Valborg Rut
4 Comments:
Er eitthvert commentaleysi í gangi ...nú þegar þú ert flutt heim..... Það má nú ekki gerast...
Prinsessan er komin heim og flutt inn í herbergið sitt sem er orðið alveg þrusu flott :-)
Gott að fá þig heim aftur.
Höldum áfram að commenta gott fólk....svo að stelpan haldi áfram að blogga okkur til ánægju !!
By Nafnlaus, at 2:14 f.h.
Hehe já mér sýnist era eitthvað kommentaleysi í gangi, það þýðir nú ekki því þát hætti ég nú alveg að skrifa hér!
Já prinsessan er víst flutt aftur inn í herbergið, þó eigi nú eftir að fínisera það annsi mikið ;)
By Nafnlaus, at 5:32 f.h.
Úff, ég veit upp á mig sökina varðandi kommentin. Ég hef bara ekki ennþá komið mér í sama gírinn eftir sumarið. Svo er ég alveg á haus núna við að pakka. Það skiptir ekki máli hvað ég fylli marga kassa það virðist alltaf jafn mikið eftir. Hvernig í ósköpunum fer maður að því að sanka að sér svona miklu drasli? Manneskja með söfnunaráráttu er ekki best til þess fallin að flytja. En jæja, ég er með bók sem þú átt og við verðum að hittast í dag ef við ætlum eitthvað að ná saman áður en ég fer.
By Unknown, at 9:04 f.h.
Úff ég veit ekki hvernig maður fer að því að safna svona brjáluðu magni af drasli og alls konar dóti, en það góða er að maður virðist alltaf komast í gegnum hrúgurnar á endanum.
Ég verð að reyna að hitta á þig. Skrítið, nú er ég að verða ein eftir á Akureyri!! Loksins þegar ég flyt heim!
By Nafnlaus, at 2:14 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home