Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, september 05, 2007

Tvítug afmælisstelpa :-)

Ég á afmæli í dag. Já ég er formlega orðin gömul og amma gamla tilkynnti mér að nú væri ég komin á giftingaraldur. Furðulegt, ég sem er ekkert á leið að gifta mig. Enda er ég svo ung ennþá og ætla að eiga mörg stórafmæli í viðbót. En þó maður eigi afmæli þurfti maður víst að vinna í dag og kom ekki heim fyrr en rétt til að komast í sturtu og í skárri föt áður en familían kom í mat. Já það er án efa gott að búa heima á svona stundu, mamma búin að standa á haus við að elda og baka í nótt og í dag á meðan ég var að vinna. Fínt að koma heim og veislan bara tilbúin ;) Svo hér er búið að vera nóg að gera, nóg að borða og nóg að tala um. Elsku besta fólk, takk æðislega fyrir mig :)

Rétt í þessu var ég að klára að hjálpa Agnari að læra. Ótrúlegt allt þetta heimanám, kem aldrei til með að skila þetta til fulls. Jú jú menntun er mikilvæg og allt það, en hvernig eiga börn að vilja koma beint heim að læra eftir marga klukkutíma í lítilli kennslustofu? En sem betur fer er þetta oftar gert á daginn, nema svona öðruvísi daga. En eitt virðumst við systkinin hafa sameiginlegt, þessi heilmikli námsáhugi og fullkomnunarárátta gagnvart náminu.....!! hehe. En eitt má ég eiga sem ég hef fram yfir þá að hver einasta vinnubók var vandlega lituð, allar forsíður litaðar og skreyttar, vel merktar og allt í röð og reglu. En sennilega tengist þessi kostur því að ég er stelpa. En um það má lengi deila.

En nú er dagur að kveldi kominn.... og því mun ég hætta þessum skrifum. En hver veit nema ég lesi smávegis í norsku bókinni (já Helga, ég er alveg að komast inní þetta). Á morgun er vinna, líka daginn þar á eftir, svo kemur helgin og á sunnudaginn eru réttir í tungurétt í Svarfaðardal. Ég er á því að við Laugaselsbúar eigum að fara og sýna okkur, sjá aðra svo við sýnum nú smá lit í sveitinni. Og já, var ég búin að segja ykkur að ég fann sveitabæ til sölu í Svarfaðardal sem mig langar mikið í? Í það minnsta, ef þið eigið hellings pening eru frjáls framlög vel þegin. Hehe ;)

Sólveig, hvernig var það með ísferðina okkar???

Jæja, góða nótt :-)

Valborg Rut tvítug sveitastelpa í "borg".

5 Comments:

  • Hjartans hamingjuóskir tvítuga stúlka.Þetta er skemmtilegur aldur og þú skalt njóta hans laus og liðug ,frjáls sem fuglinn..
    Við afi óskum þér alls góðs í framtíðinni .Guð gæti þín.
    Amma og afi.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:17 f.h.  

  • Jáá.. tvítugsaldur... ég hlakka nú bara til að komast á hann eftir 10 mánuði:) - En Já hvernig er með ísferðina? heheh... Ég fer samt úr bæinnum á morgun, þannig það er annaðhvort í kvöld...... eða þá í næstuviku;) ,,,samt ekki seint í kvöld..... þar sem ég fer að sofa kl 10 alltaf:p Heyrðu bara í mér:)

    By Blogger Sólveig, at 5:52 f.h.  

  • Markmiðið er að verða svo æfður í að lesa norsku að þú munir ekkert eftir því hvort það er norska eða íslenska sem þú ert að lesa. Það kemur alveg ótrúlega fljótt -
    ég lofa ;-)
    Heja Norge og Hemsedal !
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:50 f.h.  

  • - Ég er svo ánægð yfir að þú skulir vera byrjuð á norsku bókinni að ég gleymdi að segja "takk fyrir frábært afmæli" - klikkar aldrei í Dalsgerðinu !!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:52 f.h.  

  • Takk fyrir góð orð ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home