Herbergið og heimasætan
Það byrjaði með alsherjar tiltekt. Hver einasta skúffa og allir skápar. Þvílít dót og drasl sem birstist við þessar aðgerðir.
Þegar búið var að henda því sem mátti hverfa, raða í allar skúffur með skipulagskörfum í mismunandi litum voru húsgöng og annað sett fram og parketið tekið af. Stórskemmtilegt gólf sem kom í ljós þá!
Litaprufurnar voru málaðar hver á eftir annarri á veggina. Brúnir, grænir, ljósir.... í leit að hinum fullkomna lit. Pabbi var settur í að mála fyrir prinsessuna!
Ég bjó á ganginum á meðan beint fyrir framan fjölskyldusjónvarpið.... mjög hentugt og þægilegt fannst okkur ;)
Loksins hófst mállingarvinnan og hlutirnir fengu sinn stað.
Prinsessan gat flutt inn og notað þann tíma sem hana listi til að fínisera herbergið eftir kúnstarinnar reglum.
Sumir halda að þarna sé leiðinlegt að þurrka af.... en það er í raun alveg stórskemmtilegt ;)
Umgengni lýsir innri manni.... finnst þessi setning nú alltaf svolítið góð.... hehe.
Annars er lítið að frétta. Helga er horfin suður eins og svo oft áður og Hólmasólardagar vikunnar brátt hálfnaðir. Langt síðan ég hef legið hér í rúminu mínu með tölvuna á flakki um netheima. En svo virðist sem kreisíness dögum sé að ljúka og rólyndiskvöldin taki við á ný. Bæði betra, tek þetta svona kaflaskipti... ;)
Annars kveð ég bara úr besta herberginu.....
Valborg Rut
5 Comments:
Alltaf jafn fínt hjá þér og þú átt svo marga fallega hluti.
Kv. amma
By Nafnlaus, at 4:40 e.h.
Vá hvað herbergið þitt er flott. Ég eiginlega vorkenni herberginu okkar hérna á Jakobsgården, það fékk svo miklu betri umönun á meðan þú varst hérna...grey skinnið :S
By Nafnlaus, at 2:08 f.h.
Takk báðar tvær ;)
Hehe Elín ég held að það sé óþarfi að vorkenna herberginu okkar, það hefur gaman að því að að kynnast einhverju nýju ;) hehe.
By Nafnlaus, at 10:31 f.h.
Já það er alltaf fínt hjá þér;)
Ég skammast mín bara þegar þú kemur í herbergið mitt og það er VIRKILEGA á hvolfi! hihih... "Umgengni lýsir innri manni" ómæjgot,,, segir það þá ekki allt sem segja þarf hjá mér? heh..
By Sólveig, at 12:16 e.h.
Hehe Sólveig ég er öllu vön, og herbergið þitt er sko ekki það versta sem ég hef séð! Umgengni lýsir innri manni... þetta þarf ekki að vera neikvætt þó maður sé pínu draslari!
By Nafnlaus, at 10:05 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home