Virðing
Það er oft talað um að maður eigi að bera virðingu fyrir öðrum. Að bera virðingu fyrir sjálfum sér er jafn mikilvægt. En það má bera virðingu í raun fyrir öllu. Stundum verður maður að sýna hlutum virðingu. Ég vil að herberginu mínu og hlutunum mínum sé sýnd virðing. Ég vil að það sé komið vel fram við dótið mitt og farið vel með það. Jafnvel þó svo það sé ekkert merkilegra en eitthvað annað dót sem aðrir eiga. En herbergið mitt er minn griðarstaður. Þar er ég endalaust marga klukkutíma. Jafnvel þó ég hafi allt húsið vel ég samt herbergið mitt. Þannig hefur það verið á heimilum mínum á Íslandi, Noregi og í Danmörku. Þar sem hlutirnir mínir eru, þar vil ég vera og búa. Líklega er best að venja sig á að koma vel fram við allt og alla. Menn, dýr og hluti. Blómum getur maður sýnt virðingu með að ganga ekki á þeim. Að geta borið virðingu fyrir einhverju/m er kostur í fari fólks. Reynum bara að bera virðingu fyrir sem flestum. Og munið að gleyma ekki ykkur sjálfum.
- Mig langar að geta spilað á gítar.
- Mig langar í Vatnaskóg.
- Mig langar í ný föt til fínni nota.
- Mig langar til Noregs.
- Mig langar að fá Helgu mína til Akureyrar.
- Mig langar að sitja á kaffihúsi í góðra vina hópi.
- Mig langar að syngja.
- Mig langar í hund til að fara með mér út að hreyfa mig og veita mér félagsskap.
- Mig langar að losna við líkamsræktarstöðvafóbíuna.
- Mig langar út að labba í fallega verðinu.
- Mig langar að finnast grænmeti gott. En súkkulaði er bara miklu betra.
Það er í boði að kvitta fyrir sig við komuna á þessa síðu. Eflaust er bloggmenningin að deyja. Enda hef ég ekki sömu gleði við skriftirnar hér og áður. Jafnvel þó ég þekki þig ekki neitt, skildu eftir þig spor. Það veitir mér gleði. Spurning um að hætta þessum skrifum.
Takk fyrir að vera til góða fólk.
Valborg.
3 Comments:
Já, ég kvitta fyrir mig og vona að allir hinir geri slíkt hið sama.
Bloggin þín eru skemmtileg og svo margt gott og rétt til í þeim.
Vona svo sannarlega að þú haldir þessu áfram og einhverjir fleiri en mamman skilji hér eftir sig spor.
By Nafnlaus, at 4:27 e.h.
Heyrðu nú vina mín þú mátt alsekki hætta að blogga.Ég nýt að lesa það sem þú skrifar og mér finnst ég þekkja þig miklu betur síðan ég fór að lesa skrifin þín hvort sem það er skemmtilegt,sniðugt,sorglegt eða bara úr daglega lífinu er gaman að fylgjast með þér.
Ég er sammála þér að maður verður að bera virðingu fyrir sjálfum sér ef að á að bera virðingu fyrir öðrum sem við eigum að gera.
Ég vona að þér gangi vel í nýju vinnunni.Ég hef trú á þér í þessu starfi."GANGI ÞER VEL"
By Nafnlaus, at 8:35 f.h.
Það er gleðilegt að þið kvittið fyrir ykkur. Nú verða bara fleiri að gera slíkt hið sama ;)
By Nafnlaus, at 11:22 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home