Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, september 08, 2007

Kosnaður flugmiða og önnur speki

Leið okkar liggur ekki um grængresið mjúka, hún er fjallvegur og talsvert grýtt. En hún liggurr uppí mót, áfram í sólarátt.

Er á leið í Svarfaðardalinn. Mamma er að baka, ég á að verað pakka. Settist hins vegar við tölvuna örstutta stund. Tekur svosem ekki langan tíma að finna til einar buxur, bol og ullapeysu. Og náttföt, ætlum að vera þangað til á morgun. Komum til með að kíkja á fólkið í Tungurétt á morgun. Þó ég þekki ekki marga er viss stemning í því að mæta í réttirnar og sjá uppáhalds hestana sína koma með uppáhalds syngjandi sveitakallana mína og nokkrar rollur. Þó mér finnist þær nú ekkert skemmtilegar nema rétt á meðan lömbin eru.

Ég er brjáluð yfir því hvað innanlandsflug hefur hækkað mikið. Það er ekki nokkur leið fyrir fætæka leikskólastarfmenn, hvað þá skólafólk að fljúga suður. 25.000 takk fyrir pent. Fyrir sömu upphæð get ég flogið til Glasgow. Kommon, þetta er nú á sama landi og fullt af fólki sem þarf að skreppa suður nokkra daga. Þetta er nú ekki langt í burtu. En jæja, þýðir lítið að svekkja sig yfir því sem maður getur ekki breytt. En.... ef þú ert á leið suður næsta föstudag og leggur af stað um 17:15 máttu endilega láta mig vita.

En nú þarf ég að hafa hraðann á og skella mér í sveitina. Hafið það gott um víða veröld.... :-)

Valborg Rut á leið í uppáhalds Laugaselið sitt.

2 Comments:

  • Vá kostar virkilega svona mikið að fara suður með flugi:-O!!! JEsús! Þetter alveg til skammar!

    By Blogger Sólveig, at 12:01 e.h.  

  • Einmitt!!! Þetta er alveg hræðilegt! En nú er ég að vaka til miðnættis því þá verða 400 sæti á 990 krónur! Ekki mikill séns að ég verði nóg og fljót að pikka á tölvuna, en það má reyna!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home