Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, september 28, 2007

Stelpa eða kona?

Samtal systkina:
Valborg: Þú þarft nú að fara í klippingu!
Agnar: Hvað þá þú?
Valborg: Ég má hafa sítt hár, ég er stelpa...
Agnar: Stelpa?
Valborg: Já...
Agnar: Þú ert kona!

Þar hafiði það, ég er hér með orðin kona. Í það minnst finnst litla bróður mínum ég greinilega orðin frekar gömul. Ég þvertók fyrir þetta og sagðist vera stelpa. Ég yrði ekki kona strax!!! Nei takk fyrir, ég verð ekki kona fyrr en ég verð orðin frú!

En þetta virðist nú vera raunin. Mér finnst nú alltaf jafn fyndið þegar fermingarkrakkarnir segja að konan sé að koma.... og ég hugsa, já konan, konan sem er aðeins sjö árum eldri en þau! Verð ég þá orðin kelling eftir 5 ár? Ji minn, það vona ég ekki. Ég er ennþá stelpa, stelpuskotta flakkandi um allt með öllum sínum uppátækjum. Seint verð ég kölluð kona í mínum huga. Umræðu slitið :)

Valborg Rut stelpa langt fram yfir giftingu. (ef ég gifti mig einhverntíman, annars verð ég ennþá stelpa þegar ég verð áttræð... hehe ;)

2 Comments:

  • Þetta er víst mjög erfiður aldur að meta .þegar við Birna vinkona mín
    vorum um fermingu með skátaflokk sem voru stelpur fjórum árum yngri en við .Þær voru eiihvað að pískra eitthvað en heyrðu að við vorum að koma inn .Þá sagði einhver þeirra þeygið þig stelpur kerlingarnar eru að koma.Við þóttumst ekki heyra neitt en fengum hláturkast á eftir.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:36 f.h.  

  • Hehe manni finnst svo fyndið að krökkum detti þetta í hug.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home