Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, október 04, 2007

Gott verður slæmt


Miðvikudagskvöld hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hvað sjónvarpsdagskrá varðar. Af hverju? Jú því að America's Next Top Model hefur síðustu ár verið einmitt á þeim degi. Ég viðurkenni alveg að mér fannst mjög gaman að fylgjast með þessum þáttum. Hafði sterkar skoðanir á öllum myndatökum og fannst gaman að horfa á stelpurnar breytast og bætast. En nú er mér nú allri lokið. Níunda þáttaröðin er hafin og þvílíkt rugl. Að það sé endalaust hægt að fá stelpur til að taka þátt í þessu, að þær nenni að væla og grenja, rífast og vera með stæla í öllum þáttum er alveg ótrúlegt. Tyra Banks virtist nú með nokkru viti og þátturinn hennar hafði fínt afþreygingargildi Nú er hinst vegar komið nóg og ef ég hafði álit á "módelmömmunni" er það horfið. Í gærkvöldi var einn af mínum fyrstu miðvikudögum á Íslandi síðan þættirnir byrjuði sem ég kveiki ekki á sjónvarpinu. Sorglegt. En stundum verður maður að gera sér grein fyrir því hvenær er komið nóg. Tyra Banks fer vonandi bráðum að snúa sér að örðum og meira uppbyggjandi verkefnum.
Hef haft eitthvað ótrúlega mikið að gera síðustu daga. Skil eiginlega ekkert í þessu. Ég sem bjóst við svo rólegu hausti og hélt ég myndi ekki gera neitt annað en að vinna mína átta tíma á dag. Svo virðist ekki vera. Stundum finnst manni fínt að hafa lítið að gera en inná milli lifir maður á því að þeytast um á milli verkefna og taka þátt í einu og öllu. Ég vinn á leikskóla, skúra félagsheimili kfum&k þar sem ég kem víst einnig til með að gegna hlutverki forstöðukonu í 10-12 ára stelpustarfi. Tók að mér að skipuleggja og fara í gegnum skrifstofuna þar á bæ líka en hefur bara verið skemmtilegt þó það sé nokkuð tímafrekt. Ég tek þátt í því að stofna kristilegt félag fyrir fólk í framhaldsskólum á Akureyri og hafa verið nokkrir ágætis hittingar í kringum það. Veit reyndar ekki hversu lengi ég kem til með að starfa í því verkefni, til lengri eða styttri tíma, kemur í ljós þegar skýrari mynd verður komin á þetta. Auk þess á ég fjölskyldu, nokkra vini og langar að vera í kór þó ég eigi eftir að finna eitthvað sem mér líst á. Eina helgi og október og eina í nóvember kem ég til með að flytja á heimili föðursystur minnar, halda heimilinu gangandi og passa frænkur mínar tvær. Allt skemmtileg verkefni og svo er líklega von á Helgu til Akureyrar fljótlega. Katrín og krakkarnir eru komin til landsins frá Noregi og ætla að kíkja norður í besta bæjinn líka :) Verður ótrúlega gaman að hitta þau!
En.... nú er ég búin að bæta bloggleysi síðustu daga og kveð því úr herberginu :)
Valborg Rut

3 Comments:

  • blessuð,
    geturðu ekki fundið eitthvað fleira til að gera, eg held að þú sert að verða verri en eg. En ef þetta er allt gaman þá er allt í góðu.
    Kv. Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:44 f.h.  

  • GOTT AÐ HAFA MIKIÐ AÐ GERA en með tímanum geturðu valið ú hvað er skemmtilegast.Endilega ð vera í einhverjum kór því söngurinn gefur svo mikið.Gangi þér vel í þessu öllu. amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:19 f.h.  

  • Stebba er ég ekki einmitt skyld þér? Og kannski stundum sagt að ég líkist móðursystrum mínum?

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home