Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Punktabogg!

  • Lífið hér í sveitinni gengur vel.
  • Góða veðrið er loksins komið og við brosum við sólinni og njótum þess að ganga um léttklædd á tásunum.
  • Í gær keyrðum við til Åndalsnes og lékum okkur þar, keyptum ís og fórum í nokkrar búðir.
  • Sáum brjálæðislega stóran örn og ég þakkaði mikið fyrir að vera inní bíl enda var hann bara rétt fyrir utan!!!!
  • Þegar heim var komið fórum við að sulla í sjónum.
  • Ég hata fjörur en harkaði þetta af mér.
  • Þreyttir en ánægðir krakkar sofnuðu eftir hörku dag.
  • Au-pair stelpan lagaði til eftir daginn, hreyfði sig á líkamsræktargræjunni í stofunni, varð svo hrein og fín og settist niður með fulla skál af ís og ávöxtum.
  • Ís og ávextir eru algjörlega málið á hverju kvöli :)

  • Við sváfum alltof lengi í morgun.
  • Gaman að eiga svona góða krakka sem sofa til tíu!!!
  • Gerist nú ekki oft en voru greinilega alveg extra þreytt... hehe.
  • Ég sló hraðamet, kom okkur öllum út hálftíma eftir að við opnuðum augun.
  • Skunduðum í leikskólann með Leonu Dís í aðlögun.
  • Gekk vel en var þó mjög glöð að sjá mig aftur eftir að ég lét mig hverfa í smástund.
  • Var þó ekki á því að hætta að leika sér í sandinum til að fara heim.
  • Bleiku fötin og gallapilsið sem ég setti krúttið mitt í í morgun var hrikalega skítugt eftir leikskólann.
  • Dísin var klædd úr öllu í forstofunni svo allt heimilið yrði ekki eins og sandkassi.
  • Borðuðum hakk og spagettí í kvöldmatinn og gólfið fékk líka smá.
  • Leona Dís voða dugleg að gefa svona með sér.... ;)
  • Tveir skítugir krakkar voru settir í bað og ilmuðu að lokum af jarðaberjalykt og hreinleika.
  • Hreinu börnin fóru voða góð að sofa enda verðum við að vakna snemma í fyrramálið til að mæta á réttum tíma í leikskólann. Leona í sinn og Fredrik í sinn.
  • Ég hlýt að njóta þess að liggja í sólbaði á meðan þau verða á leikskólanum.
  • Vonum bara að það verði sól :)

  • Er ég búin að laga allt til fyrir nýjan dag.
  • Nú mun ég fara og sækja póstinn.
  • Svo þríf ég baðherbergið.
  • Fæ frí frá líkamsræktinni í kvöld.
  • En hlakka til að setjast með niður með ís í skál en ávextirnir eru búnir.
  • Verður keypt meira á morgun.
  • Ó nei, dansþátturinn er í sjónvarpinu.... öllu frestað um klukkutíma ;)

Hafið það gott um víða veröld.....

Valborg Rut

8 Comments:

  • Vá, það er orðið ár og öld síðan ég kommentaði hér síðast. Er ennþá að venjast því að geta alltaf farið á netið, hehe. Ég er sem sagt komin heim frá Vestmannsvatni og byrjuð að vinna aftur í kirkjunni.

    Vildi bara kasta kveðju á þig. Held ég verði að fara að fá mér ís núna. Af einhverjum völdum langaði mig óstjórnlega mikið í ís eftir að hafa lesið þetta blogg, skrýtið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:26 e.h.  

  • Já alltof langt síðan þú kvittaðir hér síðast, en gaman þegar það gerist!
    Hlakka til að koma heim og kíkja til þín í krikjuna :) Og borða með þér ís og fara á subway... ;) Og já mig langar mikið í greifapitsu ;)

    Hvenær ferðu annars suður? Eitthvað langt síðan ég hef heyrt í þér!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:39 e.h.  

  • Skemmtilegt blogg....
    ...þú nýtur þess greinilega að vera húsmóðirin og hafa allt í röð og reglu....krakkarnir frábær og gott að allt gengur vel.
    Bara 5 dagar !!!!

    Kv. mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:10 f.h.  

  • Já og minna en vika!! Vá kannski ég þurfi að byrja að fara yfir allt draslið mitt hérna og byrja að pakka.... hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:37 f.h.  

  • HALLÓ....
    Myndarhúsmóðir og eflaust góð mamma.
    Þessi dvöl þín eins og góður húsmæðraskóli með alvöru börnum og heimilisstörfum.
    En nú fer tíminn að styttast og þú að koma heim til besta landsins.
    Hlakka til að sfá þig .
    Knús amma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:03 e.h.  

  • Hehe já þetta er hinn besti húsmæðarskóli.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:17 e.h.  

  • Jæja, hressir dagar hjá þér:) - Minn er ekki svona hress, vinna 10-19, heim þreytt, hanga gera ekki neitt,,, farað sofa,, vakna, vinna.. já svona gengur þetta hjá mér;)
    Ég fer samt alveg að hætta og fá smá sumarfrí:D síðasti dagurinn verður 14.ágúst, þá ætla ég í ferðalag til að taka myndir;D

    Bestu kveðjur.. Sólveig H.

    By Blogger Sólveig, at 5:47 f.h.  

  • Já svona er að vera vinnuþræll Sólveig! Allt snýst um að vinna og gera svo ekkert annað í frítímanum ;) hehe. En frábært að fá smá sumarfrí áður en skólinn tekur við!!! Við verðum nú að taka eina myndaferð þegar ég kem ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home