Hver þá?
Stundum get ég verið afskaplega dugleg. Föstudagur og allir hlakka til nýrrar helgar. Hversu margir myndu taka föstudagskvöldið sitt í að laga til og skúra annarsstaðar en heima hjá sér á þessu mikla kvöldi? Jú mér datt það í hug. Um leið og ég hafði lokið vinnu minni klukkan fimm, fór ég heim, skipti um föt og fór svo í Sunnuhlíðina þar sem ég dvaldi ein með sjálfri mér að ótöldum skítnum. Þar hóftst ég handa við að laga og þrífa. Eflaust sést ekki svo mikið að ég hafi eytt þarna heillöngum tíma, en það er svosem í lagi ef ég veit að það er búið að laga þetta til og þurrka af því helsta. Sumir eru þannig gerðir að þeir sjá ekki rykið, er nokkuð sama þó hlutirnir séu einhvernegin í hillunum og svo framvegis. Mér er ekki sama. Ég vil hafa hlutina alla á sínum stað, vel setta í hillurnar og sem allra minnst ryk. Margir taka ekki einu sinni eftir breytingunni sem verður. En sem betur fer eru aðrir sem hafa auga fyrir þessu. Á þó eftir að laga þetta aðeins og eyða töluvert meiri tíma í þessa iðju mína. Jafnvel þó svo að ég væri búin að skúra fannst mér ennþá hálf skítugt. Spurning um að gefa sér tíma í að skúra þetta aftur svo ég verði ánægð. En ekki í kvöld, dagar kemur á eftir þessum degi.
Nú eru flestir í þessu húsi sofnaðir. En ég er hér ennþá í myrkrinu. Búin að tala endalaust oft við Helgu í símann í kvöld og ófá sms á milli landshluta í dag. Hvernig er hægt að slíta okkur svona í sundur? Skil bara ekkert í þessu. Eftir skógardagana virðumst við hafa um nóg að tala enda getum við talað, hlegið ja eða jafnvel þagað eins og okkur listir. En fólk virðist samt vera búið að greina okkur í sundur núna. Það er hægt að tala um okkur í sitthvoru lagi. Hehe, einu sinni vissi fólk bara að æ já stelpurnar frá Akureyri, eða Helga og Valborg, sumir vissu ekki hvor var hvað, eða bara að talað var alltaf um okkur saman þar sem við gerðum flest allt saman. En nú eru tímarnir aðrir, við búum ekki saman, við búum á sitthvorum landshlutanum, um tíma í sitthvoru landinu og þekkjum sitthvort fólkið þó okkur finnist við þekkja alla sem hin þekkir þar sem við tölum nú mikið saman... hehe. En get nú alveg sagt að það er stórskrítið að vera alein á Akureyri. Ekki alein, en án Helgu! Hver á að hanga með mér í sunnuhlíðinni? Liggja uppí sófa með mér og tala um allt og ekkert? Hver á að þegja með mér án þess að það sé vandræðalegt? Hver á að kaupa endalaust oft ís með mér, labba með mér í kjarna, fíflast, syngja, keyra og vera? Þetta lærist, við getum allt!
Nóttin bíður, brátt dett ég inní draumaheima svífandi í upplýstum himni stjarnanna.
Elskið ykkur sjálf.....
Valborg Rut
Nú eru flestir í þessu húsi sofnaðir. En ég er hér ennþá í myrkrinu. Búin að tala endalaust oft við Helgu í símann í kvöld og ófá sms á milli landshluta í dag. Hvernig er hægt að slíta okkur svona í sundur? Skil bara ekkert í þessu. Eftir skógardagana virðumst við hafa um nóg að tala enda getum við talað, hlegið ja eða jafnvel þagað eins og okkur listir. En fólk virðist samt vera búið að greina okkur í sundur núna. Það er hægt að tala um okkur í sitthvoru lagi. Hehe, einu sinni vissi fólk bara að æ já stelpurnar frá Akureyri, eða Helga og Valborg, sumir vissu ekki hvor var hvað, eða bara að talað var alltaf um okkur saman þar sem við gerðum flest allt saman. En nú eru tímarnir aðrir, við búum ekki saman, við búum á sitthvorum landshlutanum, um tíma í sitthvoru landinu og þekkjum sitthvort fólkið þó okkur finnist við þekkja alla sem hin þekkir þar sem við tölum nú mikið saman... hehe. En get nú alveg sagt að það er stórskrítið að vera alein á Akureyri. Ekki alein, en án Helgu! Hver á að hanga með mér í sunnuhlíðinni? Liggja uppí sófa með mér og tala um allt og ekkert? Hver á að þegja með mér án þess að það sé vandræðalegt? Hver á að kaupa endalaust oft ís með mér, labba með mér í kjarna, fíflast, syngja, keyra og vera? Þetta lærist, við getum allt!
Nóttin bíður, brátt dett ég inní draumaheima svífandi í upplýstum himni stjarnanna.
Elskið ykkur sjálf.....
Valborg Rut
2 Comments:
Æ ég sakna þín! Það er endalaust ömurlegt að vera svona langt í burtu. Er ekki svo viss um að þetta venjist, kannski er þetta bara "ónáttúrulegt" að við séum langt í burtu frá hvorri annarri, svona eins og tré án moldar eða blóm án sólar... jæja, er þetta farið að hljóma eitthvað skringilega?? Nehh, varla...er væmni ekki holl fyrir sálina? ;)
Þú ert langbest!
By Nafnlaus, at 11:13 f.h.
Tré án moldar, blóm án sólar... þú ert algjört yndi. Við erum nú sjaldan væmnar, allir mega eiga sín móment!
By Nafnlaus, at 11:18 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home