Pikknikk
Með teppi og nesti í farteskinu var haldið út í óvissuna. Hlægjandi stelpur sem oftast brosa þegar þær koma saman voru á leið í piknikk ferðalag. Já ekta gamaldags ferðalag með teppi og nesti. Við Sólveig keyrðum og lentum hjá Þorgeirskirkju við Ljósavatnl. En mikið fer í taugarnar á mér að kirkjur hér á Íslandi séu alltaf læstar. Það er staður sem mér finnst að alltaf eigi að vera opinn öllum. Svo við urðum að sætta okkur við að leggjast á altaristöfluna og kíkja á það sem fyrir innan var. Í Þorgeirskirkju er nefnilega gluggi með æðislegri íslenskri náttúru altaristaflan. Svo auðvelt er að sjá bæði inn og út. Við duttum í þvílíkan berjamó. Já við gæddum okkur á gómsætum bláberjum í boði Guðs eins skemmtilega og Sólveig vildi orða það. Eftir kirkjuskoðun og mikið bláberjaát og myndavélaflipp var haldið að Goðafossi. Þar nutum við þess að vera "túristar" á milli hinna túristanna. Löbbuðum um allt þarna og vitanlega var myndavélin með í för. Svo var gengið út í móana með teppið og nestið og setið rétt eins og í gamla daga flötum beinum og notið þess að vera til þar sem lyktin af náttúrunni fangaði vit okkar. Líða tók á daginn svo ferðalangarnir ofsahressu héldu heim á leið.
Kvölda tekur og sest er sól.... en til að enda daginn var farið með Hrefnu á bláu könnuna. Gaman að hitta hana eftir allan þennan tíma! Nóg var af fólki á uppáhalds kaffihúsinu mínu og svo ótrúlega langt síðan ég settist þar niður með kakóbollann minn. Það er svo skrítið að þó maður hafi verið svona lengi í burtu er næstum eins og maður hafi bara alltaf verið hérna. En ætli það sé ekki að þakka öllu því góða fólki sem er í kringum mann.
Nú ligg ég hér í rúminu mínu sem er akkurat í miðju alls. Já enginn getur hreyft sig án þess að ég verði vör þið það. Við erum að tala um að rúmið mitt er á holinu uppi beint fyrir framan öll herbergin svo eiginlega verður að klifra yfir mig til að komast ferða sinna. Ójá það er búið að rífa parketið af herberginu mínu, mála loftið og einn vegg og skáp sem á að vera hvítt. Undir parketinu leyndist þetta líka flotta gólf!! Haha ég var búin að láta mér detta margt í hug, en ekki þetta! Svartur og hvítur köflóttur dúkur takk fyrir pent! Æ nei því miður fær þetta ekki inngöngu í prinsessuherbergið svo ætli niðurstaðan verði ekki plastparket þangað til ég verð ögn ríkari. Ég meina, hvaða stelpuskottta tímir þessum óskapar pening í gólf sem er gengið á og fullt af húsgögnum svo gólplássið litla varla sést.... ;)
Á morgun verður haldið áfram með herbergið.... veggfóðrinu klístrað á og málað yfir! Jebb vonandi er hægt að klára alla mállingar vinnu á morgun, enda er ég orðin alveg eðal málarameistari eftir daginn ;)
Góða nótt bestu þið....
Valborg Rut
Kvölda tekur og sest er sól.... en til að enda daginn var farið með Hrefnu á bláu könnuna. Gaman að hitta hana eftir allan þennan tíma! Nóg var af fólki á uppáhalds kaffihúsinu mínu og svo ótrúlega langt síðan ég settist þar niður með kakóbollann minn. Það er svo skrítið að þó maður hafi verið svona lengi í burtu er næstum eins og maður hafi bara alltaf verið hérna. En ætli það sé ekki að þakka öllu því góða fólki sem er í kringum mann.
Nú ligg ég hér í rúminu mínu sem er akkurat í miðju alls. Já enginn getur hreyft sig án þess að ég verði vör þið það. Við erum að tala um að rúmið mitt er á holinu uppi beint fyrir framan öll herbergin svo eiginlega verður að klifra yfir mig til að komast ferða sinna. Ójá það er búið að rífa parketið af herberginu mínu, mála loftið og einn vegg og skáp sem á að vera hvítt. Undir parketinu leyndist þetta líka flotta gólf!! Haha ég var búin að láta mér detta margt í hug, en ekki þetta! Svartur og hvítur köflóttur dúkur takk fyrir pent! Æ nei því miður fær þetta ekki inngöngu í prinsessuherbergið svo ætli niðurstaðan verði ekki plastparket þangað til ég verð ögn ríkari. Ég meina, hvaða stelpuskottta tímir þessum óskapar pening í gólf sem er gengið á og fullt af húsgögnum svo gólplássið litla varla sést.... ;)
Á morgun verður haldið áfram með herbergið.... veggfóðrinu klístrað á og málað yfir! Jebb vonandi er hægt að klára alla mállingar vinnu á morgun, enda er ég orðin alveg eðal málarameistari eftir daginn ;)
Góða nótt bestu þið....
Valborg Rut
2 Comments:
takk fyrir þessa ógislega miklu snidar ferð:)
Svo kreiisí eitthvað að gera hjá mé rað ég hef ekki bloggað eða neitt um þetta.. slappleiki hjá mér maður!;)
By Sólveig, at 7:13 e.h.
Svona er að hafa mikið að gera! En mátt sleppa blogginu ef ég fæ eitthvað af myndunum ;) Látum það gerast fljótlega, hlakka svo til að sjá þær! ;)
By Nafnlaus, at 3:06 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home