Ágúst!
Við erum að tala um að það er kominn ágúst. Ótrúlegt. Vá hvað þetta ár er að fljúga áfram á mettíma. Rosalega líður þetta hratt. Og ég er bara rétt að fatta að í þessum mánuði flyt ég til Íslands. Og ég er líka búin að taka eftir því að ég segji að ég sé að flytja aftur til Íslands en ekki að ég sé að flytja heim. Því í raun finnst mér ég alveg eins mikið eiga heima hér þó svo að auðvitað þekki ég fleiri heima og eigi nú allt dótið mitt og fjölskyldu þar. En svona er þetta skrítið.
Leona Dís er sérstaklega mikill fluguaðdáandi. Þegar fluga sést á borðinu eða einhvernsstaðar kjurr er hlaupið af stað í von um að fanga dýrið. Þegar verið er að borða er svo skyndilega ekki tími til þess lengur..... það er fluga... enn skemmtilegt! En það segir sig líklega sjálft að henni hefur ekki enn tekist að fanga flugu. Jafnvel þó svo að hún sé líka búin að æfa taktana með flugnaspaðann.
Ég er ekki alveg sammála henni með flugurnar. Ég verð eiginlega bara mjög pirruð á þeim því maður má vart setjast niður þá eru þær komnar og vilja vera með. Inni sem úti. Uppáþrengjandi þessi furðuverk. Setjast bara á mann án leyfis eða suða við andlitið á manni, það verður ekki langt þangað til ég verð orðin ansi góð með flugnaspaðann.
Það kom pínu blár himinn í dag. Jibbý!!!! Loksins!!!! Enda hélt ég uppá daginn og var ekki lengi að koma okkur skvísunum út í gönguferð til Vågstranda (8 km). Þýðir nú lítið annað en að byrja af hörku þegar heilsan er loksins komin í lag. (7, 9, 13) Og nú er ég næstum friðlaus því mig langar svo út að hlaupa. En ætli ég yrði ekki talin frekar biluð þá. En ég er náttúrlega pínu biluð fyrir svo það er kannski ekkert mál að fara nokkra kílómetra í viðbót :)
Stian er lagður af stað í langt ferðalag. Já heimsmeistaramótið er handan við hornið og hann er lagður af stað keyrandi til Hollands. Agnes og Ísak fara svo á laugardaginn og verða 10 daga. Hver veit nema við fáum endurnýjaða heimsmeistara til baka ;)
Eftir 12 daga koma mamma og pabbi til Noregs. Áætla að sækja prinsessuna þar sem hún hefur safnaða að sér svo miklu dóti að hún myndi eflaust aldrei komast heim með allt ein. Og svo er nú ekki leiðinlegt fyrir þau að kynnast landinu mínu og heimili síðustu sjö mánuðina. Þau koma hingað og verða í nokkra daga, svo keyrum við til Lillehammer og verðum þar eina nótt og svo til Osló ein nótt áður en við komum á klakann. Stefnan er svo að fara til Hadeland í glerverksmiðju og hlakka ég mikið til að þyngja töskuna aðeins þar. Eflaust á ég eftir að draga foreldrana í nokkrar búðir í Osló auk fleiri "túrista"staða sem á eftir að kíkja á.
Í fréttum er ekki meira að sinni.....
Valborg Rut sveitaprinsessa.
Leona Dís er sérstaklega mikill fluguaðdáandi. Þegar fluga sést á borðinu eða einhvernsstaðar kjurr er hlaupið af stað í von um að fanga dýrið. Þegar verið er að borða er svo skyndilega ekki tími til þess lengur..... það er fluga... enn skemmtilegt! En það segir sig líklega sjálft að henni hefur ekki enn tekist að fanga flugu. Jafnvel þó svo að hún sé líka búin að æfa taktana með flugnaspaðann.
Ég er ekki alveg sammála henni með flugurnar. Ég verð eiginlega bara mjög pirruð á þeim því maður má vart setjast niður þá eru þær komnar og vilja vera með. Inni sem úti. Uppáþrengjandi þessi furðuverk. Setjast bara á mann án leyfis eða suða við andlitið á manni, það verður ekki langt þangað til ég verð orðin ansi góð með flugnaspaðann.
Það kom pínu blár himinn í dag. Jibbý!!!! Loksins!!!! Enda hélt ég uppá daginn og var ekki lengi að koma okkur skvísunum út í gönguferð til Vågstranda (8 km). Þýðir nú lítið annað en að byrja af hörku þegar heilsan er loksins komin í lag. (7, 9, 13) Og nú er ég næstum friðlaus því mig langar svo út að hlaupa. En ætli ég yrði ekki talin frekar biluð þá. En ég er náttúrlega pínu biluð fyrir svo það er kannski ekkert mál að fara nokkra kílómetra í viðbót :)
Stian er lagður af stað í langt ferðalag. Já heimsmeistaramótið er handan við hornið og hann er lagður af stað keyrandi til Hollands. Agnes og Ísak fara svo á laugardaginn og verða 10 daga. Hver veit nema við fáum endurnýjaða heimsmeistara til baka ;)
Eftir 12 daga koma mamma og pabbi til Noregs. Áætla að sækja prinsessuna þar sem hún hefur safnaða að sér svo miklu dóti að hún myndi eflaust aldrei komast heim með allt ein. Og svo er nú ekki leiðinlegt fyrir þau að kynnast landinu mínu og heimili síðustu sjö mánuðina. Þau koma hingað og verða í nokkra daga, svo keyrum við til Lillehammer og verðum þar eina nótt og svo til Osló ein nótt áður en við komum á klakann. Stefnan er svo að fara til Hadeland í glerverksmiðju og hlakka ég mikið til að þyngja töskuna aðeins þar. Eflaust á ég eftir að draga foreldrana í nokkrar búðir í Osló auk fleiri "túrista"staða sem á eftir að kíkja á.
Í fréttum er ekki meira að sinni.....
Valborg Rut sveitaprinsessa.
4 Comments:
Hæ !
Það er sko satt að þetta ár er búið að vera ótrúlega fljótt að líða. ....ég skil eiginilgega bara ekki að ´þú sért strax að koma heim aftur....finnst þú líklega bara eiga orðið heima þarna í sveitinni í Noregi. Ég hlakka til að koma og sjá hvar þú hefur alið manninn þennan tíma ;-)
Mammsa.
By Nafnlaus, at 12:29 e.h.
Mér finnst stundum líka að þú skrifir þannig að þú eigir þitt heimili þarna í Noregi en það er af því að þér líður vel þarna hjá fólkinu þínu í sveitinni.
Kanski hefurðu samband við þau um ókomin ár.
HÉR ER NÚ KALT OG RIGNING OG aumingja Stebba er í gönguferðinni á Austfjörðum í grenjandi rigningu og roki svo að áætlunin stenst ekki alveg.
Við hlökkum til að sjá þig eftir 19 daga ;-) ha ha ég gat búið til broskarl .
Knús og góða nótt frá
ömmu og afa.
By Nafnlaus, at 3:54 e.h.
Hæ !
póstur frá aðstoðarmanni Noregsferðar. Nú erum við búin að ganga frá báðum gistingunum - fyrst í sveitahótelinu og svo steinhættum við við að búa á einhverju gistiheimili nær flugvellinum og færðum okkur á flottasta hótelið í miðborginni !!!!
Gettu hvaða hótel það er ?
bless.
Helga.
By Nafnlaus, at 4:24 e.h.
Ánægð með þá ákvörðun að vera frekar í miðbænum í Osló :) Ja fyrsta sem mér dettur í hug er Bondeheimen en annars er sas glerhótelið ógeðlsega flott! hehe. Nei ji ég veit ekki hvað ykkur hefur dottið í hug.
Amma greinilega orðin rosa klár að geta gert svona kall!!
Mamma það er eins gott að þú viljir fá mig aftur... hehe ;)
By Nafnlaus, at 2:30 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home