Kærleikur er lykill lífsins
Hugsun er miklu sterkari krafur en þú gerir þér grein fyrir. Rektu því allar neikvæðar hugsanir á brott en gefðu jákvæðum, kærleiksríkum og skapandi hugsunum þínum kraft. Sjáðu alltaf björtu hliðina á lífinu. Því meira sem þú geilsar af gleði og kærleika, því meiri gelði og kærleika laðar þú að þér. Elskaðu alla í kringum þig og þú munt finna að allir bregðast vel við kærleika að lokum.
Kærleikur er lykill lífsins.
Við eigum það til að sökkva í neikvæðnina. Að finnast kannski allt svo tilgangslaust og eins og við séum í raun ekki neitt. En þannig er það auðvitað ekki. En það er þá sem við gleymum að líta á jákvæðu hliðarnar. Ég held að sama hversu slæmt eða neikvætt eitthvað er þá séu samt til jákvæðar hliðar á því líka. Því hvaða erfiðleika sem við göngum í gegnum held ég að við komum út úr þeim sem sterkari og mótaðri persónur. Það er jákvætt. Jákvættað geta nýtt erfiðleikana til góðs.
Kærleikur er eitthvað sem við getum ekki snert. En líklega búum við öll svo vel að eiga hann innra með okkur. Og við erum svo heppin að við getum gefið af honum til annarra, og aðrir geta gefið okkur til baka. Við þurfum ekki að rétta út hendina og segja: Hérna, ég gef þér hnefafylli af kærleika. Þetta er eitthvað sem við smitum út frá okkur, stundum ómeðvitað. Það er gaman að tala við fólk sem er fullt af gleði og kærleikaog þeim líður vel ef þeir geta gefið með sér af þessum góðu eiginleikum.
Höfum þetta að leiðarljósi. Smitum frá okkur kærleika, byggjum með okkur gleði og sjáum það jákvæða við allt og alla.
Án þess að vita hvert ég stefni, á hvað eða hvernig, þá stefni ég hátt.
Knús úr sveitinni, Valborg Rut.
Kærleikur er lykill lífsins.
Við eigum það til að sökkva í neikvæðnina. Að finnast kannski allt svo tilgangslaust og eins og við séum í raun ekki neitt. En þannig er það auðvitað ekki. En það er þá sem við gleymum að líta á jákvæðu hliðarnar. Ég held að sama hversu slæmt eða neikvætt eitthvað er þá séu samt til jákvæðar hliðar á því líka. Því hvaða erfiðleika sem við göngum í gegnum held ég að við komum út úr þeim sem sterkari og mótaðri persónur. Það er jákvætt. Jákvættað geta nýtt erfiðleikana til góðs.
Kærleikur er eitthvað sem við getum ekki snert. En líklega búum við öll svo vel að eiga hann innra með okkur. Og við erum svo heppin að við getum gefið af honum til annarra, og aðrir geta gefið okkur til baka. Við þurfum ekki að rétta út hendina og segja: Hérna, ég gef þér hnefafylli af kærleika. Þetta er eitthvað sem við smitum út frá okkur, stundum ómeðvitað. Það er gaman að tala við fólk sem er fullt af gleði og kærleikaog þeim líður vel ef þeir geta gefið með sér af þessum góðu eiginleikum.
Höfum þetta að leiðarljósi. Smitum frá okkur kærleika, byggjum með okkur gleði og sjáum það jákvæða við allt og alla.
Án þess að vita hvert ég stefni, á hvað eða hvernig, þá stefni ég hátt.
Knús úr sveitinni, Valborg Rut.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home