Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, september 10, 2007

Sá sem fremur kýs að brosa en reiðast, ber ætíð sigur úr bítum.

Eftir rólega helgi í dalnum með tilheyrandi marengstertuáti og sófaspjalli hefur ný vika tekið við í bæ erils og þeytinga. Kindurnar komu móðar og másandi af fjöllum, svo þreyttar að halda þurfti á nokkrum þeirra síðasta spölinn. Hestarnir þeystu um með glaðbeitta gangnamenn eftir árlegan atburð. Hestarnir voru frelsinu fegnir enda sveittir og blautir eftir vætusamar göngur þegar þeim var slept á túnið við réttina. Glaðbeittir gangnamenn, börn og aðrir sveitungar hófu að koma kindunum í rétt hólf áður en rekið var heim á bæjina. Karlarnir hófu upp raust sína með pela í hönd og söngurinn ómaði innan úr miðju Tunguréttar. Það er alltaf viss stemning á stað sem þessum. Fólk stoppar og spjallar, heilsar, horfir á þreyttar kindur og dáist af duglegum hestunum sem hjálpað hafa til við reksturinn. Hundarnir blautir og þreyttir, margir hverjir hásir eftir daglangt gelt á tregar rollur. Alls konar fólk, fólk úr sveitinni, fínna fólk og fólk eins og ég. Ég sem þekki mörg andlit en fæstir þekkja mig. En finnst samt tilheyra þessum árstíma að kíkja í Tungurétt, einfaldlega því það er sveitísk upplifun.

Það eru um 7 flugur í kringum mig. Það er því miður ekkert svo vinsælt. Ég veit vel að það er afskaplega gaman að setjast að í herberginu mínu og að þar er gaman að vera fluga á vegg. En ég vil bara alls ekki að það sé flugnaskítur á nýmálaða loftinu mínu, ja eða loftlistunum sem ég eyddi miklum tíma í að mála! Eða dauðar flugur í ljósinu.... nei takk því ég nenni alltof sjalfan að losa þær úr. Mig hefur reyndar alltaf langað í gæludýr. En húsaflugur sjaldnast verið efst á lista. Ótrúlegt að þær geti bara boðið sér sjálfar. Ekki getur hundirnn sem mig langar í boðið sér sjálfur. Honum yrði eflaust umsvifalaust hent út. En flugurnar... bara því þær fljúga, eru litlar, svartar og skrítnar komast þær upp með að dvelja hjá okkur. Einfaldlega því ég hef ekki list á því að hoppa um allt með flugnaspaða eða glas.

En svona er lífið....

Heimasætan í prinsessuherberginu.

1 Comments:

  • Flott fyrirsögn og góð.Já það er alltaf gaman á gangnadaginn í Svarfaðardal jafnvel þó að maður fari ekki fram á rétt en sitji bara heima í Selinu okkar.
    Flugur eru leiðinlegar og frekar.
    amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home