Veikindi í upphafi vetrar
Veikindadagar eru ekki í sérstöku uppáhaldi í mínu umdæmi. Ég get reyndar ekki kvartað þar sem veikindadagar mínir hafa verið afar fári síðasta árið. En þegar veikindi herja á neyðist maður til að sætta sig við þau þangað til þau hverfa á braut. Kvefdagarnir eru augljóslega ekki á undanhaldi, er bókstaflega að kafna úr kvefi og leiðindum. Gaf mig þó ekki í morgun og mætti í vinnu rétt við meðvitund. En allt kom fyrirr ekki, það var ekki nokkurt vit í veru minni á leikskólanum. Eftir hádegismatinn lét ég því tilleiðast og hélt heim á leið. Þar er ég nú í náttbuxunum mínum, liggjandi uppí rúmi, reyni að safna kröftum og losna við kvefið. Kvef og kvef er nefnilega ekki það sama.
- Mig er farið að langa mikið að fara á hestbak. Hef ekki enn komist í dalinn til að láta verða af því. Tek eflaust einn hestadekurdag fljótlega.
- Mig langar í Landroverinn okkar sem er svo mikið sem bilaður. Nú kann ég ekki lengur að eiga einn bíl. Auk þess líkar mér betur við landbúnaðartækið en litla hvíta skröltið.
- Mig langar í heimsókn til Noregs.
- Mig langar í verslunarferð til Glasgow með Helgu.
- Mig langar að vera ofur dugleg að hreyfa mig, lyfta og hlaupa, endurheimta flottu magavöðvana mína og bæta upphandleggsvöðvana ögn meira.
- Mig langar að það sé til hellingur af skemmtilegu félagsstarfi fyrir fólk 18-25 ára.
- Mig langar að taka þessar glötuðu hraðahindranir á götum Akureyrar sem fjölga sér með hverjum deginum.
- Mig langar að breyta flestum 30 km skiltum í 50 km því ég tel að á flestum stöðum á Akureyri þar sem eru aðeins 30 km sé það algjörlega óþarfi. Brátt verður maður fljótari að ganga en keyra. Í það minnsta ef allar götur verða götur fyrir fólk á sniglahraða.
Kveð úr herberginu....
Valborg Rut
4 Comments:
Glasgow er næst á dagskrá! Það er klárt! :D
By Nafnlaus, at 7:44 f.h.
Algjörlega!
By Nafnlaus, at 12:46 e.h.
Láttu þér batna!
Og það er eins gott að þú sættir þig við hraðahindranirnar og 30 km. hámarkshraðann því þetta virðist vera komið til að vera.
Þið stöllur skuluð vera búnar að safna vel áður en þið haldið af stað til Glasgow, það er hætt við stórinnkaupum ef ég þekki ykkur rétt.....
Bestu kveðjur af Brekkunni, Arna
By Nafnlaus, at 3:52 e.h.
Já takk, ég reyni það!
Stórinnkaup... jú eitthvað finnst mér það nú líklegt... ;) Tóm taksa út og full taska heim ;)
Gaman að sjá að þú lest bullið í mér hérna Arna ;)
By Nafnlaus, at 3:57 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home