Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, september 12, 2007

Hugsaðu jákvætt það er léttara.



Þessi orð eiga það til að mæta mér þegar ég opna ísskápinn. Á honum hanga geðorðin 10 síðan þessi segulplata datt innum bréfalúguna. Hugsaðu jákvætt, það er léttara. En það er ekki alltaf léttara. Í raun er auðveldara að hugsa neikvætt. Að sjá að fyrra bragði hvað okkur líkar ekki, hvað er neikvætt. En líklega er ekki átt við það svona. Heldur er hugurinn léttari og skemmtilegra að lifa ef við hugsum jákvætt. Jafvel þó stundum sé erfiðara að hugsa jákvætt en neikvætt. Hugsum jákvætt, það er léttara til lengri tíma.

Látum ekki mótlæti á lífsins göngu slæva okkar innri gleði. (Pétur Þórarinsson)


Verum jákvæð, lífið er eitt stórt JÁ!

Fyrst fannst mér engillinn á myndinni frekar ólíkur þeirri englaímynd sem maður gerir sér dagsdaglega. Þangað til mér fannst hann lýsa baráttu, ekki gefast upp heldur berjast hetjulega þar til við náum árangri.

3 Comments:

  • Fallega og rétt hugsað.
    Tilvitnunin hans Péturs segir mikið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:04 e.h.  

  • Hæ !
    Skrapp bara hingað - af því að það var svo langt síðan ég hafði lesið - þar sem þú býrð nú í sama bæjarfélagi og ég - en þetta er nú áægtis blogg samt sem áður - ekki þó jafn spennandi og þau norsku ;-)
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:28 f.h.  

  • það er gaman að fara í pollýönuleik ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home