Spice girls og Nylon
Spice girls stelpurnar snúa aftur og verð ég nú að viðurkenna að ég væri meira en til í að fara á tónleika með þeim. Að rifja upp gamla takta syngjandi Spice girls lögin og dansandi með. Já það voru nú ekki fáar stelpurnar sem lifðu fyrir þessar skrítnu stjörnur. Ég var þó aldrei fremst í aðdáendahópnum og gekk nú alls ekki jafn langt og margir aðrir í dýrkuninni. Ég t.d. átti ekki bol með mynd af þeim eða myndir af þeim á herbergisveggjunum. En einn geisladisk átti ég og í dag var hann settur í græjurnar þar sem hann reyndist óvart meðferðis í útlandinu neðstur í geisladiskabúnkanum. Nauðsin í ferðalög ef svo skildi vera að flippstuðið og gelgjutaktarnir myndu brjótast út þó mest sé hætta á því í algjörri stelpuútilegu. Hehe. Hef nú lúmskt gaman að þvíað fylgjast með Viktoriu Beckham og öllum hennar uppátækjum, eða hneikslast á þessum óþolandi svip hennar og yfir því að hún sé alltaf með þennan skelfingar stút á munninum í stað þess að brosa eða í hvaða efnislitlu fötum hún gengur þann daginn. Finnst nú svolítið fyndið að þær hafi tekið saman aftur og séu á leið í ferðalag margra barna mæður á leið í gelgjuferðalag. Jú vitiði, ég væri alveg til í að líta þær augum. Hvort ég myndi hneikslast eða dá þeir yrði svo bara að koma í ljós. Í það minnsta skemmti ég mér við að spila lögin þeirra hér í dag.
En í framhaldi af þessu....
Ég óvart fór að fylgjast með ferðum Nylon hljómsveitarinnar þegar ég rakst á að Emilia ætlaði að hætta. Fékk svo séð og heyrt blaðið þar sem voru myndir frá brúðkaupinu hennar og svo skilst mér að eigi að gera sjónvarpsþátt um það þegar ný stelpa verður valin í stað Emiliu. Skrítið, maður er orðinn svo vanur að sjá akkurat þessar stelpur og er ekki að sjá fyrir sér nýtt andlit í hópnum. En allt er hægt og maður hlakkar nú baratil að sjá hvernig þetta á að fara fram. Rifjaði upp að þegar ég vann á Sólbrekku sungu krakkarnir lög með Nylon og loks vorum við skvísurnar á deildinni farnar að taka undir þeim til samlætis. Í dag var því úr að ég skellti Nylon disknum sem mér áskotnaðist einhverra hluta vegna í græjurnar og leyfði honum að klárast til enda. Reyndar sá ég að Leona var líklega aðeins of lítil fyrir Nylon ennþá. Ég hef nú ekki verið mikill aðdáandi þessarar hljómsveitar en finnst mér nú alltaf meira og meira til þeirra koma. Og kom mér verulega á óvart þegar ég sá að í myspace heiminum eru endalaust margar síður tileinkaðar þeim og skyndilega fannst mér eins og þær væru heimsþekktar stjörnur. Verða þær næstu Spice girls stelpur? Hehe já já ætli ég hætti ekki að tjá mig um þetta í bili.
Kveð úr stelpnahljómsveitapælingunum.......
Valborg Rut
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home