Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, september 30, 2007

Ferðadagur :-)



Ferska fólkið í fjölskyldunni hélt úr húsi fyrir níu í morgun með heitt kakó og smurt brauð meðferðis. Jeppaferð með vinnunni hans pabba var að hefjast í þessu æðislega sunnudagsveðri. Haustlitirnir léku við okkur og Ísland stendur alltaf fyrir sínu. Ég væri til í að hætta bara að vinna og ferðast um landið og njóta haustsins. Hvenær verður lífið svo ljúft?

Eftir hlykkjótta vegi, upp og niður brekkur, uppá fjöll, ár og læki og steingrýtta fjallvegi, ef vegi mætti kalla, komum við loks að Seljahjallagili (efsta myndin). Þar var arkað um, skoðað og sumir tékkuðu á klifurhæfileikum sínum (stórhættulegt!).




Hluti bílaflotans..... hörku smíði allt saman!! (LandRover eigendur í meirihluta, hehe)







Eftir lengri keyrslu, hoppandi og skoppandu um allt í bílnum sökum stórgrýtis og landbúnaðartækis var stoppað í kofa ferðafélagsins á Húsavík í Heilagsdal (eða Heylaxdal?, í það minnsta borið svona fram...).

Hörku hús þar og ég gerðist mikill harðjaxl. Já takk fyrir, ég harkaði af mér og pissaði á kamri!!! Haha, ég var nú ekki á því en þar sem allir aðrir létu til leiðast gat ég nú ekki verið verri. Ég lifði af lyktina, en skyndilega kom að því að taka lokuna/læsinguna frá hurðinni. Ó nei.... hversu margir hafa eiginlega snert þetta??? Ég ætlaði ekki að geta opnað. Tugir fólks, allir búnir að ferðast um hæðir og fjöll og enginn þvegið sér um hendurnar! Úffame. Ég opnaði, hljóp að læknum, setti hendurnar ofaní og gerði mitt besta til að þvo af mér sýklana. Svo var ég spurð. hvað helduru eiginlega að það hafi margir setið þarna? Úff, ég gat ekki hugsað um að hugsa það.


Að lokum var snúið heim á leið og sömu hlykkjótu leiðirnar keyrðar aftur. Skemmtilegra en það virðist í skrifuðum orðum, en þetta var alveg hörku stuð skal ég segja ykkur ;)

Á myndinni eru bílarnir í fjarska.... tekið úr göngunni uppí Seljahjallagil :)

Kveðjur frá útivistarklæddri mér :)

5 Comments:

  • Hæ !
    Flottar myndir !! - Ég er nú eiginlega alveg hætt að lesa blogg - en þetta er mjög flott öræfa - og LandRover landslag.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:25 f.h.  

  • Það er eins og maður sé bara ekkert spennandi lengur! hehe. Kannski ég verði að flytja úr landi svo einhverjir lesi færslurnar mínar... hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:51 f.h.  

  • Þú ert frábær:) -- Er búin að reyna og reyna commenta,, gengur eitthvað ill hjá mér...

    By Blogger Sólveig, at 9:27 f.h.  

  • Þetta hefur verið æðisleg ferð og þú ert snillingut að taka myndir.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:48 f.h.  

  • Takk Sólveig, þú ert ekki ekki verri sjálf!! ;)

    Amma: Það er nú bara stórt skref að muna eftir myndavélinni... hehe :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home