Þú getur líka orðið falleg/ur
Mynd af leikkonunni Michelle Pfeiffer birtist á forsíðu tímarits með fyrirsögninni, „Það sem Michele Pfeiffer skortir er.....ekkert!“
Blaðamaður nokkur komst þó síðar að því að leikkonuna vantaði nokkuð þrátt fyrir allt. Myndin af Pfeiffer var nefnilega lagfærð fyrir 1500 dali áður en hún var birt. Á reikningi þess sem lagaði myndina má sjá lista yfir þau atriði sem hann þurfti að lagfæra til að fegra Michelle Pfeiffer: Lagfæra húðlit, milda augnlínu, milda broslínu, skerpa varalit, skera af höku, fjarlægja hálslínur, milda línu undir eyrnasnepli, auka lýsingu á eyrnalokkum, bæta við kinnalit, hreinsa hálslínu, hreinsa hár sem stóð uppúr, fjarlægja hár af kjól, lagfæra háralit, bæta við hári ofan á höfði, bæta við hliðar kjóls til að fá fallegri línur, stækka ennið, bæta á öxlum á kjól, milda hálsvöðva, hreinsa og milda krumpur í kjól undir handlegg og bæta við saumi á merki á hægri hlið.
Samtals: 1.525 dalir.
Allir geta orðið fallegir ef mynd þeirra er lagfærð fyrir 1500 dali. Við megum ekki bera okkur saman við stjörnur hvíta tjaldsins og þá sem virðast hafa allt sem okkur dreymir um. Þetta fólk er rétt eins og þú og ég. Innst inni þráir það væntumþykju og tilgang. Sumir halda að þeir geti öðlast þessa hluti með frægðinni. Það er mesti misskilningur.
Það er ekki allt ekta sem við sjáum. Við horfum aðdáunar augum á þessar fallegu verur í blöðunum eða á stórum auglýsingaskiltum um allann heim. Hugsum, vá hvað þau eru heppin að vera svona falleg! En við megum ekki grípa við þessu öllu. Við sjálf erum alls ekki síðri. Líttu á innihaldið, hjartað frekar en línurnar. Er ekki miklu mikilvægara að vera náttúrulegur og vel innrættur?
Hugsað um stund..... Valborg Rut
(Sagan og hluti færslunnar var fengin að láni á www.kirkjan.is)
Blaðamaður nokkur komst þó síðar að því að leikkonuna vantaði nokkuð þrátt fyrir allt. Myndin af Pfeiffer var nefnilega lagfærð fyrir 1500 dali áður en hún var birt. Á reikningi þess sem lagaði myndina má sjá lista yfir þau atriði sem hann þurfti að lagfæra til að fegra Michelle Pfeiffer: Lagfæra húðlit, milda augnlínu, milda broslínu, skerpa varalit, skera af höku, fjarlægja hálslínur, milda línu undir eyrnasnepli, auka lýsingu á eyrnalokkum, bæta við kinnalit, hreinsa hálslínu, hreinsa hár sem stóð uppúr, fjarlægja hár af kjól, lagfæra háralit, bæta við hári ofan á höfði, bæta við hliðar kjóls til að fá fallegri línur, stækka ennið, bæta á öxlum á kjól, milda hálsvöðva, hreinsa og milda krumpur í kjól undir handlegg og bæta við saumi á merki á hægri hlið.
Samtals: 1.525 dalir.
Allir geta orðið fallegir ef mynd þeirra er lagfærð fyrir 1500 dali. Við megum ekki bera okkur saman við stjörnur hvíta tjaldsins og þá sem virðast hafa allt sem okkur dreymir um. Þetta fólk er rétt eins og þú og ég. Innst inni þráir það væntumþykju og tilgang. Sumir halda að þeir geti öðlast þessa hluti með frægðinni. Það er mesti misskilningur.
Það er ekki allt ekta sem við sjáum. Við horfum aðdáunar augum á þessar fallegu verur í blöðunum eða á stórum auglýsingaskiltum um allann heim. Hugsum, vá hvað þau eru heppin að vera svona falleg! En við megum ekki grípa við þessu öllu. Við sjálf erum alls ekki síðri. Líttu á innihaldið, hjartað frekar en línurnar. Er ekki miklu mikilvægara að vera náttúrulegur og vel innrættur?
Hugsað um stund..... Valborg Rut
(Sagan og hluti færslunnar var fengin að láni á www.kirkjan.is)
2 Comments:
Nákvæmlega! Það er ótrúlegt hvað hægt er að ljúga að fólki í fjölmiðlum. Þetta er alveg rétt hjá þér, fólkið sem maður sér gallalaust á forsíðum og auglýsingum og bara allsstaðar er bara eins og við...
Getið kíkt á myndband frá dove, "evolution film" á
http://www.campaignforrealbeauty.com/
By Nafnlaus, at 12:10 e.h.
Myndbandið þarna er náttúrlega frábært, sýnir svo vel akkurat það sem fólk þarf að átta sig á.
By Nafnlaus, at 3:17 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home