Applepiedesign
Í einhverju blaði sem datt innum bréfalúguna í morgun var lítil auglýsing sem vakti athyggli mína. Belgískt fyrirtæki sem gerir form til að stensla á veggi. Tók eftir litlu vefsíðumerki þarna og ákvað að tékka betur á þessu. Það er ekki aftur snúið.... þetta er fáránlega líkt mér. Passaði ágætlega inní hönnunar og breytinga-skot hugans. Hver veit nema ég pannti stensla frá Belgíu þegarar ég flyt að heiman, hvenær svosem það nú verður. Endilega tékkið á þessu, www.applepiedisign.be, gaman að skoða það sem er hægt að setja á veggina ;-)
Við skvísurnar í Suðurbygðinni erum búnar að hafa það gott. Sótti frænkurnar á skautaævingu í gær eftir vinnu og við fórum í mat til ömmu. Í dag erum við búnar að fara í Kjarnaskóg, í heimsókn til Lilju að skoða nýjasta kisumeðlim fjölskyldunnar, á skauta og sitjum núna og gæðum okkur á laugardagsnamminu sem við vorum að kaupa. Stefnan er svo að panta bara pitsu í kvöld og hafa það kósí fyrir framan sjónvarpið.
Nýjustu fréttir af hinum eina sanna bíl eru annars þær að loksins þegar við vorum búin að borga morðfjár fyrir aukahlut og keyra hann á götum bæjarins í viku..... fór hann yfirum og bíllinn okkar líklega ónýtur. Ég þakka bara fyrir að það var ekki ég sem var á honum þegar hann var við það að springa í loft upp á Drottningarbrautinni. Hvar endar þetta eiginlega? Í versta falli ferðumst við með strætó, það er frítt á Akureyri. En samt glatað. Ég vona bara að það verði hörku vetur svo við getum ferðast á snjósleða innanbæjar. Snjór, snjór, snjór, þú ert velkominn til okkar í miklu magni þangað til sleðarnir bila líka. Ég sé mig í anda skreppa í búðina eða í vinnunna á snjósleða. Úffame. En svona er lífið.
Laugardagspósti hér með lokið....
Valborg Rut
Við skvísurnar í Suðurbygðinni erum búnar að hafa það gott. Sótti frænkurnar á skautaævingu í gær eftir vinnu og við fórum í mat til ömmu. Í dag erum við búnar að fara í Kjarnaskóg, í heimsókn til Lilju að skoða nýjasta kisumeðlim fjölskyldunnar, á skauta og sitjum núna og gæðum okkur á laugardagsnamminu sem við vorum að kaupa. Stefnan er svo að panta bara pitsu í kvöld og hafa það kósí fyrir framan sjónvarpið.
Nýjustu fréttir af hinum eina sanna bíl eru annars þær að loksins þegar við vorum búin að borga morðfjár fyrir aukahlut og keyra hann á götum bæjarins í viku..... fór hann yfirum og bíllinn okkar líklega ónýtur. Ég þakka bara fyrir að það var ekki ég sem var á honum þegar hann var við það að springa í loft upp á Drottningarbrautinni. Hvar endar þetta eiginlega? Í versta falli ferðumst við með strætó, það er frítt á Akureyri. En samt glatað. Ég vona bara að það verði hörku vetur svo við getum ferðast á snjósleða innanbæjar. Snjór, snjór, snjór, þú ert velkominn til okkar í miklu magni þangað til sleðarnir bila líka. Ég sé mig í anda skreppa í búðina eða í vinnunna á snjósleða. Úffame. En svona er lífið.
Laugardagspósti hér með lokið....
Valborg Rut
9 Comments:
Þú ert að verða alveg eins og pabbi þinn .Biður bara um snjó og aftur snjó.Þið eruð svolítið skrítin og hugsið ekki um ömmu gömlu sem er svo hrædd um að detta í hálkunni.
Gangi þér vel að passa frænkurnar
Þín amma
By Nafnlaus, at 10:40 f.h.
Snjór er æði!
Takk fyrir innlitið ;)
By Nafnlaus, at 10:50 f.h.
Takk amma, þetta gekk bara mjög vel!
Takk sömuleiðis Heiðar ;)
Hingað til hef ég nú ekki verið mikill snjóaðdáandi, kannski því ég kann hvorki á snjóbretti né skíði, en þegar bílar eru ekki til staðar verða sleðarnir að fylla skarð þeirra!
By Nafnlaus, at 1:06 e.h.
Blessuð,,,,
Þaðer gott að heyra svona léttan tón í þér þrátt fyrir bílaklúðursvesen (flott orð) þetta er sko ekki gaman en tilgangslaust að gráta. Samt vil ég ekki snjó fyrr en um jól og hana nú.
Kv. Stebba
By Nafnlaus, at 7:49 f.h.
Hæ !
Ég er sammála Stebbu litlu - engann snjó takk fyrir - mega koma 5 cm fyrir jólin og svo aðeins í janúar og febrúar. - Bara svona passlegt fyrir Passata !!
Kv.
Helga
By Nafnlaus, at 11:51 f.h.
Sæl, bara kvitta fyrir heimsókninni:) en ertu að vinna á leiksólanum Hólmasól?:)
By Nafnlaus, at 1:47 e.h.
uhh ég trúi ekki hversu langt er síðan þú bloggaðir,,,, þetta er óvenjulegt!
By Sólveig, at 3:16 e.h.
Lena: Já er að vinna þar :)
Sólveig: Það er bara alveg brjálað að gera, skil ekki hvernig ég get lifað við þetta bloggleysi! Þetta er allt að koma!!!
By Nafnlaus, at 3:46 e.h.
Jæja, á nú ekki að fara að setja inn hér nokkrar línu...... þú veist...blogga smá....
Hehe...ágætt ef við hin sem lesum bloggið þitt kvörtum bara ef ekki kemur lesning reglulega.
Mammsa.
By Nafnlaus, at 2:05 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home