Heimsmeistarar :-)
Það var mikil gleði á meðal Hjelvikabúa í dag þegar Stian og Jarl urðu heimsmeistarar bæði í tölti og fjórgangi. Vitanlega eru allir í skýjunum, bæði í Hollandi og hér í Jakobsgarden. Þetta er náttúrlega alveg frábært og hefði ekki getað gengið betur :) Já í dag er maður nú bara stolur að vera agnarlítill norðmaður í sér, hvað þá á heimili heimsmeistara. Í morgun horfðum ég með krökkunum á fjórganginn síðan í gær og fannst þeim nú hálf skrítið að sjá mömmu, pabba og Jarl þarna á tölvuskjánum. Viðtal við pabba og allt og horfðum við á þetta mörgum sinnum. Í dag var ég langt frá því að vera sátt við ruv.is því allt beint íslenskt efni á nú að vera sýnt beint út á netinu. Þetta var sýnt beint í sjónvarpið, en kommon, hefði ekki verið hægt að gleðja okkur hér í útlöndum og senda þetta út á netinu líka. Ekki að þeim hefði munað eitthvað um þá vinnu. En engu að síður, við fyldumst með úr fjarska, lágum á netinu í leit að nýjustu myndunum, fengum fullt af símtölum frá Íslandi þar sem fjölskyldan mín fylgdist spennt með og heyrum við smá beint í gegnum símann til Hollands. En nú hlökkum við bara til að fá fjölskylduna heim og óska þeim enn og aftur til hamingju með titilinn :)
Mamma og pabbi eru lögð af stað í hið langa ferðalag. Með fulla tösku af skyri og sviðasultu. Já, þetta var efst á óskalista íslendinganna í Noregi. Hlakka mikið til að sjá þau á morgun og vona bara að þau finni litla sveitahúsið mitt eftir að hafa keyrt allaleið frá Osló. Líklega ætti ég að byrja að pakka. Í það minnsta ná í ferðatöskurnar mínar og tékka á því hversu miklu ég komi ofaní þær. Líklega ekki nema helmingnum. Svo mikið af dóti sem ég einhverra hluta á hérna. Hef aldrei verið svona sein að byrja að pakka þegar um flutninga er að ræða. En mér finnst bara svo skrítið að ég sé að flytja héðan. Er strax farin að sakna þeirra og kvíða deginum sem ég þarf að kveðja alla hér. En þetta er ekki alveg búið enn, við höfum ennþá fimm daga. Þá förum ég og foreldrarnir til Lillehammer þar sem við ætlum að vera fram á laugardagsmorgun. Þá verður stefnan sett á Hadeland þar sem eru glerverksmiðjur. Já mig hlakkar mikið til að komast þangað og eyða nokkrum krónum um leið og ég þyngi ferðatöskurnar enn meira. Svo verður það Osló, eflaust einhverjir þekktir ferðamannastaðir, en vitanlega ætlar prinsessan að draga foreldrana í nokkrar búðir eða svo. Enda á ég náttúrlega ekki neitt ;) Án djóks þá gæti ég skilið eftir nánast öll fötin mín hérna ef ég myndi tíma því. Flest hafa þau ekki verið notuð í marga mánuði. Skrítið. En svona er lífið :)
Bestu kveðjur til ykkar allra úr Jakobsgarden.....
Valborg Rut
3 Comments:
Já - við urðum líka allt í einu meiri Norðmenn en Íslendingar fyrir framan sjónvarpið þessa daga - sögðum bara "Heja Norge" og "Áfram Stian"
já - ég trúi að þú sért farin að kvíða smá fyrir að kveðja alla - það er ekki skemmtilegt - en vonandi getur þú haldið tengslum við gott fólk áfram !
Bless
H.
By Nafnlaus, at 1:38 e.h.
Já Stian og Jarl áttu þessa titla svo sannarlega skilið...enda búnir að vera svo nálægt titlinum í fjórgangi síðustu tvö mót að það er nætsum því sorglegt...en þeir eru búnir að vinna fyrir þessu :) Fyndið samt hvað íslendingar voru fjótir að eigna sér Stian þegar hann var búin að vinna..hehe Samúel Örn eða Hulda, man ekki hvor sagði: ,,já við eigum nú svolítið í þessum dreng, hann var jú á Íslandi og talar meira að segja fínustu íslensku" hehe
By Nafnlaus, at 4:18 e.h.
Hehehe já auðvitað vilja allir eigna sér smá, meira að segja fólk í öðrum löndum ;)
By Nafnlaus, at 12:25 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home