Ef við hjálpum ekki hvert öðru, hver gerir það þá?
Allt sem þú þarft til að finnast hamingjan vera hér og nú er einlægt og nægjusamt hjarta.
Mig vantar eitthvað. Ekki hluti. Ekki einhver veraldleg gæði og munað. Mig vantar jákvætt viðhorf til lífsins. Vitnesku um hæfileika mína og notagildi í lífinu. Ef mig langar eitthvað stoppar það stundum á þessu. Er ég rétta manneskjan í þetta? Tæki einhver eftir því ef ég léti mig hverfa í nokkra daga? Kannski er ég of kröfuhörð. Kröfuhörð út í lífið, við mig sjálfa, út í aðra.
Allar ferðir hefjast með einu skrefi.
Mig vantar eitthvað. Ekki hluti. Ekki einhver veraldleg gæði og munað. Mig vantar jákvætt viðhorf til lífsins. Vitnesku um hæfileika mína og notagildi í lífinu. Ef mig langar eitthvað stoppar það stundum á þessu. Er ég rétta manneskjan í þetta? Tæki einhver eftir því ef ég léti mig hverfa í nokkra daga? Kannski er ég of kröfuhörð. Kröfuhörð út í lífið, við mig sjálfa, út í aðra.
Allar ferðir hefjast með einu skrefi.
3 Comments:
Við verðum að hjálpa hvert öðru en er að pæla...verðum við ekki líka að hjálpa okkur sjálf? Aðrir geta ekki hjálpað okkur ef við neitum að taka á móti hjálpinni. :)
Verðum að vera dugleg að segja aðstandendum okkar hvað okkur þykir vænt um þá og hvers virði þeir eru, allavega finnst mér mjög vænt um að heyra að vini mínum finnist ég mikilvæg, það er nokkurskonar næring...maður þarf nefnilega ekki bara kolvetni, prótein, fitu og það allt...jú kannski til að líkaminn virki en það skiptir eiginlega litlu ef sálin virkar ekki... ;) þurfum hina næringuna líka.
Jæja, farið að hljóma skringilega...en ef þið viljið heyra meira af svona skringilegum líkingum og hugleiðingum endilega hafið samband við mig, á nóg til!
Þú ert æði Valborg, og þið hin líka! ;) Kram og kys!
By Nafnlaus, at 4:29 e.h.
Vá, þetta er lengra en bloggið þitt Valborg! Hehe. Æ ég er manneskja með tjáningarþörf...einhversstaðar verð ég að láta ljós mitt skína!
By Nafnlaus, at 4:31 e.h.
Hehe rétt rétt rétt ;) Eitthvað kunnugleg umræða.... getur það verið? hehe
By Nafnlaus, at 1:49 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home