Leiðarlok
Herbergið mitt er afskaplega tómlegt. Fjölskyldumyndirnar eru farnar af veggjunum og fataskáparnir eru tómir. Fallegu hlutirnir mínir eru vel pakkaðir ofan í tösku og pabbi ber dótið mitt í bílinn.
Ég er á förum frá Vågstranda. Það er skrítin tilfinning. Ég er er í raun ekki búin að fatta ennþá að ég sé að fara. Þetta leið alltof hratt. Það er komið að kveðjustund og líklega finnst okkur öllum það jafn skrítið. Þau eru vön að hafa mig á heimilinu og ég er vön því að búa hér með þeim í sveitinni. Ég á eftir að sakna þeirra alla mikið. Helst vildi ég að ég gæti haft þau öll með mér. En við hittumst á Íslandi eða í Noregi áður en langt um líður. Að koma til Noregs verður alltaf eins og að koma heim.
Í lífinu kynnumst við ógrinni af fólki. Sumir stoppa lengur við en aðrir. Sumir koma en eru farnir jafn skjótt aftur. Öðrum kynnist maður betur og þeir skilja eftir sig spor í hjarta manns.
Lífinu er skipt í ótal kafla. Í dag líkur einum þeirra. Ég flyt heim til Íslands og hef nýjan kafla af lífinu. Tekst glöð á við ný verkefni og hlakka til að sjá hvað mætir mér. Sumir kaflar eru svo góðir að maður vill helst ekki að þeir endi. En þeir gera það samt. Allt endar einhverntíman.
Ég kveð glöð og ánægð sveitina og fólkið í Jakobsgarden. Hlakka til að koma heim og takast á við ný verkefni.
Bestu kveðjur í síðasta sinn í bili frá Hjelvik.....
Valborg Rut
Ég er á förum frá Vågstranda. Það er skrítin tilfinning. Ég er er í raun ekki búin að fatta ennþá að ég sé að fara. Þetta leið alltof hratt. Það er komið að kveðjustund og líklega finnst okkur öllum það jafn skrítið. Þau eru vön að hafa mig á heimilinu og ég er vön því að búa hér með þeim í sveitinni. Ég á eftir að sakna þeirra alla mikið. Helst vildi ég að ég gæti haft þau öll með mér. En við hittumst á Íslandi eða í Noregi áður en langt um líður. Að koma til Noregs verður alltaf eins og að koma heim.
Í lífinu kynnumst við ógrinni af fólki. Sumir stoppa lengur við en aðrir. Sumir koma en eru farnir jafn skjótt aftur. Öðrum kynnist maður betur og þeir skilja eftir sig spor í hjarta manns.
Lífinu er skipt í ótal kafla. Í dag líkur einum þeirra. Ég flyt heim til Íslands og hef nýjan kafla af lífinu. Tekst glöð á við ný verkefni og hlakka til að sjá hvað mætir mér. Sumir kaflar eru svo góðir að maður vill helst ekki að þeir endi. En þeir gera það samt. Allt endar einhverntíman.
Ég kveð glöð og ánægð sveitina og fólkið í Jakobsgarden. Hlakka til að koma heim og takast á við ný verkefni.
Bestu kveðjur í síðasta sinn í bili frá Hjelvik.....
Valborg Rut
1 Comments:
Velkomin heim til Íslands.
Hlökkum til að sjá þig.
Knús frá afa og ömmu
By Nafnlaus, at 7:21 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home