Lífið í dag
Í dag hefjast dagar mínir tíu þar sem ég gegni öllum hlutverkum á heimilinu nema því að vera barn. Nú er meiri hluti fjölskyldunnar í Hollandi eða á leiðinni til Hollands. Þar verður nýr heimsmeistari krýndur eða endurkrýndur sem við vonum náttúrlega! En við erum hér heima í fullu stuði og fengum þær fréttir í dag að það er spáð hitabylgju! Jibbý!! Nóg komið af kulda í bili!
Fredrik pælir mikið í því þessa dagana hvað klukkan sé og spyr stundum oft á hverjum 5 mínótum. Það skrítna er að hann tengir klukkuna alltaf við peninga. Svona samtal var mjög oft í dag: F: Hvað er klukkan? V: Hún er hálf þrjú. F: Vá! Það kostar mikla peninga!! Hehe svona er hann mikið krútt. Ég var þó að reyna að útskýra að það væri lítið sem ekkert samhengi á milli klukku og peninga. En hann stóð eins og svo oft áður fastur á sínu og klukkan kostar semst ennþá peninga.
Það var pitsa í kvöldmatinn. Þið getið séð fyrir ykkur litla skottið mitt sem oftast er mjög sjálfstæð. Öll út í rauðri pitsusósu og ekki bara andlitið heldur líka hárið og já meira að segja inní eyrunum. Svo ekki sé minnst á ermarnar á peysunni hennar. Þegar matartímanum lauk mátti því taka góðan tíma í að þvo ljósu lokkana með þvottapoka og ná öllum rauðu klessunum úr andlitinu við litlar vinsældir.
Mamma sagði að ég þyrfti örugglega að búa í tösku eftir að ég kæmi heim. Þegar ég spurði af hverju tilkynnti hún mér að þó svo ég væri með mikið af fötum í burtu þá væri skápurinn samt ennþá fullur og ég kæmi aldrei öllu því sem ég væri með með mér í hann. Ég vissi þetta nú alveg fyrir, enda má hreinsa vel út úr þessum skáp. Það virðist bara vera svoleiðis að maður tímir ekki að taka þetta allt. Hversu glatað er að taka helling af heilum fötum oft keypt í einhverri merkjabúð og mæta með á hljálpræðisherinn eða rauða krossinn? Finnst það eitthvað svo yfirdrifið. Að sumir geti leyft sér að taka bara úr skápnum heilan helling á meðan aðrir berjast við að eiga fyrir einni flík sem þau nota upp til agna. En svona er lífið. Svo er það líka þannig að sumt einfaldlega passar ekki lengur eða manni langar bara ekki að nota það lengur. En samt tímir maður ekki að taka þetta allt úr skápnum. Sumt er maður bara svo vanur að hafa þarna. Ja eða stendur í þeirri trú að kannski, kannski einhverntíman langi mig að fara í eitthvað af þessu. Sénsinn. Ég er á því að það sem maður hefur ekki farið í í ár eða tvö fari maður í flestum tilfellum ekki í aftur. En svo er líka einn flokkur enn og það er geymt til að líði ekki yfir mömmu. Ha bíddu þú varst að kaupa þetta og hefur eiginlega aldrei verið í þessu!!! Hehe en svona er lífið ;) Sum föt elskar maður bara meira en önnur ;)
Ég gæti eflaust í iðjuleysi mínu skrifað hér í allt kvöld þar sem börnin eru sofnuð og búið að koma öllu á sinn stað svo nýr dagur geti hafist í röð, reglu og hreinindum. En held þó ég fái mér ís og ávexti í stóra skál og setjist fyrir framan sjónvarpið.
Bestustu kveðjur heim á besta landið.....
Valborg Rut
Fredrik pælir mikið í því þessa dagana hvað klukkan sé og spyr stundum oft á hverjum 5 mínótum. Það skrítna er að hann tengir klukkuna alltaf við peninga. Svona samtal var mjög oft í dag: F: Hvað er klukkan? V: Hún er hálf þrjú. F: Vá! Það kostar mikla peninga!! Hehe svona er hann mikið krútt. Ég var þó að reyna að útskýra að það væri lítið sem ekkert samhengi á milli klukku og peninga. En hann stóð eins og svo oft áður fastur á sínu og klukkan kostar semst ennþá peninga.
Það var pitsa í kvöldmatinn. Þið getið séð fyrir ykkur litla skottið mitt sem oftast er mjög sjálfstæð. Öll út í rauðri pitsusósu og ekki bara andlitið heldur líka hárið og já meira að segja inní eyrunum. Svo ekki sé minnst á ermarnar á peysunni hennar. Þegar matartímanum lauk mátti því taka góðan tíma í að þvo ljósu lokkana með þvottapoka og ná öllum rauðu klessunum úr andlitinu við litlar vinsældir.
Mamma sagði að ég þyrfti örugglega að búa í tösku eftir að ég kæmi heim. Þegar ég spurði af hverju tilkynnti hún mér að þó svo ég væri með mikið af fötum í burtu þá væri skápurinn samt ennþá fullur og ég kæmi aldrei öllu því sem ég væri með með mér í hann. Ég vissi þetta nú alveg fyrir, enda má hreinsa vel út úr þessum skáp. Það virðist bara vera svoleiðis að maður tímir ekki að taka þetta allt. Hversu glatað er að taka helling af heilum fötum oft keypt í einhverri merkjabúð og mæta með á hljálpræðisherinn eða rauða krossinn? Finnst það eitthvað svo yfirdrifið. Að sumir geti leyft sér að taka bara úr skápnum heilan helling á meðan aðrir berjast við að eiga fyrir einni flík sem þau nota upp til agna. En svona er lífið. Svo er það líka þannig að sumt einfaldlega passar ekki lengur eða manni langar bara ekki að nota það lengur. En samt tímir maður ekki að taka þetta allt úr skápnum. Sumt er maður bara svo vanur að hafa þarna. Ja eða stendur í þeirri trú að kannski, kannski einhverntíman langi mig að fara í eitthvað af þessu. Sénsinn. Ég er á því að það sem maður hefur ekki farið í í ár eða tvö fari maður í flestum tilfellum ekki í aftur. En svo er líka einn flokkur enn og það er geymt til að líði ekki yfir mömmu. Ha bíddu þú varst að kaupa þetta og hefur eiginlega aldrei verið í þessu!!! Hehe en svona er lífið ;) Sum föt elskar maður bara meira en önnur ;)
Ég gæti eflaust í iðjuleysi mínu skrifað hér í allt kvöld þar sem börnin eru sofnuð og búið að koma öllu á sinn stað svo nýr dagur geti hafist í röð, reglu og hreinindum. En held þó ég fái mér ís og ávexti í stóra skál og setjist fyrir framan sjónvarpið.
Bestustu kveðjur heim á besta landið.....
Valborg Rut
4 Comments:
hæ!
Þetta er nú í síðasta sinn sem þú færð að vera "allt" á heimilinu i bili, svo það er um að gera að njóta þess bara - og vonandi í góðu veðri. - Svo styttist nú í að þú fáir auka - barnapíurnar....
Hér er ekta skítaveður - rigning - norðanátt og þoka.
Annars fátt um að vera hérna í bili. Allir latir í óveðrinu - hestarnir eru meira að segja inni í húsi og nenna ekki út.
Heyrumst aftur.
Bless
helga
By Nafnlaus, at 3:39 f.h.
....og við erum ekki enn farin í Laugaselið okkar vegna veðurs..
Notum tímann bara í að gera ekki neitt .... Að vísu búið að baka nokkra marnegsa og jafnvel verða gerðir á eftir ger snúðar þar sem að Agnar bað svo fallega um þá..
En í gærkvöldi fór ég með strákana í tívolí...bara gaman. Ég horfði á - það nægir mér sko. Strákarnir fóru 3 ferðir hvor og voru bara alsælir og þegar þeir fengu svo líka candy floss þá var nú bara búið að redda þessari svokölluðu Verslunarmannahelgi.... ekkert smá góð mamma - þetta hafa þeir aldrei fengið að fara í áður .
Svo fór ég aðeins í bæinn aftur í gærkvöldi og hlustaði á Stuðmenn og það var bara gaman, ætlaði að heyra líka i Bjögga Halldórs en það var komin svo mikil rigning að ég nennti ekki að bíða eftir honum og fór bara heim.
Vana að þér gangi vel í öllum þínum störfum næstu daga....hefur örugglega nóg að gera ..
Bless mamma.
By Nafnlaus, at 4:10 f.h.
Já ég hlakka mikið til að fá auka barnapíurnar, en það er líka svona ekta skítaveður hérna, hef ekki orðið vör við hitabylgjuna ennþá...!!
Það nægir mér nú líka að horfa á í svona Tívólí, en bræðrunum hefur líklega ekki fundist þetta neitt lítið gaman, en ég myndi samþykkja sykurleðjuna að borað ;)
Hver syngur eiginlega með Stuðmönnum núna?
Ég held að þetta sé nú fyrsta verslunarmannahelgin síðan ég man eftir mér sem er ekki farið í Svarfaðardalinn!
By Nafnlaus, at 7:58 f.h.
Erum að leggja af stað , ég , strákarnir og Helga í Laugsel...
Ætlum að fara og grilla og hafa það bara fínt en svo fara Helga og Siggi í afmæli í kvöld.
Birgitta Haukdal var með Stumönnum.
Mamma.
By Nafnlaus, at 10:45 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home