Dagarnin þjóta hjá
Ég kem ekki til með að skrifa um fall borgarstjórnar eða álit mitt á nýjum borgarstjóra. Ég er alveg sérstaklega lítið inní þessum efnum og finnst þetta alþingisdót alltaf verða meiri og meiri vitleysa að reyna að fylgjast með. Einu sinni vissi ég alltaf hvað borgarstjórinn hét. Núna finnst mér það ekki eins mikilvægt, það er hvort sem er alltaf verið að skipta. Ég veit reyndar hvað bæjrarstjórinn á Akureyri heitir, en við hér í næststærsta samfélaginu erum betur niðri á jörðinni í þessum málum en stórborgarfólkið. Skiptum ekki um stjóra eins og við skiptum um sokka. Auðvitað ætti maður að hafa löngun til þess að setja sig inní þau mál sem rædd eru á alþingi og að hafa skoðun á því hverjir stjórna landinu. En því miður finn ég ekki til löngunar varðandi þetta efni. Kannski er ég bara ekki orðin nóg og gömul til að hlusta á rás 1 eða nóg og aðgerðarlaus til að horfa á bæjarstjórnarfuni eða alþingi í sjónvarpinu. Ég læt föðurömmu mína algjörlega sjá um þetta fyrir mig. Ég var reyndar fljót að koma mér út hjá henni áðan þegar hún kveikti á þessari umræðu í útvarpinu.
Eftir vinnu í dag fékk ég afhendan bíl föðursystur minnar. Á morgun mun ég fá húsið og tvær frænkur sem ég mun sækja á skautaævingu eftir vinnu. Stefnum að því að hafa það gott um helgina og sýnist mér allt stefna í að við lifum sannkölluðu lúxuslífi. Hef ekki eitt svo miklum tíma með þessum stelpum um ævina svo það verður gaman að kynnast þeim betur. Var reyndar nokkuð dugleg fyrir mörgum árum að spóka mig um gangstéttar bæjarins með þær pínulitlar í barnavagninum. En nú eru þær víst í 1. og 3. bekk, vá hvað tíminn líður hratt.
Blaður og hlátur heyrist af neðri hæðinni. Vinkonur mömmu eru hérna í svokölluðum saumaklúbb. Hef reyndar ekki séð þær sauma í mörg ár en það er kannski ekki aðal meiningin með hittingnum. Hér þeyttist mamma um og galdraði fram úr erminni margar sortir af girnilegum réttum. Ég kem þó ekki til með að smakka þá alla því ég þyki víst nokkuð kresin á mat. En er þó að hugsa um að hætta mér niður og fá mér smá af öllu því sem mér finnst gott. Hef gaman af svona boðum. Ekki svo oft sem það kemur fólk hingað. En finnst alltaf skemmtilegt að horfa á mömmu á milljón í eldhúsinu, hreyfist svo hratt að það er betra að vera ekki fyrir! Og haldiði ekki að Baldur hafi bara verið sáttur við að þurfa að ryksuga stigann! Þetta er allt að koma hjá yngri þjóð karlamanna í húsinu. Ég stóð þó vitanlega ekki aðgerðarlaus, þeyttist bara um allt og hlíddi skipunum móður minnar. Hver veit nema ég borði marengsköku í morgunmat í fyrramálið. Já, það er allt hægt!
Helgin tekur við, svo kemur Katrín, þar á eftir kemur Helga. Mæli annars með að allir kynni sér tónleikahald helgarinnar á Akureyri, Brekkuskóli á föstudagskvöldið, íþróttahús Glerárskóla á laugardagskvöldið. Skilst reyndar að fyrirfram auglýstur besti Stúlknakór landsins komi ekki til með að hlýja fólki með nærveru sinni. En margt annað sem gæti verið spennandi að sjá! Og sýningin Matur 2007 í VMA, gæti verið skemmtilegt að kíkja þangað, hver veit nema maður líti inn hjá gömlum kennurum matvælabrautar.... hehe.
Knús á ykkur öll....
Valborg Rut
Eftir vinnu í dag fékk ég afhendan bíl föðursystur minnar. Á morgun mun ég fá húsið og tvær frænkur sem ég mun sækja á skautaævingu eftir vinnu. Stefnum að því að hafa það gott um helgina og sýnist mér allt stefna í að við lifum sannkölluðu lúxuslífi. Hef ekki eitt svo miklum tíma með þessum stelpum um ævina svo það verður gaman að kynnast þeim betur. Var reyndar nokkuð dugleg fyrir mörgum árum að spóka mig um gangstéttar bæjarins með þær pínulitlar í barnavagninum. En nú eru þær víst í 1. og 3. bekk, vá hvað tíminn líður hratt.
Blaður og hlátur heyrist af neðri hæðinni. Vinkonur mömmu eru hérna í svokölluðum saumaklúbb. Hef reyndar ekki séð þær sauma í mörg ár en það er kannski ekki aðal meiningin með hittingnum. Hér þeyttist mamma um og galdraði fram úr erminni margar sortir af girnilegum réttum. Ég kem þó ekki til með að smakka þá alla því ég þyki víst nokkuð kresin á mat. En er þó að hugsa um að hætta mér niður og fá mér smá af öllu því sem mér finnst gott. Hef gaman af svona boðum. Ekki svo oft sem það kemur fólk hingað. En finnst alltaf skemmtilegt að horfa á mömmu á milljón í eldhúsinu, hreyfist svo hratt að það er betra að vera ekki fyrir! Og haldiði ekki að Baldur hafi bara verið sáttur við að þurfa að ryksuga stigann! Þetta er allt að koma hjá yngri þjóð karlamanna í húsinu. Ég stóð þó vitanlega ekki aðgerðarlaus, þeyttist bara um allt og hlíddi skipunum móður minnar. Hver veit nema ég borði marengsköku í morgunmat í fyrramálið. Já, það er allt hægt!
Helgin tekur við, svo kemur Katrín, þar á eftir kemur Helga. Mæli annars með að allir kynni sér tónleikahald helgarinnar á Akureyri, Brekkuskóli á föstudagskvöldið, íþróttahús Glerárskóla á laugardagskvöldið. Skilst reyndar að fyrirfram auglýstur besti Stúlknakór landsins komi ekki til með að hlýja fólki með nærveru sinni. En margt annað sem gæti verið spennandi að sjá! Og sýningin Matur 2007 í VMA, gæti verið skemmtilegt að kíkja þangað, hver veit nema maður líti inn hjá gömlum kennurum matvælabrautar.... hehe.
Knús á ykkur öll....
Valborg Rut
2 Comments:
Blessuð,,,
víst er eitthvað handavinnast í þessum saumaklúbb, sumar eru bara duglegri en aðrar, eða taka þetta bara allt að sér fyrir hinar. Svo er ekkialltaf tími til að sauma því það þarf að komast yfir svo mikinn mat. Góða nótt af næturvaktinni.
Stebba.
By Nafnlaus, at 5:52 e.h.
Hehe þarf að komast yfir svo mikinn mat... en það er svosem rétt líka!
By Nafnlaus, at 2:02 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home