Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, september 24, 2007

Um allt og ekkert

Hvernig í ósköpunum stendur á þessu bloggleysi? En þrátt fyrir það er talvan opnuð á hverju kvöldi. Stundum finnst mér ég bara ekki hafa neitt að segja. Aðra daga hef ég gert svo mikið eða gæti skrifað um svo margt að ég veit bara ekkert hvar ég á að byrja. Ég hef frá mörgu að segja og hef mikið um að tala. En áhugi annarra virðist vera takmarkaður enda skilja kannski ekki allir umræðurnar. En þegar eitthvað af þessu gerist fyllist maður vonleysi og kemur sér ekki í það að byrja skrifin hér.

En allavega. Hið yndislega nýuppgerða herbergi hefur næstum verið fullkomnað. Myndirnar eru komnar á veggina og fjögur ný listaverk hengd upp. Mér er sagt að ég sé eyðslukló en líkist Helgu frænku minni að mörgu leit. Finnst gaman að eiga eitthvað flott til að hafa í kringum mig. En ég er algjörlega á því að ef maður á pening og langar í eitthvað sem endist alla ævi, því ekki að gera stundum vel við sjálfan sig og leyfa sér að kaupa það? Einhvern daginn ætla ég að eiga heimili líkast ævintýri. Myndin er aðeins til í hugmyndaformi.

Ég er byrjuð á hinu mikla hilluverkefni. Norsku tröllin mín sitja í grjótinu á milli ljósanna sem lýsa upp glerhillurnar. Er þó langt í frá búin, en byrjunin lofar góðu.

Það er eitthvað kvef að angra mig. Og hósti sem heldur vöku fyrir fjölskyldumeðlimum í öðrum herbergjum. Yfir því kvartaði Baldur allavega, sagðist ekki getað sofið því við Agnar hóstuðum til skiptis og það bergmálaði um alla efri hæðina. En... flest er betra en hálsbólga ;) Er á meðan er.... :) Veikindi er þó langt því frá á dagskrá, spurning um að rifja vítamínið upp við tækifæri.... ;)

En í fréttum er ekki meira að sinni.......

Valborg Rut

2 Comments:

  • Guð hvað ég skil þig, fullt af hugsunum sem maður bara kemur sér ekki í að skrifa. Ég er ekki ennþá komin svo langt að þora að birta þær á blogginu mínu samt ;) hehe kannski kemur það hérna í Noregi þegar ekkert annað er til að skrifa um :P

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:18 f.h.  

  • Nákvæmlega! Ég veit ekki betur en ég hafi skrifað helling í Noregi sem ég hefði ólíklega skrifað hér heima! En maður er alltaf að reyna að bæta sig í þessu, spurning um að þora held ég ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home