Tímaskortur
Mér finnst ég eiga að gera svo mikið. Eins og ég verði að vera alltaf á fullu eða það eigi eftir að gera svo mikið hérna. En samt ekki svo mikið. Þegar ég kem heim úr vinnunni klukkan fimm á daginn byrja ég yfirleitt á því að finna eitthvað smá að borða sökum hungurs. Svo gleymir maður sér yfir einhverju, fer í sturtu, skiptir um föt.... og hvað? Dagurinn er búinn áður en maður veit af. Í gær meira að segja steingleymdi ég mér í mínum eigin heimi og fattaði ekki fyrr en seint og síðar meir að ég gleymdi að gefa strákunum að borða í kvöldmatnum, reyndar fékk ég ekki bein skílaboð um það en var bent á það að systir þeirra væri nú á þrítugsaldri!!! En það þarf nú samt að segja mér þá að fara í búðina, að það sé ætlast til þess að ég eldi matinn og gefi hálf fullorðnum bræðrum mínum að borða. Auðvelt að gleyma sér þegar einn horfir á sjónvarpið, annar í tölvunni og systirin herbergiskær, talandi í símann með tölvuna opna og heyrir ekki orð frá bræðrunum enda þeir uppteknir við sínar eftirlætis iðjur. En ji minn, ekki skrítið að mér finnist ekki nokkur hlutur komast í verk.
Ég þarf að laga fataskápinn minn. Ég á ennþá eftir að hengja upp myndir og annað sem gegnir því hlutverki að gera herbergið mitt að því sem það er. Get ekki ákveðið hvar ég vilji hafa hvaða mynd. Er líka með eina mynd í láni úr listabúð ó óákveðið langan tíma þar sem ég vildi tékka á því hvort hún fúnkeraði í herberginu. Niðurstaða ekki komin í málið, myndin er reyndar mjög flott, en ég vil þá helst setja hana í annan ramma svo hún verði í stíl við hinar. Já já ég er vel skrítin á köflum. Ég þarf að hitta þessa fáu vini sem ég á hérna á Akureyri. Sólveig, eru ekki tvær til þrjár vikur síðan við ætluðum að kaupa ís? Fer alveg að gefa mér tíma í þetta! En í raun hef ég ekkert að gera. Nema reglubundnar skyldur auðvitað, vinna, borða, sofa. En samt finnst mér ég ekki hafa tíma til neins. Þó ég hafi nógan tíma.
Kannski ætti ég að hefjast handa við hillugerð í kvöld. Einni hillu hefur ekki verið gefið sérstkakt hlutverk. En hlutverk hennar verður líkelga það sama og áður. Grjót og minni steinar, eitthvað með ljósi til að lýsa upp glerhillurnar. Kvíði fyrir að byrja, en er samt staðráðin í því. Síðast þegar ég tók mér þetta verkefni fyrir hendur tók það margar vikur. En að lokum var ég svo ánægð að þetta hefur fengið að rykast í tvö ár því vitanlega er ekki hægt að þurrka af þessu! En tímdi ekki að taka þetta fyrr en núna, tímar breytinga, þetta skal lífga uppá eins og margt annað.
Mér er alltaf kalt. Skil ekkert í þessu. Mér finnst bara ekkert gaman að vera í lopapeysu og ullarsokkum innandyra þó það virðist oft vera raunin. Vil frekar vera á tásunum og ekki í þykkri peysu.
Ji minn einasti, hvað er ég að eyða tíma í þetta? Er farin að gera eitthvað gáfulegra! En hvað?
Knús á ykkur öll....... Valborg Rut
Ég þarf að laga fataskápinn minn. Ég á ennþá eftir að hengja upp myndir og annað sem gegnir því hlutverki að gera herbergið mitt að því sem það er. Get ekki ákveðið hvar ég vilji hafa hvaða mynd. Er líka með eina mynd í láni úr listabúð ó óákveðið langan tíma þar sem ég vildi tékka á því hvort hún fúnkeraði í herberginu. Niðurstaða ekki komin í málið, myndin er reyndar mjög flott, en ég vil þá helst setja hana í annan ramma svo hún verði í stíl við hinar. Já já ég er vel skrítin á köflum. Ég þarf að hitta þessa fáu vini sem ég á hérna á Akureyri. Sólveig, eru ekki tvær til þrjár vikur síðan við ætluðum að kaupa ís? Fer alveg að gefa mér tíma í þetta! En í raun hef ég ekkert að gera. Nema reglubundnar skyldur auðvitað, vinna, borða, sofa. En samt finnst mér ég ekki hafa tíma til neins. Þó ég hafi nógan tíma.
Kannski ætti ég að hefjast handa við hillugerð í kvöld. Einni hillu hefur ekki verið gefið sérstkakt hlutverk. En hlutverk hennar verður líkelga það sama og áður. Grjót og minni steinar, eitthvað með ljósi til að lýsa upp glerhillurnar. Kvíði fyrir að byrja, en er samt staðráðin í því. Síðast þegar ég tók mér þetta verkefni fyrir hendur tók það margar vikur. En að lokum var ég svo ánægð að þetta hefur fengið að rykast í tvö ár því vitanlega er ekki hægt að þurrka af þessu! En tímdi ekki að taka þetta fyrr en núna, tímar breytinga, þetta skal lífga uppá eins og margt annað.
Mér er alltaf kalt. Skil ekkert í þessu. Mér finnst bara ekkert gaman að vera í lopapeysu og ullarsokkum innandyra þó það virðist oft vera raunin. Vil frekar vera á tásunum og ekki í þykkri peysu.
Ji minn einasti, hvað er ég að eyða tíma í þetta? Er farin að gera eitthvað gáfulegra! En hvað?
Knús á ykkur öll....... Valborg Rut
5 Comments:
Gott að hafa mikið að gera ,þá leiðist þér ekki.
Ég hlakka til að sjá hilluna þegaar þú verður búin að gera hana.
Sú gamla var flott en orðin svolítið rykug.
amma
By Nafnlaus, at 7:06 f.h.
Blessuð:D -----ísferð hmm ísferð?? ha hvernig.. æjj vá skil ekki:)
En sammála það er einsog það sé brjálað að gera hjá manni!
Er að fara til Rvk núna á eftir að hitta vinkonu mína þar yfir helgina:D:D ,,bara í 4 skiptið á 2 og hálfum mánuði!! híhíhíh..
við VERÐUM að fara gera eitthvað! ÞEtta er orðið til skammar hja´okkur!!:p
Hafðu það gott stelpa:)
Kv.Sólveig H.
By Sólveig, at 7:44 f.h.
Sólveig, flakkið á þér stelpa! Skemmtu þér vel í borginni, við sjáumst í næstu viku!! Ekki eins og við höfum svona brjálað að gera... hehe ;)
By Nafnlaus, at 10:20 f.h.
ooo af hverju talaðirðu um ís...nú get ég ekki hætt að hugsa um Brynjuís!! ohh. Viltu senda mér einn í pósti?? :)
By Nafnlaus, at 12:49 e.h.
Heyrðu já ekki málið! Er þér ekki annars sama þó hann verði pínu bráðnaður?
By Nafnlaus, at 2:50 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home