Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Yfirlit síðustu daga

Ég er ástfangin. Svíf um á bleiku skýji rétt eins og stelpurnar sem leiða kærastana og nýju eiginmennina um heim og geima. Tilfinningin ólýsanleg, svo fallegt, svo flott, einstakt, já næstum fullkomið. Við erum búin að þekkjast í svolítinn tíma. Ég vissi strax að hann væri einstakur í janúar þegar ég kom hingað. En alla þessa mánuði höfum við verið að kynnast betur og höfum nú fallið. Eða allavega ég. Ég er ástfangin af Noregi. Landinu sem hefur verið mér heimili síðustu átta mánuðina. Ég sé alltaf betur og betur hversu ævintýralegt þetta hefur verið.

Í gær keyrðum við Trollstien sem er vegur upp og yfir fjall, oft kennt við tröll. Svo flott. Keyrðum niður í Geiranger og fórum með ferju í gegnum Geirangursfjörðinn. Ótrúlegt að vera staddur á þessum fræga stað.

Annað eins bloggleisi hefur ekki sést á þessari síðu í langan tíma. En hér í sveitinni hefur verið mikið að gera og lítill tími gefist fyrir tölvuveru. Mamma og pabbi komu á mánudaginn. Það var gaman að sjá þau og krökkunum fannst gaman að sjá hér loksins annað fólk. Á miðvikudaginn voru allir fjölskyldumeðlimir komnir heim af heimsmeistaramótinu og upphófst mikil veisla meistaranum til fögnuðar. Síðustu dagarnir mínir hér hefðu ekki getað verið betri.

En ferðalagið er ekki búið. Nú mun ég halda til Lillehammer, síðar til Osló og að lokum til Íslands.

Sjáumst heima.... Valborg Rut

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home