Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, september 19, 2007

Skógardögum lokið

Ólíkar persónur, ólík í útliti, ólík utan sem innan. Glaðleg fermingarbörn hafa full af orku hafa litað daga mína. Vatnaskógur tók á móti okkur með roki og rigningu. Skógarganga í sliddu og drullu var mis vinsæl en flestir stóðu sig með príði. Skítug, blaut og köld komumst við að hlýjum húsunum. Sumir glaðir eftir skemmtilega göngu, aðrir reiðir yfir "lífshættulegri" skógargöngu í "ógeðisveðri". Söngurinn fyllti vit okkar á kvöldvökum, andlitin hlógu og brostu.

"Stelpur, nú vil ég að þið slökkvið á gelgjunni." Mér varð svo á orði þegar gelgjustælar í messuratleik voru að yfirbuga mig. Það er ekkert mál að hlægja stundum og mikið, minnsta mál að vera svolítil gelgja á þessu tímabili. En einhvernsstaðar verða mörkin að liggja. Þögnin og alvarlegri hliðin verður að vera til þegar það á við.

Hressar og kátar eldhússtelpur, elduðu, bökuðu, sungu og jafnvel dönsuðu við vinnu sína. Með gítarinn héldu þær í vakningu og sungu hárri raust við opnar dyr sofandi stelpna. Sygjuð andlit teigðu sig að dyragættinni, undrandi yfir morgunhressleika þessa fríða starfsfólks.

Verkefni mín voru fjölbreytt og ólík. Öll skemmtileg, unnin með frábæru fólki. Endurnærð og full af orku og gleði er ég komin heim og held áfram venjubundnum Hómasólardögum.

Takk fyrir skemmtilega vinnudaga besta fólk :)

Valborg Rut

3 Comments:

  • Takk fyrir samveruna! Þetta var æðisegt! Svo gaman að fá þig loksins í skóginn góða! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:37 e.h.  

  • Takk sömuleiðis elskan mín! Ótrúlega gaman að koma og bæta upp sumartapið!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:02 f.h.  

  • Hvað varð um öll nýju bloggin??

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home