Gefðu af þér
Hjálpa mér að græða sárin
hans sem liggur einn við veginn.
Hjálpa mér að þerra tárin
þeirra sem að sorgir hrjá.
Hjálpa mér að styrkja veika
græða lítt logandi kveika.
Hjálpa mér að rækja sjúka
þá sem aðrir flýja frá.
Helgin er á enda. Gærdagurinn var mesti letidagur sem ég hef tekið þátt í lengi. Gott að stöðva þeyting og áreiti í nokkra klukkutíma. Í dag vaknaði ég. Stóð á fætur og bjó um rúmið. Fór í sturtu og eyddi örfáum mínótum fyrir framan spegilinn. Eftir að hafa borðað síðbúinn morgunmat tók ég mér tusku í hönd og tók baðherbergið í gegn. Mamma heldur að mér finnist baðherbergi mjög skemmtileg. Eitthvað sem ég þríf bara án þess að vera beðin um það. Lítið mál þegar maður gefur sér tíma í það. Heimilið ilmaði af kökubakstri og mörgum tilraunum úr nýjasta blaði Gestgjafans. Móðirin á afmæli á morgun og bauð vitanlega til tilrauna í eldhúsinu. Í dag borðaði ég því rjómakökur, súkkulaðikökur, nammi, rúllutertubrauð með sólþurrkuðum tómötum og fleira sem langanir hugans teigðu til sín. Dagur er að kveldi kominn og óhollustu dagsins lokið. Óhollustudagar eru góðir, er ekki svo oft sem ég fæ mér eitthvað svona nú til dags. Alveg óvart reyndar. Fljótlega svíf ég inn í heima drauma og hvíldar. Þegar ég vakna hefst ný vinnuvika með nýjum atburðum, nýjir dagar með nýjum tækifærum.
Hafið það gott um víða veröld....
Valborg Rut.
(Myndin virkar greinilega ekki, smellið á myndina og hún kemur með boðskapinn;)
2 Comments:
Jæja, Valborg Rut Geirsdóttir,
hér með skora ég á þig að koma með mér í ræktina og ég lofa því að það verður enginn að glápa á þig (nema þá einhverjir sætir strákar sem líst vel á þig ;-) ).
Þú veist að hika er jafnt og tapa og ef þú þorir ekki núna, hvað þá?
Þú lætur ekki spyrjast um þig að þú sert meiri skræfa en við systurnar.
Kveðja frá bestu frænkunni,,,,
By Nafnlaus, at 12:56 f.h.
Haha já það er spurning, að þora eða ekki. En ég fer aldrei ofanaf þeirri skoðun að fólk í ræktinni horfir líka á hina! Allavega myndi ég gera það... En spurning hvort maður ætti ekki að þola að vera smá sýningargripur. Ég er enn að reyna að hafa mig út í þetta, hver veit nema einn daginn mæti ég í ræktina og verði langflottust á svæðinu eftir nokkrar vikur.... ja eða ég mæti og það líður yfir mig og ég get ekki neitt! Úffame.
By Nafnlaus, at 11:01 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home