Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, september 07, 2007

Helgarfrí

Föstudagar eru dagar gleðinnar. Frídagar framundan og börnin á leikskólanum í föstudagsskapi. Svo virðist sem þau séu ögn háværari á föstudögum enda vita þau að framundan eru samverustundir með fjölskyldunni. Það sama á við á mínu heimili. Við reynum að finna okkur eitthvað til dundurs, saman eða í sitthvoru lagi. Baldur labbaði í dag uppí Laugafell með skólanum. Agnar er á leið á skautadiskó með vinum sínum, mamma fór í golf með vinnufélögunum. Eftir sitjum við pabbi aðgerðarlaus í kotinu. Ég er að verða þreytt á þessum heimakvöldum. Í umhverfi þar sem maður er vanur því að hafa nóg að gera er allt í einu ekkert. Það er vægast sagt skrítið. Maður bara er. Svo ef þig langar í félagsskap sem er "út úr húsi" máttu endilega láta mig vita. Einnig ef þú hefur skemmtilega kvöld eða helgarvinnu handa mér.



Mér skilst að helgarplön fjölskyldunnar séu að fara í dalinn góða á morgun. Gista og tékka á fólkinu í réttum á sunnudaginn. Kannski maður ætti að skella sér í ræktina á Dalvík, hehe ætli það séu ekki passlega fáir þar? Kannski of fáir....hehe.



Alþjóðlegi engladagurinn er á morgun. Ég mun sóma mig vel á þeim degi með alla þá engla sem búa í herberginu mínu. Einhverra hluta vegna hafa þeir komið hingað hver á eftir öðrum, ólíkir, en hver og einn sérstakur á sinn hátt.

Ég vona innilega að bloggandinn komi brátt aftur yfir mig. Finnst línurnar mínar hér alltaf verða ómerkilegri og ómerkilegri. En fyrst þú ert að lesa þetta finnst þér þetta líklega skemmtilegt. Því annars væriru líklega ekki hér.

Úr herberginu besta, þó útsýnið mætti vera betra.

Valborg Rut

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home